Fréttablaðið - 15.06.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.06.2015, Blaðsíða 4
15. júní 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 SPURNING DAGSINS Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ði r á sk ilj a sé r r ét t t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . Salou Frá kr. 69.900 m/morgunmat Netverð á mann frá kr. 69.900 m.v. 2-4 í íbúð/stúdíó/herbergi m/morgunmat. Netverð á mann frá kr. 84.900 m.v. 2-4 í íbúð/ stúdíó/herbergi m/hálfu fæði. 19. júní í 7 nætur STÖKKTU FJÁRMÁL Nærri helmingur sjálfs- eignarstofnana og staðfestra sjóða hefur ekki skilað ársreikn- ingi fyrir árið 2013 eins og lög gera ráð fyrir. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við þennan trassaskap í skýrslu sem stofnunin gaf út í vikunni. Í árslok 2013 voru 704 sjóðir og stofnanir á skrá hjá hinu opin- bera og voru nýjar skráningar 21 á því ári. Þann 1. júní síðastlið- inn höfðu 433 sjóðir eða stofn- anir skilað ársreikningi fyrir rekstrarárið 2013, sem segir okkur að 271 sjálfseignarstofnun hefur ekki skilað ársreikningi. Niðurstöðutölur rekstrar- og efnahagsreikninga þeirra samtals var sem hér segir í milljónum króna: Í árslok 2013 voru 704 sjóðir og stofnanir á skrá. Á árinu 2013 var staðfest 21 ný skipulagsskrá. „Það er gömul saga og ný að ársreikningar staðfestra sjóða og stofnana skila sér oft seint og illa þrátt fyrir mikinn eftir- rekstur af hálfu Ríkisendur- skoðunar,“ segir Sveinn Ara- son ríkisendurskoðandi. „Segja má að það sem einkennir hinn dæmigerða sjóð eða stofnun sé að starfsemi þeirra er lítil að umfangi saman borið við félög og sjóði sem stunda atvinnurekstur. Helstu verkefni þeirra hafa frá fornu fari falist í því að stuðla að eða styrkja margvísleg vel- ferðar- og menningarmál, ýmist á landsvísu eða í héruðum tengd- um stofnendum þeirra.“ Sveinn bendir á að líkleg orsök þess að forsvarsmenn sjóða trassi það að skila ársreikn- ingum sé þekkingarleysi þeirra um skyldur sjálfseignarstofnana. „Helstu ástæður þess að árs- reikningar þeirra berast ekki á réttum tíma eru sjálfsagt mis- munandi, svo sem ókunnugleiki forsvarsmanna um skyldur sínar á þessu sviði, hirðuleysi for- svarsmanna í þessum efnum og að fyrrverandi forsvarsmenn séu látnir og ókunnugt er um þá sem við keflinu kunna að hafa tekið,“ segir Sveinn. Ríkisendurskoðun segir það skipta miklu máli að fá úrræði til að krefja sjóði um skil ársreikn- inga og að engin tæki og tól séu til í dag til að toga ársreikninga úr sjálfseignarstofnunum. Yfirvöld skortir virk lögbundin úrræði til þess að knýja fram skil, svo sem heimildir til að beita dag- eða vikusektum. „Reynslan hefur því miður sýnt að ítrekaðar hvatn- ingar Ríkisendurskoðunar vegna vanskila eða hótunarbréf hafa ekki skilað tilætluðum árangri.“ sveinn@frettabladid.is Sjálfseignarsjóðir trassa ársreikninga Ríkisendurskoðun hefur gefið út skýrslu um sjálfseignarstofnanir og sjóði. Þar kemur fram að 271 ársreikning vantar frá árinu 2013. Ríkisendurskoðandi segist þurfa vopn í baráttunni því hótunarbréf til sjóðanna virki ekki nægilega vel. RÍKISENDURSKOÐANDI Að mati ríkisendurskoðunar þarf stofnunin vopn í baráttunni til að draga ársreikninga út úr sjálfseignarstofnunum sem árvisst trassa skil þeirra samkvæmt lögum. UTANRÍKISMÁL Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti fund með Timo Soini, utanríkis- ráðherra Finnlands, á miðviku- daginn. Ráðherrarnir ræddu málefni norðurslóða, samskipti ríkjanna og öryggis- og varnarmál í Evrópu út frá breyttum aðstæðum í heim- inum. Þá ræddu ráðherrarnir áætlun um að auka gagnkvæm við- skipti á milli ríkjanna. Einnig funduðu Gunnar Bragi og Soini um stefnu ríkjanna tveggja í Evrópumálum. Gerði Gunnar Bragi grein fyrir því að íslenska ríkisstjórnin hefði stöðvað aðildar- viðræður við Evrópusambandið og tekið Ísland af lista umsóknar- ríkja. Timo Soini er formaður Sannra Finna og á móti aðild Finn- lands að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir andstöðu Soini við Evrópu- sambandið mun Finnland seint draga sig úr Evrópusambandinu þar sem samstarfsflokkar Sannra Finna eru hlynntir aðild Finnlands að Evrópusambandinu. Auk þess að hitta Soini fundaði Gunnar Bragi með Antero Vartia, sem tók sæti á finnska þinginu fyrr í ár fyrir Græningjaflokk- inn. - srs Ræddu Evrópustefnu ríkisstjórnanna á fundi utanríkisráðherra í Finnlandi: Gunnar Bragi og Soini funda TVEIR RÁÐHERRAR Bæði Gunnar Bragi og Soini eru á móti aðild að Evrópusam- bandinu. MYND/UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Það er gömul saga og ný að ársreikningar staðfestra sjóða og stofnana skila sér oft seint og illa. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. Kött Grá Pjé, ertu farinn í hundana? „Nei, en ég er farinn í klikkað kött.“ Rapparinn Kött Grá Pjé rappar í nýjasta myndbandi hljómsveitarinnar Úlfur Úlfur og keyrir þar um á blæjubíl með þremur stæðilegum sankti bernharðshundum. HAGSTOFAN Árshækkun launa frá fyrsta ársfjórðungi 2014 til fyrsta ársfjórðungs 2015 var 5,9 prósent að meðaltali. Hækkunin var 4,6 prósent á almennum vinnumark- aði og 9,4 prósent hjá opinberum starfsmönnum. Þar af hækkuðu laun ríkis starfsmanna um 7,4 pró- sent og laun starfsmanna sveitarfé- laga um 11,6 prósent. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Frá fyrri ársfjórðungi var hækk- un reglulegra launa á almennum vinnumarkaði á bilinu 0,5 prósent til 1,6 prósenta eftir starfsstéttum. Laun tækna og sérmenntaðs starfs- fólks hækkuðu mest en laun iðn aðar- manna minnst milli ársfjórðunga. Í vísitölu launa á fyrsta ársfjórð- ungi gætir áhrifa bæði nýrra og eldri kjarasamninga ríkis og sveitar- félaga við nokkur stéttarfélög. Ekki gætir lengur áhrifa ein- greiðslu sem kveðið var á um í kjarasamningum fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og stéttar- félaga opinberra starfsmanna sem voru undirritaðir á vormánuðum 2011. Kom sú eingreiðsla til útborg- unar í janúar 2014 og hafði áhrif til 0,1 prósents hækkunar vísitölu launa á ársgrundvelli. - ngy Laun ríkisstarfsmanna hækkuðu um 7,4 prósent frá fyrsta ársfjórðungi 2014: Laun ríkisstarfsmanna hafa hækkað AÐ STÖRFUM Laun iðnaðarmanna hækkuðu minnst. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SLYS Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um hádegisbil í gær, er göngumaður slasaðist á fæti. Var maðurinn á göngu ásamt félögum um Þverártindsegg í sunnanverðum Vatnajökli þegar hann slasaðist. Barst tilkynningin frá Björg- unarfélagi Hornafjarðar en aðstæður til björgunar voru erfiðar, þar sem maðurinn var staddur í átta hundruð metra hæð og í umtalsverðum bratta. Ferðafélagar mannsins höfðu samband við björgunarsveitina og bjuggu um manninn í neyðar- skýli á meðan beðið var björgun- ar. -ga Þyrlan kölluð á vettvang: Slasaðist á fæti á Vatnajökli BRETLAND Breska leyniþjón ustan hefur undanfarna daga þurft að færa starfsmenn sína í starfi vegna gagna sem Edward Snow- den tók með sér frá Bandaríkjun- um og lak á netið. Telja Bretar Kínverja og Rússa hafa komist í gegnum dulkóðun gagnanna. Snowden hefur fram til þessa sagt að engin stjórnvöld kæmust nokkurn tíma í umrædd skjöl, en þau hlaupa á milljónum talsins. Þegar hafa vestrænar leyni- þjónustur þurft að draga útsend- ara sína úr nokkrum löndum vegna skjalanna, en í skjölunum má finna upplýsingar um að- gerðir og aðferðir. -ga Skjöl Snowdens líklega opin: Óttast um ör- yggi útsendara ALÞINGI Frumvarp allsherjar- og menntamálanefndar alþingis um eflingu tónlistarnáms verður rætt á þingfundi á morgun. Í frumvarpi nefndarinnar er lagt til að framlengja samning milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjárstreymi úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til handa sveitarfélögum landsins til að standa straum af tónlistar- kennslu og taka á brýnum vanda í fjármögnun tónlistarnáms á landinu. Frumvarpið kemur seint fram og því þarf að kalla eftir afbrigðum til að geta tekið málið á dagskrá. - sa Menntamálanefnd þingsins: Vilja stórefla tónlistarnám TÓNLISTARNÁM Alþingisnefnd vill beita jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að efla tónlistarnám. SAMGÖNGUR Enn er bið eftir því að hálendisvegir landsins verði opnir almenningi. Mikill snjór er víða á hálendinu sunnanverðu sem gæti haldið vegunum lokuð- um í nokkrar vikur í viðbót. Samkvæmt Vegagerðinni eru snjóalög í meðallagi á hálendinu norðanverðu og gætu því vegir opnast þar innan tíðar. Vegagerð- in vinnur að því að ryðja sumar leiðir til að flýta fyrir bráðnun á vegunum. Einnig hefur leysinga- vatn þau áhrif að blautir vegir gætu eyðilagst fljótt ef umferð um þá yrði opnuð. - sa Mikill snjór enn á fjöllum: Hálendisvegir flestir lokaðir LANDMANNALAUGAR Ekki viðrar svona vel á þá sem leggja leið sína á hálendið í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BANDARÍKIN Engar frekari upp- lýsingar hafa borist vegna stroku- fanganna David Sweat og Richard Matt sem flúðu hámarksöryggis- fangelsi nokkurt í New York. Eru liðnir níu dagar síðan þeir brutust út með rafmagnsverkfærum og skriðu svo í gegnum rör og út í holræsakerfið. Höfðu þeir komið brúðum fyrir í rúmum sínum sem blekktu fangaverði. Íbúar á svæðinu eru óttaslegnir vegna þessa og telja fangana lík- lega til að vera í nágrenninu. -ga Strokufangar enn ófundnir: Níu dagar frá stroki fanganna 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 C -9 1 4 C 1 6 2 C -9 0 1 0 1 6 2 C -8 E D 4 1 6 2 C -8 D 9 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.