Fréttablaðið - 15.06.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.06.2015, Blaðsíða 2
15. júní 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SVEITASTJÓRNARMÁL Gylfi Ingvars- son, fulltrúi Samfylkingarinnar í hafnarstjórn Hafnarfjarðar, fór fram á óháða stjórnsýsluúttekt á framferði meirihluta hafnar- stjórnar og aðkomu Haralds Lín- dal, bæjar stjóra Hafnarfjarðar, í tengslum við fund sem fór fram bæjarskrifstofu Hafnarfjarðar laugardaginn 15. nóvember 2014 á fundi nefndarinnar þann 11. júní. Á bæjarskrifstofunni taldi starfsmaður hafnarinnar sig vera að ræða við Harald Líndal bæjar- stjóra. Síðar hafi komið í ljós að um hafi verið að ræða starfsmann R3 ráðgjafar að sögn Gylfa. Már Sveinbjörnsson, hafnar- stjóri Hafnarfjarðarhafnar, segir að Unnur Lára Bryde, formaður hafnarstjórnar og fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, hafi afhent starfs- manninum bréf í byrjun febrúar þar sem dregið var í efa að fund- urinn hefði nokkru sinni átt sér stað. Starfsmanninum hafi verið gefinn kostur á að sanna að fundur- inn hefði farið fram og annars yrði hann áminntur. „Síðan var þetta bréf dregið til baka viku seinna,“ segir Már. Meirihluti hafnarstjórnar hafn- aði tillögu Gylfa. Unnur Lára segir að þegar hefði verið samþykkt í bæjar stjórn að óháð stjórnsýsluút- tekt færi fram á málefnum hafn- arinnar síðastliðinn áratug og að vonast væri til að hún kæmi út í þessari viku. Unnur vildi ekki tjá sig sérstak- lega um þetta einstaka mál og bar við trúnaði við starfsmanninn. -ih Formaður hafnarstjórnar segir að von sé á úttekt á málefnum hafnarinnar síðustu tíu ár í vikunni: Hafna beiðni um úttekt á hafnarmálinu GYLFI INGVARSSON Fulltrúi Samfylk- ingarinnar segir slæmt að meirihlutinn sé dómari í eigin sök. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÖLDRUNARMÁL Stefnt er að því að ljúka samningum sem leysa eiga skuldavanda hjúkrunarheimilis- ins Sunnuhlíðar í vikunni. „Það eru að klárast ákveðnir samningar við marga aðila til að koma dæm- inu í höfn,“ segir Þóra Þórarins- dóttir, formaður stjórnar sjálfs- eignastofnunarinnar Sunnuhlíðar. Vigdísarholt, félag í eigu ríkis- ins, tók yfir rekstur hjúkrunar- heimilisins á síðasta ári vegna mikils skuldavanda Sunnuhlíðar. Sunnuhlíð hefur hins vegar áfram átt húsnæði hjúkrunarheimilisins sem og átt og séð um rekstur íbúða í nágrenni við heimilið. Samkomulagið fellst í því að ríkið mun eignast húsnæði hjúkr- unarheimilisins við Kópavogs- braut 1c gegn því að taka yfir h luta skulda samtakanna, sem námu hátt í hálfum milljarði samkvæmt árs- reikningi ársins 2013. Sunnuhlíð mun hins vegar áfram eiga og reka íbúðirnar. Þá mun Kópavogsbær einnig gefa eftir áfallin fasteignagjöld á árunum 2009 til 2013 og fyrstu þrjá mánuði ársins 2015, sem nema 59 milljónum króna en með áföllnum vöxtum samtals 81 millj- ón króna. Tillaga þess efnis var samþykkt af öllum ellefu bæjar- fulltrúum í bæjarstjórn Kópavogs þann 9. júní síðastliðinn með þeim fyrirvara að kaup ríkisins á hús- næði Sunnuhlíðar gengu eftir. Á móti hyggst Kópavogsbær draga saman útgjöld til fram- kvæmda á þessu ári sem nemur niðurfellingu fasteignagjalda svo aðgerðin á ekki að hafa áhrif á afkomu bæjarsjóðs. „Það myndaðist strax þver- pólitísk sátt um að Kópavogsbær myndi komast að lausn málsins með styrk sem nemur skuldinni,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjar- stjóri Kópavogs. Ármann segir að brýnt hafi verið að tryggja rekstur hjúkrunarheimilisins í bæjarfélag- inu enda ætti það sér merka sögu. ingvar@frettabladid.is Vandi Sunnuhlíðar leystur í vikunni Stefnt er að því að ganga frá samkomulagi sem leysa á skuldavanda hjúkrunar- heimilisins Sunnuhlíðar í vikunni. Ríkið mun eignast húsnæði hjúkrunarheimilisins ásamt því að Kópavogsbær gefur eftir 81 milljónar króna fasteignagjöld auk vaxta. SUNNUHLÍÐ Lausn á skuldavanda Sunnuhlíðar er í sjónmáli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ÁRMANN KR. ÓLAFSSON TYRKLAND Örvilnun og skelfingarástand skapaðist á landamærum Tyrklands og Sýrlands í gær þegar fjöldi flóttamanna reyndi að kom- ast yfir landamæri Sýrlands til Tyrklands við tyrknesku borgina Akçakale. Kúrdaher og vígamenn Íslamska ríkisins berjast um landamæra- borgina Tal Abyad Sýrlandsmegin landamæranna. Flóttamenn frá nærliggjandi svæðum reyndu að þvinga sér yfir landamærin en tyrkneski herinn hélt aftur af þeim með vatnsbyssum og skutu á þau gúmmíkúlum. Seinni part gærdagsins bárust þó fyrirmæli um að hleypa ætti flóttamönnum til Tyrklands vegna neyðarástands. - srs Tyrkir opnuðu landamærin fyrir sýrlenskum flóttamönnum: Glundroði vegna stríðsástandsins SKELFINGARÁSTAND Fjórar milljónir Sýrlendinga eru á flótta. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP NORÐURÞING Vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og iðnaðar- svæðisins á Bakka munu reynast ríkissjóði mun dýrari en ráð var fyrir gert. Áætlanir gerðu ráð fyrir 1,8 milljörðum króna í upp- byggingu vegtenginga. Meirihluti atvinnuveganefnd- ar hefur lagt fram frumvarp um að breyta lögum um uppbygg- ingu á svæðinu til að geta mætt þessum aukakostnaði. Mælst er til þess að upphæðin falli brott úr lögum svo hægt verði að greiða framkvæmdina að fullu. - sa Framkvæmdir á Bakka: Vegtengingar fram úr áætlun MENNTUN Í nýrri skýrslu Evr- ópsku menntastofnunarinnar kemur fram að ríki Evrópu- sambandsins eru að færast nær markmiðum sínum um að lækka brottfall úr námi í tíu prósent. Ísland er eitt þeirra ríkja sem eiga aðild að mælingum um brottfall í Evrópu en í skýrsl- unni kemur fram að brottfall á Íslandi er langt umfram meðaltal Evrópusambandsins. Brottfall á Íslandi nemur um 20 prósentum ungmenna á aldrinum 18 til 24 ára en meðaltalið í Evrópusam- bandinu er um 12 prósent. - srs Brottfall úr námi minnkar: Eru nær mark- miðum sínum VEÐUR SJÁ SÍÐU 14 GRÆNLAND Þrír græn lenskir stjórnmálamenn, þau Aleqa Hammond, Kuupik Kleist og Steen Lynge, hafa verið kærðir fyrir að hafa misfarið með opinbert fé. Fjórir íbúar á Grænlandi kærðu þau til lögreglunnar og segja stjórnmálamennina seka um blekkingar, fjárdrátt og umboðs- svik. Upphæðirnar nema sam- tals rúmlega 270 þúsund dönsk- um krónum, sem samsvarar fimm og hálfri milljón íslenskra króna. Grænlenska útvarpið KNR skýrir frá þessu á fréttavef sínum. Aleqa Hammond situr á græn- lenska landsþinginu fyrir Siumut- flokkinn og var formaður land- stjórnarinnar í rúmlega ár frá 2013 til 2014. Hún sagði nokkuð skyndilega af sér síðastliðið haust eftir að fram komu ásakanir um að hún hefði látið ríkissjóð greiða flugferðir og hótelgistingu fyrir sig. Steen Lynge er þingmaður Atassut- flokksins og er sakaður um að hafa tvisvar sinnum tekið fjölskyldu sína með í opinberar ferðir. Kuupik Kleist sat á þingi fyrir IA-flokkinn og var formaður landstjórnar árin 2009 til 2013 og er sagður enn eiga ógreidda skuld sína við ríkissjóð. - gb Þrír grænlenskir stjórnmálamenn hafa verið kærðir fyrir spillingu og svik: Sögð hafa misnotað opinbert fé ALEQA HAMMOND Fyrrverandi formaður grænlensku landstjórnarinnar sagði af sér síðastliðið haust vegna spillingarásakana. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Vaxandi suðaustan- og austanátt sunnan til á landinu í dag og þykknar upp, 8-15 m/s syðst síðdegis og fer að rigna, en 10- 18 m/s um kvöldið, hvassast við ströndina. Fremur hæg austlæg eða breytileg átt um landið norðanvert og bjartviðri. Hiti 10 til 17 stig. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 B -C 6 D C 1 6 2 B -C 5 A 0 1 6 2 B -C 4 6 4 1 6 2 B -C 3 2 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.