Fréttablaðið - 11.09.2015, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.09.2015, Blaðsíða 14
Ég var kosin í borgarstjórn árið 2002, en nú ætla ég að biðjast lausnar eins og það heitir á næsta fundi borgar stjórnar,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi í þrettán ár, lengst af sem formaður velferðarráðs í Reykja- vík.  Hún er búin að fá nóg af stjórn- málum og stefnir á ný mið. „Mér finnst minn tími vera kominn. Ég finn að ég er búin að segja það í borgarstjórn sem mig langar að segja og berjast fyrir því sem ég vildi berjast fyrir.“ Björk segist nú ætla að fara að huga að sjálfri sér og gera það sem hana langar til. „Ég ætla að byrja á því að fara sem sjálfboðaliði til Palestínu þar sem ég ætla að vera fram yfir áramótin. Þegar ég kem heim ætla að ég að gerast félagsráðgjafi á nýjan leik og fara aftur til uppruna míns.“ Til staðar fyrir fólkið Björk átti farsælan feril sem félagsráð- gjafi áður en hún hóf ferilinn í póli- tík. Í Palestínu ætlar Björk að vinna með sjálfboðaliðasamtökum kvenna sem reka friðarhús á Vesturbakkanum, IWPS.  „Maður getur svo sem ekki skipulagt sig alveg frá a-ö því það gerist svo margt óvænt í Palestínu. En planið er að fara að vinna í bændasamfélagi þar sem er ólífuræktun. Starfið felst í því að hjálpa bændum við tínsluna, vernda þá því þetta svæði er umkringt landnemabyggðum. Það er búið að ræna landinu af bændum og landnem- arnir eru heittrúaðir. Þeir hafa gert allt til að koma í veg fyrir tínsluna. Því fleiri vestrænir sjálfboðaliðir því betra því þá hemja þeir sig aðeins í ofbeldinu. Svo vonandi fæ ég að fylgja börnum sem búa við landtökubyggðir í skólann. Það er alltaf verið að áreita börnin. Svo ætla ég bara að vera til staðar fyrir fólkið, eins og maður segir. Og segja kannski frá því á samfélagsmiðlum hvað er um að vera til þess að vekja áhuga fólks á þessum aðstæðum.“ Er staðan ekki vonlaus í Palestínu, eru einhver merki um að málin leysist? „Nei, hún er alls ekkert vonlaus. Her- námið er vonlaust en ástandið er ekki vonlaust. Palestínumenn trúa enn að þarna geti orðið friður og þeir hafa samþykkt tveggja ríkja lausn á þessu svæði og samþykkt meira að segja að Ísraelar fái miklu meira land en þeir fengu upprunalega frá Sameinuðu þjóðunum 1948. Þeir eru komnir með um 80 prósent af öllu landinu sem áður var Palestína undir sín yfirráð, en þeir fengu 50 prósent í upphafi. Svo eru þeir enn að ræna landinu fyrir nýjar land- tökubyggðir.“ Björk ætlar að reyna að komast inn á Gasasvæðið þar sem mestu átökin hafa verið. „Það er mjög óljóst hvort verður af því. Það er erfitt að komast þangað, hátt flækjustig og undir ákvörðunar- valdi Ísraelshers hvort maður kemst inn. Manninum mínum var til dæmis meinað að fara þangað inn nú á dögun- um, en hann hefur alltaf getað ferðast þangað síðastliðin ár.“ Hagsmunaöflin ráða of miklu En hvers vegna að hætta í pólitíkinni? „Ég er orðin þreytt á þessum minni- háttar ágreiningsefnum sem oft eru gerð að stórum málum í íslenskri póli- tík. Ég aðhyllist sáttapólítík. Því kjós- endur, borgarbúar, landsmenn, eru ekkert í eðli sínu bara sammála einum flokki. Það eru ótrúlega fáir þannig. Okkur greinir hugmyndalega á. Ég til dæmis vil hafa háa skatta á efna- meira fólk til þess að geta veitt góða samfélagsþjónustu og jafnað kjör til barnafjölskyldna sem allar opinberar tölur sýna að eru verst setti hópurinn. Þannig að ég trúi að skattkerfið sé jöfnunartæki. Sjálfstæðismenn vilja hins vegar lækka skatta ríkra og gera ríka fólkið enn þá ríkara sem ég skil ekki alveg. En við getum tekið ákvarð- anir sem eru málamiðlanir. Í dag er svolítið verið að gera annaðhvort eða. Allur auðlegðarskatturinn er tekinn af í stað þess að gera samkomulag um að hann haldist að hluta til vegna þess að stór hluti þjóðarinnar vill meiri jöfnuð og vill að þeir sem hafa meira á milli handanna gefi meira til sam- félagsins,“ útskýrir Björk og bætir við að við hugsum of mikið um það sem sundrar okkur. „Í flokkapólitíkinni, sem ég hef verið í stóran hluta minnar fullorðin- sævi, eru ótrúlega fáir sem hugsa bara eins og þeir sem aðhyllast stefnu síns flokks. Af því að fólk er með svo marga eigin hagsmuni, og einhverja heildar- sýn um hvernig samfélagið eigi að líta út. Við erum lítið samfélag þar sem fjölskyldubönd eru sterk og tengsl fólks á milli. Mér finnst að stjórnmálin þurfi að ná sátt og vera tilbúin að segja við hagsmunaöflin: nei, hingað og ekki lengra. Hagsmunaöflin ráða alveg ótrúlega miklu í allri pólitík.“ Alltaf að verða meiri anarkisti Þér finnst stjórnmálamenn litaðir af hagsmunatengslum? „Já, alveg þvers og kruss. Ég segi stundum, að mér finnist stjórnmálamennirnir ráða alltof litlu því þeir eru í svo miklu samráði við hagsmunahópa,“ segir Björk og heldur áfram. „Svo finnst mér embættismenn ráða mjög miklu í kerfinu, það er alltaf lögfræðin sem ræður. Okkur langar oft að gera eitt og annað en lögfræðin seg- ir: nei, það má ekki. Þið verðið að gæta meðalhófs, jafnræðisreglu, sveitar- stjórnarlaga,“ útskýrir Björk. „Það er margt sem mann langar að gera en þá kemur borgarlögmaður, og ég hef ekk- ert á móti henni persónulega, og segir: heyrðu, jafnræðisregla stjórnsýslulag- anna kemur í veg fyrir að þú getir veitt fjármagn til þessa verkefnis.“ Björk segir breytingar hægar innan kerfisins og hún sé orðin leið á því. „Þannig að inn á milli er ég alltaf að verða meiri anarkisti í mér. Við réðum frábæran sviðstjóra velferðar- sviðs, Stefán Eiríksson, sem kom mjög sterkur inn. Hann er lögfræðingur sem leggur áherslu á að vinna á grundvelli laga, en stundum pirra lögin mig svo. Ég læt hann stundum heyra það!“ segir Björk og hlær. Björk er stundum kölluð Mamma stáltá þar sem hún er óhrædd við að segja fólki til syndanna. Hún segir frekar eigi að líta á styrkleika fólks heldur en að kortleggja alltaf veikleika fólks. Fréttablaðið/Vilhelm þarf fólk bara Stundum spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir segir velferðarkerfið alltof upptekið af því að kortleggja veikleika fólks. Hún vill skilyrða fjárhagsaðstoð, en hefur ekki haft erindi sem erfiði sem formaður velferðarráðs. Björk segir skilið við borgarmálin, ætlar að fara sem sjálfboðaliði til Palestínu og svo aftur til upprunans og starfa sem félagsráðgjafi þar sem hún ætlar að rannsaka það sem hún kallar veikleikavæðingu velferðarkerfisins. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is FöStudagSviðtalið 1 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 F Ö s t U D A G U r14 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð 1 1 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 0 F -B 4 5 4 1 6 0 F -B 3 1 8 1 6 0 F -B 1 D C 1 6 0 F -B 0 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.