Fréttablaðið - 11.09.2015, Blaðsíða 28
Þið skapið stemninguna sjálf með hvort öðru.
Að kveikjA á kynlífi
„Par leggst dauðþreytt
til hvílu en spurningin
hangir í loftinu, er
stuð fyrir smá kelerí?
Eða kannski ekki
kelerí, kynlíf, jafnvel
samfarir.“
Við leggjumst upp í rúm eftir langan dag, krakk-arnir sofnaðir (í sínu rúmi!) og við andvörp-
um. „Ertu þreytt?“ segir hann og
horfir á mig næstum gleypa hann
í stórum geispa. Ég tek utan um
hann, kyssi hann blíðlega, klíp að-
eins í typpið hans, nudda smá pung-
inn og býð honum góða nótt.
Segir mér hugur að þetta séu
dæmigerðar samræður víða um
heim. Par leggst dauðþreytt til
hvílu en spurningin hangir í loft-
inu, er stuð fyrir smá kelerí? Eða
kannski ekki kelerí, kynlíf, jafn-
vel samfarir. Hér nefnilega getur
fólk lent í skilgreiningarflækju. „Æ
nei, ekki núna ég ætla bara að fara
sofa,“ er sagt og svo rúllað sér yfir
á aðra hliðina, frá bólfélaganum,
og sængin dregin þétt upp að höku
og augum lokað, eða ekki. Þetta
nei getur þýtt svo margt en til að
styggja ekki, eða kannski frekar,
til að vekja ekki löngun sem ekki er
nenna til að klára þá er auðveldara
að segja bara nei og fara að sofa.
„Æ ekki núna, ég nenni ekki.“
Okkur hefur verið kennt að
byrja ekki á neinu sem við sjáum
ekki fyrir okkur að klára. Ekki
strjúka nema þú ætlir alla leið í
fullnæginguna. Annars ertu bara
með leiðindi, nú eða enn þá verra,
þín bíður skylda að ljúka höfnu
verki. Þetta finnst mér leiðinleg-
ur skilningur á hvernig megi rækta
nánd á þessum örfáu þreyttu mín-
útum í lok dags.
Bara það að sýna hvort öðru
innilega ást með strokum og koss-
um þarf ekki að þýða að nú séu
samfarir eftir fimm mínútur. Svo
allir viðstaddir séu með það á
hreinu þá má bara taka það fram.
„Ástin mín, mig langar aðeins að
knúsast en ég er mjög þreytt/-ur“
og svo má láta höndina renna eftir
bakinu, jafnvel klípa smá í rass-
inn, og upp eftir innanverðu lær-
inu. Þú berð ekki ábyrgð á fullnæg-
ingu bólfélagans eða örvun. Það
er allt í lagi að örvast kynferðis-
lega og sofna út frá því. Það þarf
ekki allt að enda í fullnægingu og
þetta felur ekki í sér neina sérstaka
stríðni, þetta er bara innileg snert-
ing sem aðeins þið eigið og með
því að strjúka hvort öðru þá teng-
ist þið. Það er þessi nánd. Með lít-
illi innilegri snertingu er lagð-
ur grunnur að nánd sem dregur
fólk hvort að öðru. Þannig skapar
þú stemningu fyrir kynlíf seinna
meir, helst með tilheyrandi unaði
fyrir alla viðstadda.
Ekki strjúka kynfærin!
Hver og einn hefur sínar reglur
um sinn líkama en það getur verið
mjög frelsandi að mega strjúka
kynfærin varlega án þess að það
þurfi að leiða eitthvert annað
en inn í draumalandið. Geturðu
ímyndað þér hversu huggulegt það
er að sofna með aðra hönd á dún-
mjúku brjósti eða jafnvel utan um
pung eða lim?
Stór liður í að fá pör til að endur-
stilla sig í kynlífi byggir einmitt á
þessum innilegu strokum án kyn-
ferðislegra merkinga, svoköll-
uð focus sensate-meðferð þróuð af
Masters og Johnson. Þar er fyrst
lögð áhersla á strokur utan kyn-
færa og kannski þurfið þið það á
meðan þið eruð að venjast slíkum
strokum og leyfa ykkur að slaka á
og njóta þeirra.
Það þarf því ekki alltaf kertaljós
og kósí tónlist til að skapa stemn-
inguna. Þið skapið stemninguna
sjálf með hvort öðru og þegar inni-
legar strokur verða hluti af ykkar
snertingu við hvort annað, fer það
að hafa áhrif á hvernig þið talið við
hvort annað og um hvort annað.
Prófaðu bara.
Ef þú hefur spurningu um
kynlíf þá getur þú sent
Siggu Dögg póst og
spurningin þín gæti birst í
Fréttablaðinu.
sigga@siggadogg.is
Viltu spyrja um kynlíf?
Haustið er ein af mínum uppá-
halds árstíðum. Ég hugsa að það
sé vegna þess að mér finnst fátt
huggulegra en þegar það er byrj-
að að dimma á kvöldin, maður
getur kveikt kertaljós og haft
það huggulegt. Mér finnst metn-
aðurinn sem kemur yfir fólk á
haustin líka svo skemmtileg-
ur. Allir að byrja í skóla, í rút-
ínu í vinnunni eða á fullu í lík-
amsræktinni. Þessi orka finnst
mér skemmtileg og eiginlega
nauðsynlegur partur af haust-
inu, þó svo að það væri auðvi-
tað skemmtilegra ef orkan héld-
ist allt árið um kring. Líkams-
ræktarstöðvarnar eru nú þegar
byrjaðar að fyllast að nýju eftir
sumarið og mér finnst alltaf jafn
skemmtilegt að sjá hversu marg-
ir eru að hugsa sér til hreyfings.
Sumir eru byrjendur en aðrir
lengra komnir og mér fannst til-
valið að rifja upp nokkur góð
heilræði tengd líkamsræktinni í
tilefni haustsins.
Hvert er markmið líkams-
ræktarinnar?
Þegar byrjað er í líkamsrækt
skal alltaf hafa í huga hvers
vegna maður er að þessu. Ertu að
hreyfa þig til þess að vera með
strandarlíkama fyrir Spánarferð-
ina næsta sumar, komast í kjólinn
fyrir jólin eða geta notað buxur
í stærð XS eða ertu að hreyfa
þig til þess að breyta lífsstílnum
þínum til frambúðar? Til þess að
geta elt krakkana þína eftir fimm
ár, til þess að geta hjálpað vinum
þínum við að flytja, haft orku
sem endist út daginn og mögu-
lega, ef þú ert heppinn, reyna að
minnka líkurnar á því að fá lífs-
stílstengda sjúkdóma?
Hugsarðu lengra en nokkra
mánuði fram í tímann?
Ætlarðu að taka þig á í mataræð-
inu í september vegna þess að þig
langar svo að líta vel út eða vegna
þess að þig langar að líða vel? Ætl-
arðu aldrei að leggja þér brauð,
pasta, gos, nammi, ís, kökur,
ávexti, mjólkurvörur eða hvað það
nú er sem þér finnst vera óhollt
til munns aftur? Hefurðu próf-
að það áður en sprungið á endan-
um? Fengið endalaust samvisku-
bit vegna þess að þú „máttir ekki“
fá þér þessa brauðsneið sem end-
aði með því að öll vikan var ónýt
hvort sem var og legið í sukki
þangað til næsta mánudag þegar
næsta átak byrjaði? Er ekki kom-
inn tími til þess að breyta hugar-
farinu til hins betra?
Þetta er langhlaup, ekki
spretthlaup
Til þess að ná árangri til fram-
búðar er mikilvægt að spyrja sig
„af hverju er ég að leggja þetta
á mig?“ Þegar maður horfir á ár-
angur eingöngu frá útlitslegu
sjónarhorni verður maður aldrei
ánægður nema rétt á meðan six-
pakkið stendur út eða bísepp-
inn fyllir út í ermina. Hins vegar
ef markmiðið er alltaf að geta
gert aðeins fleiri armbeygjur eða
upphýfingar, borðað hollan mat
vegna þess að þú ert orkumeiri
eða líður betur í maganum, geta
tekið aðeins meira í bekk, gengið
upp á aðeins hærra fjall, minnka
líkurnar á að fá sykursýki 2 eða
einfaldlega geta haldið á barna-
barninu á meðan það er í pöss-
un hjá þér eru allar líkur á því
að þú eigir eftir að ná markmið-
inu og gott betur en það. Byrjum
hægt og rólega að breyta lífsstíln-
um okkar, tökum lítil skref í einu,
verum ekki of hörð við okkur og
höfum gaman af þessu. Þá fara
hlutirnir að gerast!
Heilræði fyrir Haustið
Nanna Árnadóttir
íþróttafræðingur
„Þessi orka finnst
mér skemmtileg og
eiginlega nauðsynlegur
partur af haustinu,
þó svo að það væri
auðvitað skemmtilegra
ef orkan héldist allt
árið um kring.”
Blómavali Skútuvogi
Frábær
tilboð á meðan
fyrirlestri
stendur
ÓKEYPIS FYRIRLESTUR
MIÐVIKUDAGINN 16. SEPTEMBER KL. 17:00 – 18:30
Benedikta fjallar um:
Hvernig þú lætur drauma þína rætast og lifir
hamingjusömu lífi.
Hvernig þú tekur á vandamálum og gerir lífið að
ævintýri.
Matti fjallar um:
Hugarfarið, heilsan og hamingjan.
Ert þú að vökva mikilvægustu fræin þín?
Skráning á namskeid@husa.is
eða í síma 525 3000.
BENEDIKTA JÓNSDÓTTIR
Sölustjóri og heilsuráðgjafi Heilsutorgsins
MATTI ÓSVALD STEFÁNSSON
Heilsufræðingur og ACC m
arkþjálfi
TRYGGÐU ÞÉR SÆTI MEÐ SKRÁNINGU
TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ.
ALLIR VELKOMNIR
Fáðu þér áskrift í síma 1817 eða á 365.is
ENDALAUST TAL OG
10 GB Á 3.990 KR.*
Færðu farsímann yfir til 365 og fáðu frábært
sjónvarpsefni á fáránlega góðu verði.
Allt það besta hjá 365
*Gildir fyrir áskrifendur í tilboðspökkum 365
Heilsuvísir
4 • LÍFIÐ 11. SEptEmbEr 2015
1
1
-0
9
-2
0
1
5
0
6
:2
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
0
F
-D
1
F
4
1
6
0
F
-D
0
B
8
1
6
0
F
-C
F
7
C
1
6
0
F
-C
E
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
6
4
s
_
1
0
_
9
_
2
0
1
5
C
M
Y
K