Fréttablaðið - 30.07.2015, Side 16

Fréttablaðið - 30.07.2015, Side 16
30. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 „Er þetta meistari Maggi Kjart- ans?“ – „Já, er það blaðamaðurinn? Sæll.“ – „Margblessaður. Heyrðu, ég var að hringja í Helga Björns, hann er í Singapúr þannig að þú ert næstur á lista. Ég er að skrifa greinaflokk um alls kyns útivist og áhugamál landsmanna og það er komið að hestunum, og …“ – „Já, neinei.“ – „Ha?“ – „Ég get aldrei orðið nein varaskeifa fyrir Helga Björns.“ – „Ehhh, já. Sko, nei, ég hérna … Þið Helgi eruð náttúrlega félagar í hestunum, og ég þorði ekki að hringja í þig beint. Og ætlaði að koma Krísuvíkurleiðina að þér.“ – „Núnú, jæja, þú náðir að krafla þig út úr þessu á einhvern undirfurðu- legan hátt. Jújú, ég get svo sem alveg leyft þér að skreppa á bak.“ Fréttablaðið heldur sínu striki og þreifar á þeim áhugamálum sem snúa að útivist og landsmenn stunda af kappi. Vel yfir 20 þúsund manns í hestamennskunni Hestamennskan er líklega sú sem á sér dýpstar rætur, þeir sem eru í hestamennsku eru þar ekki nema af lífi og sál. Þetta er lífs- stíll. Landssamband hestamanna er þriðja stærsta sérsambandið innan ÍSÍ, á eftir knattspyrnu og golfi. Þá er miðað við þá sem skráðir eru í hestamannafélög, um 17 þúsund manns, en miklu fleiri stunda hestamennsku án þess að vera félagsbundnir þannig að full- yrða má að miklu fleiri stundi þetta sport. En, hestamennskan er sérkenni- leg að því leytinu til að þeir sem halda hesta fara í svokallaða sleppi- túra snemma að vori; og senda hross sín í haga. Einmitt þegar maður hefði haldið að veðrið væri þannig að vert sé að ríða út. „Jájá, þetta er svolítið sérstakt. Á sumrin eru hrossin mikið til í haga, safna forða og verða feit og löt,“ segir Magnús Kjartansson, „þetta er að verulegu leyti vetraríþrótt.“ En, það þýðir ekki að hesta- mennska sé ekki stunduð að sumri til. Síður en svo. Maggi, goðsögn í lifanda lífi sem einn helsti tón- listarmaður þjóðarinnar í áratugi, hefur fengist við hestamennsku allt frá því hann var strákur. Og hann hefur tekið að sér verkefni fyrir Íshesta, sem er stærsta fyrirtæki á sviði hestaferða sem um getur, og hefur verið lengi. Maggi hefur verið fararstjóri í slíkum ferð- um, farið með hópa ferðamanna á hestum um hálendi Íslands. Sjálf- ur heldur hann hesta, á átta hross og er með þau í hólfi við Sogið, steinsnar frá óðali sem hann hefur verið að reisa undanfarin fjögur ár í Grímsnesinu. Maggi hafði góð- fúslega fallist á að gefa blaðamanni nasasjón; hvað það er sem er svona heillandi við hestamennskuna. Við vorum að ræða það hvort ekki væri rétt að fá einhverja góða til að slást í för með okkur í stuttan reiðtúr. „Á ég ekki bara að fá Bó og Geirmund með?“ spurði Maggi. Jú, það væri náttúrlega alveg algjört afbragð. „Já, nei, það eru nú þeir tveir Íslendingar sem ég myndi síst færa lappirnar mikið frá jörðu,“ segir Maggi. „Neinei, ég held að það sé rétt að fá næstu köntrístjörnu Íslands með í för. Ómar Axelsson.“ Það steinliggur og ber vel í veiði. Köntríið *1) og hestamennska fer saman eins og flís við rass. Og þegar Maggi byrjar að þylja upp feril Ómars í hestamennskunni, framkvæmdastjóri síðasta Lands- móts, tamningamaður hjá Sigur- birni Bárðarsyni hestamanni með meiru … þá var það slegið. Magnús hefur „svikið“ Hafnar- fjörðinn, hvar hann hefur verið búsettur undanfarna áratugi og er fluttur upp í Grímsnesið, í námunda við Kerið, þar sem hann býr ásamt konu sinni Sirrí, Sigríði Kolbrúnu Oddsdóttur flugfreyju, eins og blóm í eggi. Við Ómar fórum í samfloti á vit Magga í sveitina. Ómar hefur verið á bólakafi í hestamennsku frá því hann var drengur í sveit. Og látið til sín taka á vettvangi hesta- mennskunnar. Hann útskýrir fyrir blaðamanni í löngu og ítarlegu máli ýmis blæbrigði hestamennskunnar, að hún hafi þróast mjög frá því að bændur notuðu hestana til að fara yfir, með fætur út í loftið og kaup- staðalyktin lá í loftinu. Jafnframt kom á daginn að þeir tveir, hann og Maggi, eru búnir að stofna köntrí- hljómsveit: Axel Ó og co. Þar er valinn maður í hverju rúmi; Sig- fús Óttarsson á trommur, Jóhann Ásmundsson á bassa, Sigurgeir Sig- mundsson á gítar og svo þeir tveir. Sannkallað stórskotalið. Axel ólst að verulegu leyti upp í Bandaríkj- unum, í Texas, og þar fékk hann köntríið beint í æð. Trúbrot var í hestamennskunni Magnús var að smíða pall við hús sitt, við annan mann, þegar okkur Axel bar að garði og fengum við höfðinglegar móttökur, Sirrí reiddi fram fyllta sveppi og skyrköku með berjum. Þarna ætlar hljóm- sveitin að troða upp eftir hálfan mánuð, bjóða vinum og velunn- urum í lautar ferð og kynna þeim nýja íslenska köntrítónlist. Maggi, sem er með skemmtilegri mönnum, sögumaður af guðs náð og meðan hann er að taka til hnakka og beisli segir hann svo frá að hann, ásamt öðrum þeim í hinni goðsagna- kenndu hljómsveit Trúbrot, hafi verið heilmikið í hestamennskunni, þá með Flosa Ólafssyni. Þetta er kafli sem ekki hefur verið færður til bókar í tónlistarsögunni. „Ég lít nú á Flosa sem minn mentor í hesta- mennskunni.“ Við fórum við svo búið í reit þar sem Magnús er með hross sín og króuðum þau af með bandi. Reitur- inn er við Sogið og þrisvar á sumri er mýflugutímabil. Það er núna og mökkur af flugu, sem sótti í hross- in. Þau voru óróleg vegna flugunnar en vel gekk þó að ná þeim og beisla. Svo var stigið á bak. Á hestbaki er hver maður konungur Blaðamaður er stirðbusi, nýgræð- ingur í hestamennskunni og hefur sárasjaldan komið á hestbak, og það fer ekkert á milli mála þegar hann er að reyna að færa þessa reynslu til bókar – innanverð læri, rass og bak eru úr lagi gengin þannig að nú er erfitt um gang. Hann fékk þó þægan og þýðan hest undir sig en söngvarinn og köntrístjarnan Axel fékk að sjálfsögðu hvítan gæðing. Svo var farið um sveitir þarna milli Grímsness og Þingvalla, við Álftavatn þar sem til dæmis Ólafur Laufdal veitingamaður er búinn að koma upp, af miklum myndarbrag, hóteli og sumarhúsabyggð. Í kvöld- sólinni og stórkostlegu veðri. Þarna var fagurt um að litast og Magnús kunni skil á hverri þúfu, og er vel að sér um innviði samfélagsins eftir að hafa kennt tónfræði þar í sveitinni í vetur sem leið. Og hesta- mennskan er kjörin til að kynnast bændum. Flótta- og hjarðdýr Og málin rædd. Blaðamaður er orð- inn óhemju ánægður með sig. Þetta gekk betur en hann hafði þorað að vona, en frómt frá sagt var hann hálf skelkaður þegar hann brölti á bak hesti sínum. Ómar var búinn að segja honum að aldrei mætti gleyma því að hestar séu lifandi skepnur, með sjálfstæðan vilja, þroska á við tveggja ára barn og sumir séu meira að segja fól og geri allt til að koma þeim sem vill á bak illa. „Hesturinn er flóttadýr og sá hestur sem kann það ekki er ekki hestur,“ sagði Magnús spek- ingslega. Flóttadýr? Hmmm … „En, þeir eru fyrst og fremst hjarðdýr þannig að hann er nú ekkert að fara með þig neitt.“ Og, það fór vel á með hrossinu og nýgræðingnum, sem þóttist fljótlega býsna góður á baki og sljákkaði ekki einu sinni í sjálfsánægjunni þegar Maggi sagði að það væri farið tíu sinnum hraðar yfir á hálendisferðum. Kvennasport Þeir fallast fúslega á það, Maggi og Axel, að það sé partur af því að vilja vera í hestum að það er töff að vera á hesti. „Á hestbaki er hver maður konungur,“ segir Axel. Þó er það svo að þeir hópar sem Magnús hefur verið að fara með um hálend- ið eru svo til alfarið konur. Erlend- ar konur. Svo virðist að víðast hvar erlendis sé hestamennska algjört kvennasport, ríkra kvenna sport. Magnús segir vel ganga að fara með þessa hópa, enda mæti fólk yfirleitt vel undirbúið og upplýst til leiks. Öfugt við Íslendingana sem halda að hestamennskan sé þeim í blóð borin. Eins og með svo margt annað, en þetta sé hins vegar mikill misskilningur. En, til að gera langa sögu stutta þá var þessi reiðtúr, nú í vikunni, í þessum fína félagsskap á þessum líka fínu hestum Magnúsar, slík upplifun að það má vel skilja hvers vegna fólk sækir í að kynnast landi sínu af hestbaki. *1) Orðaskýringar. Helsti köntrí- bolti Íslands, Bo Halldorsson, hefur skammað blaðamann fyrir íslenska útfærslu á orðinu country, eða country and western tónlist. „Fyrir norðan segja menn kántrí, en í Memphis Hfj segja menn köntrí,“ segir Bo, og þá er það þannig. Köntrí og hestar sem flís við rass Tónlistar- og hestamaðurinn Magnús Kjartansson skaut hesti undir blaðamann Fréttablaðsins sem ótrauður heldur áfram að kynna sér hin margvíslegu áhugamál landsmanna er snúa að útivist. Með í för var næsta köntrístjarna Íslands, Ómar Axelsson – þaulvanur hestamaður. Mun ítarlegar er greint frá þessu hestaævintýri á Vísi. visir.is Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@365.is HESTARNIR KRÓAÐIR AF Það vafðist ekki fyrir Magnúsi og co. að ná hrossunum og beisla. Þarna heldur söngvarinn um annan enda bands sem notað var til að ná hross- unum en Magnús á mjög góða hesta. FRÉTTABLAÐIÐ/JAKOB BJARNAR NÆSTA KÖNTRÍSTJARNA ÍSLANDS Forsöngvari hljómsveitar- innar Axel Ó og co. á hvítum gæðingi í Grímsnesinu. FRÉTTABLAÐIÐ/JAKOB MAGNÚS LEGGUR Á HEST SINN Þrisvar á ári gýs mýflugan upp og það var akkúrat núna. FRÉTTABLAÐIÐ/JAKOB MAGNÚS KJARTANSSON ER HESTAMAÐUR AF GUÐS NÁÐ Hann hefur fengist við það, fyrir Íshesta, að vera fararstjóri í hestaferðum yfir hálendið og eru það einkum og sér í lagi erlendar konur sem sækja í slíkar ferðir. FRÉTTABLAÐIÐ/JAKOB HESTAMENN OG HLJÓMSVEITARTÖFFARAR Maggi og Axel eru nú að vinna að plötu sem vonandi verður tilbúin næsta vetur; en tónlistin er ætluð fyrir hinn gríðarstóra köntrímark- að úti í hinum stóra heimi. FRÉTTABLAÐIÐ/JAKOB 2 9 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 8 -9 D B C 1 5 9 8 -9 C 8 0 1 5 9 8 -9 B 4 4 1 5 9 8 -9 A 0 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.