Fréttablaðið - 30.07.2015, Side 12

Fréttablaðið - 30.07.2015, Side 12
30. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 loKsins aftuR sumAr...íS ÍSinn Sem færiR þéR sumaRið er kOminn aftur. ekTa rjóMaís Með kókOs, áStaraLdini, mangó og súKkulaðIdropUm. BANDARÍKIN Donald Trump nýtur mests fylgis meðal spænskumæl- andi kjósenda af þeim sem sækj- ast eftir útnefningu Repúblik- anaflokksins í Bandaríkjunum til forsetaframboðs að því er ný könnun Public Policy Polling leið- ir í ljós. Forskot Trumps er ekki mikið. Alls sögðust 34 prósent spænsku- mælandi kjósenda geta hugsað sér að kjósa hann en 31 prósent sagðist hugsa sér að kjósa Jeb Bush, einn keppinauta Trumps. Þá kemst Trump ekki nærri tölum Hillary Clinton, eins fram- bjóðenda demókrata, en 61 pró- sent spænskumælandi kjósenda sagðist geta hugsað sér að kjósa hana. „Það særði mig að heyra ein- hvern tala á svona grófan máta,“ sagði Jeb Bush á þriðjudagskvöld í viðtali hjá sjónvarpsstöðinni MSNBC og vísaði þar til ummæla Trumps, sem sagði mexíkósk yfirvöld senda nauðgara og aðra glæpamenn til Bandaríkjanna. Donald Trump hefur haldið því fram frá því ummælin féllu að hann myndi njóta mikils fylgis spænskumælandi Bandaríkja- manna. Athygli vakti að viðtalið við Bush fór eingöngu fram á spænsku en Bush talar málið reiprennandi eftir að hafa flust sautján ára að aldri til Mexíkó þar sem hann kenndi börnum ensku. Í landinu kynntist hann svo eigin- konu sinni, hinni mexíkósku Col- umba Bush. - þea Auðjöfurinn er vinsælli en aðrir repúblikanar hjá rómönskum en kemst hvergi nærri Hillary Clinton: Bush sár út í Trump sem nýtur mests fylgis NEPAL Hindúar í Nepal munu ekki lengur fórna dýrum í tonnavís til heiðurs gyðjunni Gadhimai á hátíð sem hefur farið fram á fimm ára fresti undanfarin 300 ár. Að þess- ari ákvörðun komst stjórn muster- is Gadhimai í Nepal í gær. „Stundin til að skipta út drápum og ofbeldi fyrir friðsamlega til- beiðslu og fögnuð er runnin upp,“ sagði talsmaður musterisins í gær. Musterið stendur í borginni Bariy- arpur, 160 kílómetrum sunnan við höfuðborgina Katmandú. Uxum, geitum, kjúklingum og fleiri dýrum hefur verið slátrað á undanförnum hátíðum. Á síðustu hátíð, árið 2014, var um 250.000 dýrum slátrað. Árið 2009 slátruðu hátíðargestir um 500.000 dýrum til heiðurs Gadhimai. Flest dýrin voru afhöfðuð. - þea Nepalar munu ekki lengur fórna til heiðurs gyðju: Hlífa 500.000 dýrum HÁTÍÐ Hingað til hafa hindúar sem tilbiðja gyðjuna Gadhimai slátrað hundruðum þúsunda dýra á fimm ára fresti í Nepal. NORDICPHOTOS/AFP UMDEILDUR Donald Trump mælist með mest fylgi spænskumælandi kjós- enda meðal repúblikana. NORDICPHOTOS/AFP GRIKKLAND Alexis Tsipras, for- sætisráðherra Grikklands, hefur varað þingmenn Syriza, sem hann gegnir formennsku í, við því að mögulega muni hann boða til annarra kosninga til að losna við uppreisnarseggi úr flokknum. Nokkrir flokksmenn kusu gegn frumvörpum hans sem sett voru fram til að greiða fyrir viðræð- um um nýja neyðaraðstoð fyrir Grikkland. Tsipras sagðist neyddur til að boða til kosninga nyti hann ekki meirihluta á þinginu í gær. Hann sagðist enn fremur vilja sjá neyðar aðstoðarsamning kláraðan á meðan hann gegndi embætti. - þea Forsætisráðherra í viðtali: Alexis Tsipras hótar kosningum HÓTUN Nokkrir flokksmanna Alexis Tsipras styðja hann ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA FRAKKLAND Rannsakað er hvort flugvélarbrak sem fannst á frönsku eyjunni Réunion í Ind- landshafi í gær sé hluti vélar Malaysia Airlines, MH370, sem hvarf yfir Indlandshafi í mars í fyrra. Brakið er hluti af væng sams konar vélar og MH370. Flugöryggisstofnun Frakk- lands segir unnið að því að finna rannsóknarstofu við hæfi. Búist er við því að nokkrar vikur taki að skera úr um hvort brakið sé úr fyrrnefndri flugvél. - þea Týnd flugvél kannski fundin: Fundu brak á franskri eyju TYRKLAND „Áætlunin um örugga svæðið er ætluð til að stöðva Kúrda en ekki Íslamska ríkið (ISIS). Tyrk- ir ættu að vinna með Kúrdum til að bola Íslamska ríkinu burt,“ sagði Selahattin Demirtas, formaður flokks Kúrda á tyrkneska þinginu, við BBC í gær. „Aukið samstarf verður nú á landamærasvæðinu og aukinni orku verður varið í samstarfið,“ sagði John Kirby, talsmaður utan- ríkisráðuneytis Bandaríkjanna, en Bandaríkjastjórn og ríkisstjórn Tyrklands vinna nú að áætlun sem sögð er miða að því að bola Íslamska ríkinu burt frá landamærum Tyrk- lands og Sýrlands. Íslamska ríkið fer nú með völdin á 90 kílómetra landræmu á svæðinu. Á öðrum hlutum landamæranna fara YPG, hersveitir verkamanna- flokks Kúrda (PYD) í Sýrlandi, með völdin. YPG hafa nýverið sakað Tyrki, sem vinna með þeim í bar- áttunni gegn Íslamska ríkinu, um að skjóta sig í bakið. Tyrkir blönd- uðu sér nýverið í baráttuna við Íslamska ríkið eftir árásir þess á Tyrkland, meðal annars á bæinn Suruc, nálægt landamærunum. YPG og PYD eru nátengd Verka- mannaflokki Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem Tyrkir gerðu ólöglegan á sínum tíma. Tyrkir varpa um þess- ar mundir sprengjum á bæði PKK og Íslamska ríkið úr lofti en PKK berjast einnig við Íslamska ríkið. Tyrkneska ríkisstjórnin lýsti því yfir í vikunni að árásir PKK á Tyrki gerðu friðarviðræður milli aðila ómögulegar, en deilur PKK og Tyrkja hafa stigmagnast undan- farnar vikur. Tyrkir líta bæði á Ísl- amska ríkið og PKK sem hryðju- verkasamtök. „Það er ómögulegt að ræða um frið við þá sem ógna þjóðaröryggi okkar og bræðralagi,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, um PKK. „Tyrkneska ríkisstjórnin óttast stofnun sjálfstæðs ríkis Kúrda á svæði sem nú tilheyrir Sýrlandi,“ sagði Demirtas. Hann bætti því við að Erdogan, forseti Tyrklands, myndi aldrei leyfa því að gerast og myndi reyna að koma í veg fyrir stofnun ríkisins. Sama hvað nauð- synlegar aðgerðir kostuðu. thorgnyr@frettabladid.is Formaður segir Tyrki ætla að ráðast á Kúrda í Sýrlandi Formaður flokks Kúrda á Tyrkjaþingi gagnrýnir áform um að bola ISIS burt frá landamærunum við Sýrland. Tyrkir sagðir nota stríðið gegn ISIS til að fela árásir á Kúrda. Kúrdar stýra núna stórum hluta landamæranna. Tyrk- neska ríkis- stjórnin óttast stofnun sjálfstæðs ríkis Kúrda á svæði sem nú tilheyrir Sýrlandi. Selahattin Demirtas, formaður flokks Kúrda á tyrkneska þinginu. STRÍÐSÁSTAND Þessir liðsmenn hernaðararms Verkamannaflokks Kúrda berjast gegn óeirðalögreglu í Tyrklandi. NORDICPHOTOS/AFP 2 9 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 8 -C 5 3 C 1 5 9 8 -C 4 0 0 1 5 9 8 -C 2 C 4 1 5 9 8 -C 1 8 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.