Fréttablaðið - 11.09.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.09.2015, Blaðsíða 2
Á haustin þyngist umferð verulega á álagstímum í höfuðborginni. Hér má sjá ástandið við Ártúnsbrekku klukkan 8.31 í gær. Fréttablaðið/Pjetur Það er útlit fyrir hæglætisveður sem er kærkomin tilbreyting. Reyndar mun ákveðin sunnanátt leika um íbúa fyrir austan. Hann hangir væntanlega þurr vestan til og eitthvað gæti sést til sólar, en í öðrum landshlutum verður rigning og gæti orðið algjört úrhelli á suðausturhorninu. Hiti 8 til 14 stig. Sjá Síðu 30 Veður Bíll vil bíl í morgunumferðinni Landbúnaður „Við fengum fræ af kakóplöntum fyrir þremur árum og stærsta plantan er orðin einn og hálfur metri á hæð, við vonumst til að fá kakó af henni fljótlega,“ segir Guðríður Helgadóttir, skóla­ stjóri Garðyrkjuskólans á Reykjum í Hveragerði. Fimm plöntur þykja vænlegar og blómstra í hitabeltis­ gróðurhúsi. Í gróðurhúsinu er komin góð reynsla af ræktun kaffibauna. Þar eru fimm kaffirunnar sem gefa af sér góð aldin. „Það verður góð kaffibauna­ uppskera í ár, einn runni gefur gul aldin og annar rauð, þetta er mjög fínt kaffi. Fyrir ári buðum við fólki að kaupa kaffi af okkur, þá gat fólk bæði keypt sér kaffibolla og tekið með sér kaffi heim. Að sjálfsögðu var þetta dýrara en kaffi úti í búð, enda er ekki mikið magn í boði en þetta vakti mikla lukku. Ég er viss um að með vaxandi ferðamannaiðnaði gæti einhver ræktað íslenskt kaffi og kakó til sölu.“ Gróðurhúsið er frægast fyrir ban­ anaræktun sína. „Hér í Hveragerði er stærsta bananaplantekra í Evrópu, segir Guðríður. „Það er enginn svona snarbilaður eins og við Íslendingar að rækta banana á norðurhjara veraldar. Svo ræktum við litlar villi­ appelsínur sem eru rosalega góðar í alls konar marmelaði.“ Guðríður segir ljóst að sérfram­ leiðsla sem þessi sé alltaf dýrari enda plássfrek. Aðrir hluti vegi þar á móti. „Við erum með okkar eigin hita­ veitu þannig að við erum ekki að greiða fyrir það. Við gætum verið að rækta miklu fleiri tegundir en við gerum núna. Þetta er skemmtilegt verkefni og sögulegar minjar sem við erum að reyna að varðveita því við erum búin að rækta hitabeltis­ gróður í sextíu ár í Hveragerði.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Rækta kakó- og kaffibaunir í gróðurhúsi í Hveragerði Í hitabeltisgróðurhúsi á Reykjum í Hveragerði hefur gengið vel að rækta kakó- plöntur síðustu ár og þar er von á fyrstu uppskeru. Kaffibaunaplöntur hafa verið ræktaðar þar árum saman og íslenski kaffisopinn dýr en eftirsóttur. ELDUR & HITI Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Lokað laugardaginn 12. september 29.900 11 KWÖugur gashitari Er frá Þýskalandi 34.900 Eldstæði með loki FULLT VERÐ 34.900 29.900 FULLT VERÐ 29.900 24.900 ViðSkipti Hagnaður Gilhaga, einka­ hlutafélags Arnalds Indriðasonar rithöfundar, nam 120 milljónum króna eftir skatta í fyrra. Einungis tvisvar áður hefur félagið skilað meiri hagn­ aði, en árið 2012 og árið 2009 var hagn­ aðurinn 139 milljónir. Eignir Gilhaga í lok ársins 2014 námu rúmum 629 milljónum en árið 2013 námu þær rúmum 507 millj­ ónum króna. Þær hækka því um 22 milljónir á milli ára. Tekjur Gilhaga eru einkum komnar vegna sölu bóka. Arnaldur Indriða­ son er þekktasti íslenski núlifandi rithöfundurinn og seljast bækur hans víða erlendis. Hann hefur verið í hópi söluhæstu rithöfunda á Íslandi um margra ára bil. Hann fékk heiðurs­ verðlaun á Útflutningsverðlaunum forseta Íslands árið 2015. – jhh Bækurnar skiluðu Arnaldi 120 milljónum Guðríður Helgadóttir segir fyrstu kakóuppskeruna væntanlega. Fréttablaðið/Vilhelm bandaríkin Talsmaður Hvíta húss­ ins  greindi frá því í gær  að Obama Bandaríkjaforseti hafi áhuga á því að Bandaríkin taki á móti að lágmarki 10 þúsund sýrlenskum flóttamönn­ um á næsta fjárlagaári sem hefst 1. október. Frá því að borgarastyrjöldin í Sýr­ landi braust út hafa Bandaríkin boðið 1.500 flóttamenn velkomna. Hingað til hafa stjórnvöld í Banda­ ríkjunum talið bestu lausnina að veita fjárhagsaðstoð en um fjórum milljörðum dollara hefur verið varið í málefni sýrlenskra flóttamanna. Obama forseti mun hafa áhuga á að Bandaríkin axli ábyrgð með móttöku fleira flóttafólks. – srs Bandaríkin taki við 10 þúsund flóttamönnum FLóttamannamáL Fréttavefurinn EU Observer greindi frá því í fyrradag að EFTA­ríkin, Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein, gætu átt refsingu yfir höfði sér ef þau taka ekki þátt í breytingum á Dyflinnarreglugerðinni sem snúa að móttöku hælisleitenda. Fréttaveitan hefur eftir ónafn­ greindum embættismanni innan Evrópusambandsins að ef ríkin fjögur sætti sig ekki við breytingar og þróun á reglugerðinni geti farið svo að þeim verði vísað úr samstarfinu utan um reglugerðina. – srs Gætu rekið Ísland úr Dyflinnar - reglugerðinni Obama telur að Bandaríkin geti gert gott betur. NordicPhotos/AFP 1 1 . S e p t e m b e r 2 0 1 5 F Ö S t u d a G u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b L a ð i ð 1 1 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 0 F -A 5 8 4 1 6 0 F -A 4 4 8 1 6 0 F -A 3 0 C 1 6 0 F -A 1 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.