Fréttablaðið - 11.09.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.09.2015, Blaðsíða 18
SKOÐUN Útgreiddar vaxtabætur munu lækka um hvorki meira né minna en 1.500 millj- ónir. N ý fjárlög sýna að fórnirnar sem við færðum á síðasta kjörtímabili eru að skila þeim árangri að ríkisreksturinn skilar myndar- legum afgangi. Hann væri enn meiri ef ríkisstjórnin hefði ekki sett afslátt af auðlindagjöldum í forgang. En það er sárt að sjá að þeir sem færðu fórnirnar fá ekki ávinninginn af viðsnúningnum. Skilaboðin til barnafjölskyldna í fjárlagafrumvarpinu eru ein- föld: Haldið áfram að flytja burt af landinu. Hækk- andi laun valda því að grimmar tekjuskerðingar og tekjuviðmið í barnabóta-, vaxtabóta-, fæðingaror- lofs- og húsaleigubótakerfi skilja fleiri og fleiri fjöl- skyldur á meðaltekjum eftir án nokkurs stuðnings af hálfu hins opinbera. Útgreiddar vaxtabætur munu lækka um hvorki meira né minna en 1.500 milljónir. Þessum stuðningskerfum var í upphafi ætlað að jafna aðstöðu þorra fólks eins og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum, en þau eru nú að breytast í láglaunabætur. Nú hefði verið kjörið að nýta svigrúm til að rýmka þessi skerðingarmörk í stað þess að láta þau óhreyfð. Það þarf líka að bæta í framlög til húsnæðismála. Ný framlög til leiguíbúða leysa ekki húsnæðis- vandann og það er athyglisvert að þau eru einungis jafnhá og það sem ríkið sparar sér með því að ryðja meðaltekjufólki út úr vaxtabótakerfinu. Framlögin eru því í raun tilflutningur á peningum en ekki aukning til húsnæðismála. Við í Samfylkingunni höfum lagt fram frumvarp til að tryggja að aldraðir og örorkulífeyrisþegar njóti umsaminna lágmarkslauna upp á 300.000 krónur. Það er ekki sæmandi að ætla öldruðum og þeim sem geta ekki unnið fyrir sér að lifa á lægri framfærslu en almennt er viðurkennt að sé lág- marksviðmið. Það er gott að fella niður tolla á fötum og skóm, en óskiljanlegt að ríkisstjórnin rembist áfram við að halda matarverði háu með ofurtollum á matvæli. Best hefði verið að nýta allt svigrúm til skattalækk- ana til að lækka tryggingagjaldið: Styðja þannig við nýsköpun og þekkingu og auðvelda fyrirtækjunum að hækka laun. Glötuð tækifæri í fjárlögum Árni Páll Árnason formaður Sam- fylkingarinnar www.netto.is Kræsingar & kostakjör Frábær tilboð! kartöflur í lausu frá frakklandi 59 kr/kg Frábært verð! Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Þeim hefur fjölgað mikið sem þiggja fjárhagsað- stoð sem og bætur úr al- mannatrygg- ingakerfinu. Það hlýtur að vera áhyggju- efni og tilefni til breytinga. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur, Björk Vilhelmsdóttir, segir aumingjavæðingu í gangi hjá borginni. Þetta eru stór orð komandi frá manneskju sem hefur helgað sig velferðar-málum á sínum pólitíska ferli sem spannar yfir áratug í borgarpólitíkinni. Í föstudagsviðtalinu í Fréttablaðinu í dag segir Björk meðal annars: „Þú færð meira með því að eiga svolítið bágt, meiri athygli og meiri bætur.“ Hún skefur ekkert utan af því og heldur áfram: „Að sjálfsögðu á samfélagið að veita fólki fjárhagsaðstoð sem ekki getur veitt sér neina björg sjálft. En að hafa fólk sem er vinnufært á fjárhagsað- stoð á sama tíma og okkur sárvantar strætóbílstjóra, fólk í heimaþjónustu, fólk á frístundaheimilin og allt þetta. Það er bara algjörlega galið.“ Björk segir starfsfólk þjónustu- miðstöðva og Samband sveitarfélaga vilja breytingar. Það sé velferðarsvið sem standi því fyrir þrifum í borginni. Flokkssystir Bjarkar, þingmaðurinn Oddný G. Harðar- dóttir, gagnrýndi fjármálaráðherra í umræðum um fjár- lagafrumvarpið fyrir að bætur Tryggingastofnunar haldist ekki í hendur við lágmarkslaun. Bjarni sagðist ósammála því að bætur eigi að vera jafn háar launum; mikilvægt sé að réttir hvatar séu í kerfinu þannig að fólk sjái ávinning í því að fara aftur út á vinnumarkað. Bjarni bætti við að ör þróun bótaþega síðustu tvo áratugina væri alvarlegt mál. Oddný sagði viðhorf ráðherrans sorgleg. Fólk kjósi ekki að vera á bótum. „Öryrkjar eiga margir hverjir ekkert val. Og það er skylda samfélagsins að standa þannig að málum að þeir sem hafa meira á milli handanna gefi eftir getu.“ Öll hafa þau að einhverju leyti rétt fyrir sér. Margir öryrkjar og þeir sem þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaga eiga ekkert val. En það vegur þungt þegar burðarás jafn- aðarmanna í velferðarmálum segir málaflokkinn veik- leikavæddan og að kerfið búi til vandamál. Ef staðreyndin er sú að fólkið á gólfinu sem vinnur beint með fólkinu sem þiggur opinbera aðstoð er að verða vitni að þessari þróun sem Björk og Bjarni eru sammála um er ljóst að breytinga er þörf og orð Oddnýjar marklaus. Þeim hefur fjölgað mikið sem þiggja fjárhagsaðstoð sem og bætur úr almannatryggingakerfinu. Það hlýtur að vera áhyggjuefni og tilefni til breytinga. Kerfið einblínir um of á veikleika fólks og síður á styrkleika þess. Pétur heitinn Blöndal barðist enda hart fyrir því að starfsgeta fólks yrði metin frekar en örorka þeirra. En það er einnig brýnt að í kerfinu sé innbyggður hvati fyrir fólk til þess að koma sér úr þeim aðstæðum sem koma í veg fyrir að það bjargi sér sjálft. Séu dæmi þess að bótakerfið sé fátækragildra næstu kynslóða verður að taka á því um leið. Fjárhagslegi hvatinn er sterkur, enda er undarlegt að það borgi jafn vel að vera á bótum og að vinna störf sem gefa lægstu launin. Fyrsta skrefið er að setja skilyrði fyrir því að fólk geti átt rétt á þessari aðstoð hins opinbera. Það er augljóst mál að þeir sem eru sannarlega vinnufærir en neita því að leggja sig fram geta ekki átt sama rétt og aðrir í þeim efnum. Lögum sem koma í veg fyrir slík skilyrði þarf að breyta. Strax. Hjálpum þeim til að hjálpa sér sjálf Frá degi til dags Halldór Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Banka ekki upp á hjá hagstofunni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lýsti þeirri skoðun sinni í Bítinu á Bylgjunni í gær að Schengen-sam- starfið væri í hættu og að aðgerðir í flóttamannamálum væru að leysast upp í vitleysu. Réttilega bendir hann á að regluverk ESB geri flótta- fólki erfitt fyrir við að komast til Evrópu til dæmis með flugi. Hann virðist gramur út í Schengen-sam- starfið og hefur áhyggjur af því að hætt sé að skrá fólk inn í sameigin- leg landamæri Evrópu. Sigmundur virðist þó ekki taka það með í reikninginn að fólkið sem um ræðir er að flýja ein blóðugustu stríðs- átök 21. aldarinnar og mikil ör- vænting ræður ríkjum við að koma sér til meginlands Evrópu. Að banka upp á hjá hagstofum á hjara Evrópu er óttaslegnu flóttafólki ef- laust ekki ofarlega í huga. enn ein skýrslan Þing er komið til starfa eftir sumar- frí og keppast þingmenn við að koma sínum hjartansmálum á dag- skrá. Nokkrir úr röðum stjórnar- flokkanna óskuðu eftir skýrslu um hagræn áhrif kvikmyndagerðar. Það er vel að stjórnmálamenn sýni kvikmyndagerð á Íslandi áhuga enda vaxandi iðnaður. Þó vekur það athygli að þetta er í annað sinn á innan við ári þar sem Alþingi óskar eftir skýrslu af þessum toga. Væri ekki til dæmis gjöfulla að verja tíma og fjármagni í aukin framlög til kvikmyndasjóðs frekar en að rita enn eina skýrsluna? stefanrafn@frettabladid.is 1 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 F Ö s t U D A G U r 1 1 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 0 F -A F 6 4 1 6 0 F -A E 2 8 1 6 0 F -A C E C 1 6 0 F -A B B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.