Fréttablaðið - 11.09.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.09.2015, Blaðsíða 10
✿ 4.000.000 Sýrlendinga eru flúnar úr landi 600.000 sýrlenskra flóttamanna eru í Jórdaníu 1.900.000 sýrlenskra flótta- manna eru í Tyrklandi 1.100.000 sýrlenskra flótta- manna eru í Líbanon 6.000 hafa drukknað í Miðjarðarhafi á flótta frá árs- byrjun 2014 50 hafa Íslendingar samþykkt að taka á móti 272.550 flóttamönnum hefur verið hleypt inn í Evr- ópusambandið Flóttamenn annars staðar í heiminum Bretlan d Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa hvatt bresk stjórnvöld til þess að gera miklu meira fyrir flótta- fólk, sem undanfarið hefur streymt til Evrópu frá Sýrlandi, Afganistan, Erítreu og fleiri löndum. „Ég hef rætt við David Cameron forsætisráðherra og skorað á hann að taka afgerandi forystu á heims- vísu og mannúðlega forystu vegna þess að Bretland hefur líka haft ávinning af innflytjendum og fólks- flutningum,“ sagði Ban í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina ITV. Bretar hafa verið meðal þeirra Evr- ópuþjóða, sem einna tregastar hafa verið við að taka við flóttafólki. Á mánudaginn skýrði Cameron þó frá því að á næstu árum muni Bretar taka við allt að 20 þúsundum af þeim sýrlensku flóttamönnum, sem komnir eru til Evrópu. Evrópusambandið hefur kynnt áætlun um að aðildarríki þess muni taka við 160 þúsund flóttamönnum, en í gær sagði Sigmar Gabriel, vara- kanslari Þýskalands, að þessi áætlun væri aðeins dropi í hafið. Ef menn vilji vera kurteisir, þá sé reyndar hægt að segja þetta fyrsta skrefið. Hann sagði að nú þegar hafi 450 þúsund flóttamenn komið til Þýska- lands það sem af er árinu, en þýsk stjórnvöld reikna með að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum nú í ár. Gabriel sagði að í  ágústmánuði einum hafi 105 þúsund flóttamenn komið til Þýskalands og 73 þúsund á fyrstu átta dögum septembermán- aðar. Alls eru tugir þúsunda flótta- manna á ferðinni frá Grikklandi og Ítalíu norður eftir. Margir stefna til Þýskalands og margir vilja komast alla leið til Svíþjóðar, en Svíþjóð og Þýskaland hafa verið opnari en önnur Evrópuríki fyrir því að taka við flóttamönnum. Ungverjar hafa hins vegar mán- uðum saman unnið að því að setja upp gaddavírsgirðingu meðfram landamærum Serbíu, og reikna nú með því að ljúka því verki í næsta mánuði. gudsteinn@frettabladid.is Hjálparáætlun sögð vera eins og dropi í hafið Varakanslari Þýskalands segir kvótahugmyndir Evrópusambandsins engan veginn duga til þess að leysa vanda flóttamanna. Ban Ki-moon hvetur Breta til að gera miklu meira fyrir flóttamenn. Bretar eru meðal þeirra þjóða Evrópu sem tregastar hafa verið til að taka við flóttafólki. Flóttafólk í bænum Idomeni á Grikklandi, rétt sunnan landamæra Makedóníu, bíður þess í úrhelli að geta haldið áfram för sinni norður. NordicPhotos/AFP ferðaþjónuSta Reynsla ferðamanna af Reykjavík var afar góð í ár en 97 prósent kváðu hana frábæra eða góða. Enginn hafði slæma reynslu af borginni. Þetta kemur fram í könnun RRF sem gerð var fyrir Höfuðborgar- stofu. Þetta er besta niðurstaðan sem mælst hefur frá því RFF hóf kannanir fyrir Höfuðborgarstofu árið 2004. Einnig kemur fram að konur voru nokkru ánægðari með Reykjavík en karlar, fólk yfir 55 ára enn ánægð- ara en þeir yngri og ferðamenn frá Norðurlöndunum, Bretlandi og Norður-Ameríku voru ánægðari en fólk frá öðrum svæðum. Spurt var um afþreyingu fólks í borginni. 78% fóru á veitingahús og helmingur ferðamanna verslaði og fór í dagsferðir frá Reykjavík. Þriðjungur stundaði næturlífið, söfn og sund. Þátttakendur voru beðnir um að meta gæði afþreyingar og fengu dags- ferðir og sundlaugarnar hæstu ein- kunn. Verslun fékk sístu einkunnina af þeim átta liðum sem teknir voru fram, eða 6,9 af 10 mögulegum. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust nær allir, eða 98,3%, myndu mæla með Reykjavík við aðra. Einar Bárðarson, fráfarandi for- stöðumaður Höfuðborgarstofu, segir að niðurstöður könnunarinnar hafi verið ótrúlega jákvæðar á síðasta ári og því hafi hann ekki búist við að þær yrðu enn betri í ár. Hann segir marga eiga þátt í þessari góðu upplifun ferðamanna. „Ferðaþjónustan í hvaða formi sem hún er, verslunin og borgar- búar eiga sinn hlut í þessu. Þetta er frábær viðurkenning fyrir alla þá sem leggja sig fram og bjóða erlendum gestum í borginni okkar góðan dag,“ segir Einar. – ebg Ferðamönnum þykir Reykjavík frábær Reynsla ferðamanna af Reykjavík* Frábær: 62% Góð: 34% Sæmileg: 3% Léleg: 0% *Niðurstöður byggjast á 707 svörum erlendra brottfararfarþega í Leifsstöð frá janúar til apríl 2015. Þetta er frábær viðurkenning fyrir alla þá sem leggja sig fram og bjóða erlendum gestum í borginni okkar góðan dag. Einar Bárðarson, frá- farandi forstöðumaður Höfuðborgarstofu alþingi Þingflokkur Bjartrar fram- tíðar hefur á nýjan leik lagt fram frumvarp um að íslenska ríkið setji sér eigendastefnu um Landsvirkjun. Lagt er til að fjármálaráðherra setji fram eigendastefnu ríkisins í formi þingsályktunartillögu á fjögurra ára fresti. Lög um opinber fjármál gera ráð fyrir að sett verði eigendastefna um fyrirtæki í eigu ríkisins. „Það er gríðarlega mikilvægt. Ég tel svo að við eigum að eiga Lands- virkjun en við verðum að vera meira inni í því hvað fyrirtækið er að gera,“ segir Björt Ólafsdóttir, fyrsti flutn- ingsmaður frumvarpsins. Hún segir að við sem eigendur gætum setið í súpunni ef við fylgj- umst ekki nægilega vel með. „Sem þjóð þurfum við að vera meðvitaðri um hvað fyrirtækið gerir og hvernig það er að fjárfesta. Hingað til höfum við ekki verið nægilega meðvituð um fyrirtækið.“ – sa Leggja aftur fram frumvarp um eigendastefnu fyrir Landsvirkjun Landsvirkjun hefur síðustu ár skilað miklum hagnaði. Mynd/Landsvirkjun Sem þjóð þurfum við að vera með- vitaðri um hvað fyrirtækið gerir og hvernig það er að fjár- festa. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar 1 1 . S e p t e m B e r 2 0 1 5 f Ö S t u d a g u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 1 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 0 F -D B D 4 1 6 0 F -D A 9 8 1 6 0 F -D 9 5 C 1 6 0 F -D 8 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.