Fréttablaðið - 15.06.2015, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 15.06.2015, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 15. júní 2015 | LÍFIÐ | 15 365.is Sími 1817 Þeir sem hafa beðið með óþreyju eftir nýju seríunni af Orange Is the New Black geta glaðst því þessir frábæru þættir hefja göngu sína 15. júní á Stöð 2. En það er ekki allt, þeir sem fá ekki nóg geta horft á alla nýju seríuna á Stöð 3 á tveimur kvöldum, 16. og 17. júní. Góða skemmtun! SERÍA ÞRJÚ AF ORANGE IS THE NEW BLACK ER AÐ HEFJAST HÁTÍÐ Í VÆNDUM! MÁNUDAGA KL. 21:15 ÖLL SERÍAN 16. & 17. JÚNÍ KL. 21:00–03:25 Í ágúst næstkomandi verður alþjóð- legi förðunarskólinn MUD, Make- Up Designory, opnaður hér á landi. Að skólanum standa förðunar- meistararnir Kristín Stefáns dóttir og Anna María Guðmundsdóttir. MUD er stofnaður í Bandaríkjun- um og starfræktur víða í Banda- ríkjunum, Mexíkó og Evrópu og að sögn Önnu Maríu er þetta í fyrsta sinn sem alþjóðlegur förðunarskóli er starfræktur hér á landi. „Skólinn er með mjög öflugt tengslanet og við erum í tengslum við marga umboðsmenn, þannig fólk kemst inn í ákveðinn fagheim.“ Stefnt er á að skólinn hefjist í ágúst og er grunnnámið tvö hundr- uð og tíu kennslustundir og keyrt áfram á sex vikum en kennt er alla virka daga í átta tíma í senn. „Það er kennt á ensku, sem er svakalega mikill plús af því þú lærir fagmálið. Það skiptir miklu máli til að vera hæfur í ýmis verk- efni sem þú tekur að þér.“ Anna María segir þær Kristínu mjög spenntar fyrir verkefninu og þær sjálfar læra mikið af ferlinu. „Við lærum alveg helling í leið- inni og erum náttúrulega að læra inn á nýtt konsept. Fagmennskan er á það háu stigi í þessum skóla, við höfum ekki séð það áður í fag- greininni og finnst mjög smart og skemmtilegt að geta boðið upp á það,“ segir Anna María glöð í bragði að lokum. Hægt er að hafa samband við MUD á Íslandi á netfangið ice- land@mudeurope.com til að fá nán- ari upplýsingar um námið. Alþjóðlegur förðunarskóli opnaður á Íslandi í ágúst Förðunarskólinn MUD heldur innreið sína í landið en boðið verður upp á alþjóðlegt förðunarnám þar sem öll kennsla verður á ensku. SPENNTAR Þær Anna María Guð- mundsdóttir og Kristín Stefánsdóttir eru spenntar fyrir opnun skólans. FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA Sherlock Holmes-leikarinn Bene- dict Cumberbatch varð faðir um helgina er honum og konu hans, leikstjóranum Sophie Hunter, fæddist lítill drengur. Heilsast öllum ljómandi vel og biður litla fjölskyldan um að fjöl- miðlar virði friðhelgi einkalífs þeirra fyrstu dýrmætu vikurnar. Cumberbatch og Hunter giftu sig fyrr á árinu, en kynntust árið 2009 við gerð Burlesque Fairy- tales og rugluðu saman reytum upp úr því. Þau hafa haldið sambandi sínu algjörlega utan fjölmiðla, og hafa til að mynda varla sést saman á ljósmyndum fyrr en eftir hjóna- vígsluna á Valentínusardag. Orðinn pabbi LUKKULEGUR Cumberbatch þreytir nú frumraun sína í hlutverki föður, í raunheimum í þetta skiptið. American Idol-spaðinn Ryan Seacrest er kominn með nýja dömu upp á arminn, en hann hefur verið nokkuð framtaks- samur í leit sinni að ástinni og á sæmilegan en nokkuð einsleitan feril að baki, þéttsetinn fyrir- sætum og leikkonum. Sú heppna er Hilary Cruz, sem þekktust er fyrir að bera nafn- bótina Ungfrú Bandaríkin í flokki táninga árið 2007. Segja gárungar þau hafa verið saman nú um nokkurt skeið, en parið hefur ekki stigið fram opin- berlega, en hefur þó sést laumast saman í rómantíska kvöldverði hingað og þangað í Hollywood. Kynntust Seacrest og Cruz í fertugsafmæli þess fyrrnefnda, en Cruz er sjálf tuttugu og sex ára gömul. Ryan Seacrest kominn á fast FLOTTUR Seacrest hefur verið um borð í American Idol-skútunni frá byrjun, síðan 2002. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 C -6 9 C C 1 6 2 C -6 8 9 0 1 6 2 C -6 7 5 4 1 6 2 C -6 6 1 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.