Fréttablaðið - 15.06.2015, Side 48

Fréttablaðið - 15.06.2015, Side 48
Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 800 1177 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja Allt sem þú þarft ... Höfuðborgarsvæðið, meðallestur á tölublað 12–80 ára. Prentmiðlakönnun Gallup, jan.– mar. 2015 YFIRBURÐIR Fréttablaðsins staðfestir 63,3% 28,5% FB L M BL B O S S - K O N U R M E N N K R I N G LU N N I 5 3 3 4 2 4 2 5 5 2 8 6 0 0 Ég hef ætlað að skrifa þetta bréf mjög lengi en aldrei látið verða af því. En nú er kominn tími til að þú fáir að heyra sannleikann. Við þekkj- umst ekki neitt en þú afgreiddir mig stundum þegar þú varst að vinna í 10/11 við Hverfisgötu. Ég horfði aldrei í augun á þér enda var ég þjakaður af sam- viskubiti. NOKKRUM árum áður hafðir þú tekið þátt í söngkeppni í sjón- varpi. Það krefst hugrekkis og ég get vel ímyndað mér að stressið geti borið mann ofur- liði. Fagmenn í sófa á móti svið- inu og öll þjóðin heima í stofu. Allir að horfa á mann og dæma. En ég man ekki eftir flutningn- um þínum vegna þess sem gerð- ist næst. Björn Jörundur var nokkuð ánægður og áhorfendur klöppuðu fyrir þér. Unnur Birna tók þig tali. „Jæja Villi. Hvernig líður þér eftir flutninginn?“ SVARIÐ var svo fullkomið að ég hreinlega varð að hnupla þættinum af skráarskiptisíðu. Finna réttan bút, klippa hann út og snyrta. Lúppa. Hægja á. Hægja meira á. Allar hunda- kúnstirnar. Fyrst var þetta aðeins til heimilis- og einkanota en einhverjum mánuðum síðar ákvað ég að deila þessu með umheiminum. ÉG veit það núna að þetta var illa gert. Smá glappaskot sem fáir höfðu tekið eftir og var löngu gleymt gekk nú manna á milli í netheimum og allir hlógu saman á þinn kostnað. Fæst okkar hefðu samt sjálf getað komið upp stunu við þessar þrúgandi aðstæður, hvað þá heilu „mibbilihábbiliáblabala“. Í viðtali um daginn sagðirðu að þig grunaði vini þína um að hafa lekið myndbandinu. Það er ekki rétt. Ég er Lekamaðurinn. Óknyttastrákur og eineltispési sem þú þekkir ekki neitt. Sorrí með þetta, elsku Villi minn. ÞÚ getur samt huggað þig við að ég mun örugglega fá þetta borgað einhvern daginn. Karma sér nefnilega um sína. Elsku Villi BAKÞANKAR Hauks Viðars Alfreðssonar 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 B -B 8 0 C 1 6 2 B -B 6 D 0 1 6 2 B -B 5 9 4 1 6 2 B -B 4 5 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.