Fréttablaðið - 11.09.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 11.09.2015, Blaðsíða 26
Friðrika Hjördís Geirsdóttir umsjónarkona Lífsins | rikka@365.is Álfheimar 74 | 517 8500 Mikið úrval af vönduðum og fallegum, meðgöngu- og brjóstagjafafatnaði ásamt fallegu barnavörunum okkar Haustvörurnar eru komnar í Tvö Líf U ndanfarnar vikur hef ég verið að vinna að þáttunum mínum Hjálparhönd sem sýnd- ir eru á Stöð 2. Þar fá áhorfendur að kynnast þeim sem gefa tíma sinn til hjálpar öðrum á einhvern hátt. Laun þeirra sem eru sjálfboðaliðar eru ekki mæld í krónum og aurum heldur kær- leiksríkum tilfinningum. Það er hverjum manni hollt að hjálpa náunganum og leggja sín lóð á vogarskálarnar og búast ekki við neinu til baka nema ánægj- unni einni saman. Það kom mér svo sem ekki á óvart að það fólk sem ég hef kynnst á þessu ferða- lagi eigi það sameiginlegt að vera með stórt hjarta og sé innst inni að fylgja ákveðinni köllun í líf- inu. Það er gefandi að fá að kynn- ast slíkum einstaklingum, það er nefnilega ákveðinn kraftur í góð- mennskunni. Þú safnar ekki ein- ungis karmastigum með því að koma vel fram við fólk heldur er það beinlínis hollt fyrir líkama og sál. Góðmennsku mætti á vissan hátt hreinlega líkja við lífsnauð- synlegt næringarefni fyrir hug og hjarta. Öll getum við unnið að því að vera betri hvert við annað og liggur þá beinast við að byrja á okkur sjálfum. Hvernig bregstu við? Þú og enginn annar stjórnar því hvernig þú bregst við orðum og hegðun annarra, þú ræður því hvort þú takir því persónu- lega eða látir eins og vind um eyru þjóta og látir ekkert raska þinni stóísku ró. Streita hefur mikil áhrif á líf okkar og hvern- ig við komum fram við aðra. Séu einstaklingar undir miklu álagi getur það komið fram í hvössum orðasamskiptum og niðurrífandi gagnrýni. Það er enginn nema þú sem hefur stjórn á þínum huga og getur vanið hann á að velja frek- ar jákvæðar og uppbyggilegar hugsanir. Þegar þú lendir í stöðu þar sem þér finnst þú gjörsam- lega vera að tapa þér, andaðu þá að þér og reyndu að einbeita þér að einhverju sem fær þig til að líða vel. Það tekur tíma að venja hug og líkama við nýjar venj- ur. Gefðu þér að minnsta kosti mánuð til þess að breyta hugar- farinu. Opnum augun Góðmennska getur verið vand- meðfarin því stór munur er á því að vera góður við einhvern af því að þú vorkennir viðkomandi eða af því að þú lítur á einstak- linginn sem jafningja og langar hreinlega til að vera góður af því að það fær lífið til þess að verða einfaldlega skemmtilegra. Hrein góðmennska felst líklega í því að ætlast ekki til neins til baka því engan verðmiða er hægt að setja á tilfinningar en verðlaun- in eru augljós.Gefum okkur tíma til þess að opna augun og líta í kringum okkur, er einhver þér nákominn sem vantar hjálp eða geturðu gefið hluta af tíma þínum til hjálpar ókunnugum? líFið mælir með Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 umsjón Friðrika Hjördís Geirsdóttir rikka@365.is l ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir erlabjorg@365.is l auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is l forsíðumynd Anton Brink Lífið www.visir.is/lifid Nú þegar kólna fer í veðri þá teygir maður sig gjarnan eftir heitum drykk. til að verja gegn flensu, kvefi og hita kroppinn er þjóðráð að dreypa á jurtatei. Í verslunum er hægt að kaupa úrval af tei, bæði með jurta- bragði en einnig til að seðja sæta tóna því hægt er að fá te með súkkulaði, kanil og lakkrís. Hver og einn ætti að geta fund- ið sér bragð við hæfi og njóta þess að ylja kroppinn með bráð- hollum heitum drykk. tedrykkju Hlín Reykdal skartgripahönn- uður hlustar á fjölbreytta tóna þegar hún fer í ræktina en lögin eiga það öll sameiginlegt að koma manni úr sporunum. fleiri lagalista má finna á reikningi Heilsuvísis á Spotify. Younger Seinabo Sey Kygo Remix SoLo Dancing indiana StoLe the Show Kygo King yeaRS & yeaRS Fun Pitbull King Kunta KendRicK lamaR unicorn baSement Jaxx StanD StiLL Flight FacilitieS maRio baSanov Remix BarBra StreiSanD ducK Sauce waLKing with eLephantS ten WallS Tónar skarTa sínu fegursTa Góðmennska er næringarefni sálarinnar Þegar þú lendir í stöðu þar sem þér finnst þú gjörsamlega vera að tapa þér, andaðu þá að þér og reyndu að einbeita þér að einhverju sem fær þig til að líða vel. Heilsuvísir 2 • lÍfIÐ 11. SeptembeR 2015 1 1 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 0 F -E 5 B 4 1 6 0 F -E 4 7 8 1 6 0 F -E 3 3 C 1 6 0 F -E 2 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.