Fréttablaðið - 15.06.2015, Page 7

Fréttablaðið - 15.06.2015, Page 7
MÁNUDAGUR 15. júní 2015 | FRÉTTIR | 7 islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook Greining Íslandsbanka gefur út í þriðja sinn skýrslu með greiningu á málefnum og fjármálum sveitarfélaga. Leitast er við að gefa innsýn í rekstur sveitarfélaga en mörg þeirra hafa þurft að ráðast í víðtækar aðhaldsaðgerðir og hagræðingu í rekstri á síðustu árum. Það er okkar von að þetta rit verði aðgengilegt og einfalt yfirlit yfir rekstur sveitarfélaga á Íslandi. Skýrslan er opin öllum og hægt er að nálgast hana á vefnum okkar islandsbanki.is Ný skýrsla um íslensk sveitarfélög Íslandsbanki hefur á að skipa sérfræðingum sem einbeita sér að greiningu á málefnum og fjármálum sveitarfélaga. Íslandsbanki er viðskiptabanki fjölmargra sveitarfélaga víða um land og hefur komið að mörgum verk- efnum er snúa að sveitarfélögum og félögum í þeirra eigu. Sveitarfélög FRAKKLAND Mikil ólga er í Frakk- landi vegna úrskurðar Mannrétt- indadómstóls Evrópu um að slökkva á vélum sem halda Vincent Lambert, lömuðum frönskum manni, á lífi. Lambert lenti í mótorhjólaslysi árið 2008 og hefur verið fullkom- lega lamaður síðan þá. Hann bregst við umhverfi sínu en læknar telja hann hafa afar takmarkaða heila- starfsemi. Fjölskylda Lambert er ekki á einu máli um hvernig eigi að huga að umönnun hans. Kona Lamberts, Rachel Lambert, og systkini hans telja það mannúðlegast að taka hann úr sambandi og leyfa honum að deyja en foreldrar hans, strangtrúaðir kaþólikkar, telja að hann þurfi betri umönnun. Læknar hafa ráðlagt fjöl- skyldunni að aftengja hann og lög í Frakklandi leyfa líknardráp af þess- um toga. Þá hefur fjöldi mótmælenda og kaþólskra samtaka andmælt því að Lambert verði tekinn úr sambandi. Á þriðjudaginn birtu baráttu- samtök gegn líknardrápi myndband af Lambert þar sem hann virðist bregðast við umhverfi sínu. Með því vildu samtökin sýna fram á að Lambert væri enn við meðvitund en læknar hafa fordæmt myndbands- birtinguna. - srs Fjölskylda fransks manns klofin í afstöðu sinni til líknardráps: Líknardráp vekur upp deilur LAMBERT Maðurinn hefur verið lam- aður frá árinu 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP AKUREYRI Íþróttaráð Akureyr- ar hafnaði erindi Sundfélagsins Óðins um að loka Akureyrarlaug fyrir almenningi meðan á Ald- ursflokkamóti Sundsambands Íslands stendur. Forsvarsmenn sundfélags- ins eru mjög ósáttir við þessa ákvörðun og telja að með henni sé verið að mismuna íþróttagrein- um. Formaður ráðsins, Ingibjörg Isaksen, vék af fundi undir þess- um lið og taldi sig vanhæfa þar sem hún er forstöðumaður sund- laugar í öðru sveitarfélagi. - sa Sundfélagið Óðinn ósátt: Vilja loka Akur- eyrarsundlaug 142 tonn af ilmvötnum og snyrtivörum voru flutt inn til landsins í apríl árið 2015 Á sama tíma voru einungis flutt inn 48 tonn af bókum, blöðum og tímaritum. Tyrkland Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, útilokar ekki að boðað verði til nýrra kosninga til að hægt verði að mynda starfs- hæfa ríkisstjórn. Réttlætis- og þróunarflokkur Erdogans (AKP) er sá fyrsti sem fær umboð til að mynda ríkis- stjórn en óvíst er hvort hann muni ná samkomulagi við stjórn- arandstöðuflokkana um myndun nýrrar stjórnar. Stjórnarskrá Tyrklands kveður á um að mynda þarf starfhæfa ríkisstjórn 45 dögum eftir kosn- ingar. AKP-flokkurinn fékk flest atkvæða í þingkosningunum sem fóru fram 7. júní síðastliðinn. Áður var flokkurinn með hreinan meirihluta á þinginu og gat því starfað án stuðningsflokka en nú fékk hann 41 prósent atkvæða. Skoðanakannanir sýna að AKP- flokkurinn hefði fengið fjögurra prósenta aukningu í atkvæðum ef kjósendur hefðu vitað að kosning- arnar enduðu í stjórnarkreppu. - srs Stjórnarmyndun í Tyrklandi: Útilokar ekki aðrar kosningar ERDOGAN Forsetinn hefur veitt AKP umboð til stjórnarmyndunar. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP SVONA ERUM VIÐ GEORGÍA Tólf hafa látist í miklum flóðum í höfuðborg Georgíu, Tíblisi. Flóðin ollu því að fjöldi dýra slapp úr dýragarðinum í Tíblisi en tígrisdýr, ljón, bjarndýr og úlfar eru meðal dýra sem ráfa nú um stræti Tíblisi. Þrír þeirra sem létust fund- ust látnir í dýragarðinum. Fólk er hvatt til að halda sig innandyra þangað til að öll dýrin hafa verið handsömuð. Sjónarvottar sáu meðal annars björn sem hékk utan á loftræst- ingu og maður í miðborginni fann hýenu á svölunum sínum. Mörg dýranna hafa verið skotin til bana eða svæfð með deyfi- byssum. Mikil eyðilegging hefur átt sér stað í borginni en sem dæmi má nefna hafa líkkistur úr kirkju- görðum farið á flot. - srs Gífurleg flóð í Georgíu: Ljón, tígrar og birnir á vappi ÓNÁTTÚRULEGT UMHVERFI Þessi flóðhestur var á rölti um borgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 D -4 3 0 C 1 6 2 D -4 1 D 0 1 6 2 D -4 0 9 4 1 6 2 D -3 F 5 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.