Fréttablaðið - 30.07.2015, Side 50

Fréttablaðið - 30.07.2015, Side 50
30. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 30 AFMÆLISBARN DAGSINS BÍÓFRÉTTIR FRUMSÝNINGAR 41 árs Josh Radnor Þekktur fyrir: How I Met Your Mother, Not Another Teen Movie Sögur segja að leikarinn Chris Pine muni fara með hlutverk Steves Trevor í myndinni Wonder Woman sem byggð er á samnefndri teiknimynda- sögu. Gal Gadot fer með hlutverk Wonder Woman en hún er einna þekktust fyrir hlutverk sín í Fast & the Furious- myndunum. Patty Jenkins leikstýrir en hún leikstýrði til dæmis myndinni Monster með Charlize Theron í aðal- hlutverki. Áætlað er að Wonder Woman komi út árið 2017. Pine leikur Trevor Leikarinn og Íslandsvinurinn Chann- ing Tatum sem átti að fara með aðal- hlutverkið í kvikmyndinni Gambit er sagður hafa ákveðið að leika ekki í myndinni. Það er 20th Century Fox sem framleiðir myndina og er um að ræða ofurhetjumynd byggða á teiknimyndasögu og yrði þetta fyrsta hlutverk Tatum af þeim toga. Myndinni er leikstýrt af Rupert Wyatt sem meðal annars leikstýrði Rise of the Planet of the Apes. Hættur við? Fantastic Four Spennu-, ævintýra- og Sci-Fi mynd Aðalhlutverk: Kate Mara, Miles Teller, Michael B. Jordan og Jamie Bell. Frumsýnd: 5. ágúst The Gift Hryllingsmynd Aðalhlutverk: Busy Philipps, Rebecca Hall, Joel Edgerton og Jason Bateman. Frumsýnd: 12. ágúst Á þessu ári fagnar stórmyndin The Breakfast Club þrítugsaf- mæli sínu. Myndin kom út árið 1985 og var leikstýrt af John Hughes sem leikstýrði meðal annars Pretty in Pink og Home Alone. Gagnrýnendur telja mynd- ina vera eina af bestu mennta- skólamyndum sem hafa verið gerðar. Myndin var gefin aftur út í ár í Bandaríkjunum í tilefni stórafmælisins. Myndin fjallar um fimm ung- linga sem þurfa að koma í skól- ann á laugardegi í eftirsetu. Þau eru hvert úr sínum hópnum innan skólans. Eftir heilan dag saman í eftirsetunni komast þau að því að þau hafa öll mun meira upp á að bjóða heldur en steríótýpurnar sem þau hafa álitið sjálf sig vera. Með aðalhlutverk í myndinni fara Emilio Estevez, Judd Nelson, Molly Ringwald, Anthony Hall og Ally Sheedy. Öll þeirra eru talin hafa náð hápunkti á ferlinum í myndinni en ekkert þeirra hefur leikið stórt hlutverk í þekktri mynd síðan nema Anthony Hall, en hann var með sína eigin sjón- varpsseríu og lék í Batman og Edward Scissorhands. Kennar- inn sem sat yfir þeim í myndinni, leikarinn Paul Gleason, er hins vegar þekktari, en frammistaða hans í myndinni er talin einstak- lega góð. The Breakfast Club hefur verið vinsæl hjá öllum kynslóðum enda er myndin talin tímamótaverk. Fólk af öllum kynslóðum hefur séð myndina og flestir mörgum sinnum. Lokalagið í myndinni er með hljómsveitinni Simple Minds og heitir Don‘t You en það gerir gæfumuninn í að ljúka mynd- inni. Lagið er enn í dag tengt The Breakfast Club. Myndin hefur slegið svo í gegn að í dag eru veit- ingastaðir í London sem bera heit- ið Breakfast Club ásamt því að einn vinsælasti útvarpsþátturinn í Bandaríkjunum ber sama nafn. John Hughes, leikstjóra mynd- arinnar, bregður aðeins fyrir í henni. Hann leikur föður íþrótta- mannsins Brians og sækir hann í skólann. Öll útiskotin af skól- anum í myndinni eru af mennta- skólanum sem John Hughes gekk í, Blenbrook North High School. Nafn myndarinnar kom frá syni vinar leikstjórans en hann og vinir hans kölluðu það að sitja eftir í skólanum Breakfast club. Breakfast Club fagnar þrítugsafmæli Myndin kom út árið 1985 og sló í gegn. Gagnrýnendur telja hana vera eina bestu unglingamynd sem hefur verið gefi n út. ÓLÍKUR HÓPUR Unglingarnir í mynd- inni eru hver úr sínum hópnum innan skólans. MYND/GETTY LÖNG EFTIRSETA Krakkarnir kynnast hvert öðru og sjálfum sér betur í eftirsetunni. 2 9 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 9 8 -A 2 A C 1 5 9 8 -A 1 7 0 1 5 9 8 -A 0 3 4 1 5 9 8 -9 E F 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.