Fréttablaðið - 30.07.2015, Side 19

Fréttablaðið - 30.07.2015, Side 19
FIMMTUDAGUR 30. júlí 2015 | SKOÐUN | 19 Í DAG Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor Sextán repúblikanar sækjast nú eftir að verða forseti Bandaríkj- anna í kosningum 2016, fleiri en nokkru sinni fyrr. Tíðarandinn virðist efla sjálfsálit frambjóð- enda. Þetta kemur þó ekki að sök þar eð stjórnskipun Banda- ríkjanna tryggir að forseti getur enginn orðið í reynd nema hann hafi meiri hluta kjósenda eða a.m.k. mikinn hluta þeirra að baki sér. Þessi trygging hefur haldið frá öndverðu með tiltölu- lega fáum undantekningum. Frá 1860 hefur það gerzt aðeins einu sinni að forsetaframbjóðandi þar vestra hafi náð kjöri með innan við 40% atkvæða að baki sér. Abraham Lincoln var kjör- inn úr hópi fjögurra frambjóð- enda 1860 með 39,6% atkvæða. 15% forseti? Sami tíðarandi kann að verða til þess að margir gefi kost á sér í forsetakosningum hér heima 2016. Fari svo getur frambjóð- andi náð kjöri með t.d. 15% til 20% atkvæða að baki sér. Stjórn- skipan sem leyfir slíkt er hvergi við lýði í okkar heimshluta annars staðar en í Bandaríkj- unum og á Íslandi þar eð í öllum öðrum nálægum lýðræðisríkj- um með þjóðkjörnum forseta er tryggt að meiri hluti atkvæða sé að baki kjörnum forseta. Stjórn- lagaráð setti því í nýju stjórnar- skrána ákvæði um forgangs- röðun forsetaframbjóðenda til að tryggja að forseti Íslands hafi meiri hluta kjósenda að baki sér. Sú aðferð þótti skilvirk- ari og hagkvæmari en forseta- kjör í tveim umferðum eins og tíðkast sums staðar. Þetta er skýrt dæmi um skaðann sem söltun nýju stjórnarskrárinnar á Alþingi veldur fólkinu í landinu. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsl- una 20. október 2012 þar sem 2/3 hlutar kjósenda samþykktu nýja stjórnarskrá hefði Alþingi að réttu lagi átt að staðfesta niður- stöðuna fyrir og aftur strax eftir þingkosningarnar 2013 og tryggja þannig að forsetakosn- ingarnar 2016 yrðu haldnar í samræmi við nýja stjórnarskrá. Alþingi brást þessari skyldu. Af því leiðir að forsetakjörið 2016 verður haldið í blóra við nýju stjórnarskrána og verður í þeim skilningi ólögmætt og því trúlega kært til dómstóla. Líku máli gegnir um væntanlegar alþingiskosningar 2017 eða fyrr. Þær verða haldnar í andstöðu við ákvæði nýju stjórnarskrár- innar um jafnt vægi atkvæða og persónukjör og verða því bæði ólýðræðislegar og ólögmætar. Lýðræðið í landinu er í uppnámi fyrir tilverknað stjórnmála- flokka á Alþingi. Ábyrgð Forseti Íslands ber einnig ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Þegar hann í nýársávarpi sínu 2012 lét að því liggja að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri 2012 mátti skilja orð hans svo að hann væri að lýsa stuðningi við og virðingu fyrir frumvarpi til nýrrar stjórnar- skrár sem stjórnlagaráð hafði samþykkt einum rómi með þjóð- fund að bakhjarli og afhent Alþingi fimm mánuðum fyrr. Enda leyfir frumvarpið forseta Íslands ekki að sitja lengur en þrjú kjörtímabil. Ákvörðun for- setans um að hætta við að hætta eftir fjögur kjörtímabil og sækj- ast eftir endurkjöri 2012 mátti með líku lagi skilja sem stríðs- yfirlýsingu gegn nýju stjórnar- skránni. Forseti Íslands virðist líta svo á að Alþingi geti leyft sér að hunza niðurstöðu þjóðarat- kvæðagreiðslunnar 2012. Í þessu viðhorfi forsetans felst sú sýn að Alþingi sé yfirboðari fólksins í landinu þótt nýja stjórnarskráin kveði skýrt á um hið gagnstæða. Skv. þessu viðhorfi forsetans leyfist Alþingi að kalla saman þjóðfund og sérkjörið stjórnlaga- ráð til að semja nýja stjórnar- skrá og hrifsa málið síðan aftur í sínar hendur eftir hentugleikum og salta það gegn skýrum vilja kjósenda. Þar eð nýja stjórnar- skráin liggur í salti á Alþingi hefur forsetinn það nú í hendi sér að staðfesta með undirskrift sinni væntanlegt lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um fiskveiði- stjórn. Vald til þess hefði for- setinn ekki skv. nýju stjórnar- skránni, þar eð skv. henni dygðu undirskriftir 10% atkvæðis- bærra manna til að tryggja þjóðar atkvæði um málið án milligöngu forsetans. Hvers vegna? Hefði nýja stjórnarskráin gengið í gildi strax eftir alþingiskosn- ingarnar 2013 svo sem vera bar, hefði hún nú þegar létt af Alþingi og þjóðinni ýmsum mikilvægum málum með því að 10% kjós- enda hefðu þá getað tekið málin í sínar hendur og leitt þau til óvefengjanlegra lykta í þjóðar- atkvæði. Þannig hefði ekki þurft að koma til deilna á Alþingi um áframhald samningaviðræðna um aðild Íslands að ESB og ekki heldur til fjölmennra mótmæla á Austurvelli vegna málsins. Og þannig hefði verið girt fyrir áform ríkisstjórnarinnar um að afhenda útvegsmönnum verð- mætar veiðiheimildir langt fram í tímann, enda hefur nærri fjórð- ungur atkvæðisbærra manna nú ritað undir áskorun til Alþingis og forseta Íslands um að gera það ekki. Eitt dæmi enn: væru þing- menn kjörnir persónukjöri eins og 78% kjósenda kölluðu eftir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 næði Alþingi betri árangri og nyti meira álits en það gerir nú. Afrakstur Stjórnlagaráðs á fjórum mánuðum 2011 – frum- varp sem hlaut stuðning 2/3 hluta kjósenda í þjóðaratkvæða- greiðslu – er til marks um skil- virkari og vandaðri vinnubrögð. Dæmin sanna hvers vegna núverandi meiri hluta Alþingis ríður svo mjög á að brjóta gegn vilja kjósenda í stjórnarskrár- málinu. Ríkisstjórnarflokkarnir – og ekki bara þeir – munu reyna til þrautar að halda valdinu hjá sér með því að halda fólkinu niðri. Þeim má ekki haldast það uppi. Ef nýja stjórnarskráin … Ákvörðun forsetans um að hætta við að hætta eftir fjögur kjörtíma- bil og sækjast eftir endur- kjöri 2012 mátti með líku lagi skilja sem stríðsyfir- lýsingu gegn nýju stjórnar- skránni. „Femarelle er algjört undraefni fyrir mig“ -Soffía Káradóttir Náttúruleg lausn við áhrifum tíðahvarfa Forstjóri Haga hefur farið mikinn síðustu daga vegna ákvörðunar verðlags- nefndar búvöru um hækk- un á mjólkurvörum fyrr í þessum mánuði. Rétt er að árétta nokkur atriði vegna þess. Um langt skeið hafði verðlagsnefndin þá stefnu að halda verði lágu á vörum sem flokkaðar voru sem brýnustu nauðsynjar heimilanna svo sem mjólk og smjöri. Það var gert með því að halda verði þessara vara niðri en aðrar mjólkurvörur eru látnar niður greiða verð þeirra sem nefnd- in stýrir verðinu á. Þetta er auð- vitað inngrip í markaðinn og þeir, sem telja að markaðurinn eigi að ráða öllu til sjós og lands, eru ekki ánægðir með þessa aðferðafræði. En hver er árangurinn? Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofn- unar Háskóla Íslands kemur fram að undanfarinn áratug hefur raun- verð á mjólk og helstu mjólkur- afurðum farið stöðugt lækkandi. Verð afurðanna hefur ekki fylgt almennri verðlagsþróun. Á árun- um 2003–2013 hækkuðu 70% mat- vara meira en sú mjólkurafurð sem hækkaði mest. Fjölmargar skýrslur frá aðil- um eins og Samkeppniseftirlitinu, Hagfræðistofnun og verðlagseftir- liti ASÍ staðfesta að þegar kemur að álagningu og hækkunum til neytenda er verslunin mjög gróf. Þannig er lækkunum á opinberum gjöldum ekki skilað til neytenda hvort sem um er að ræða lækk- un skatta, niðurfellingar tolla eða styrkingu á gengi krónunnar. Verðlagið á innlendum landbún- aðarafurðum er aftur á móti stöð- ugra. Þannig er árang- ur af verðlagsnefnd betri en þegar horft er til ann- arra vöruflokka þar sem verslunin ræður meiru um verðlagningu. Hefur forstjóri Haga einhverjar skýringar á þessu? Fákeppni á íslenskum matvörumarkaði skýrir hátt verð Ein möguleg skýring væri sú að það ríkir fákeppni á íslenskum matvörumarkaði þar sem Hagar eru stærstir og ráða því miklu um verðlagningu mat- vöru. Það er þó athyglisvert að á einu sviði nýtist fákeppnisum- hverfi Haga þeim ekki og það er á mjólkurafurðum. Í umfjöllun Sam- keppniseftirlitsins um dagvöru- markaðinn hefur komið fram að jafnræði og samkeppni er tryggð með núverandi skipulagi þegar kemur að mjólkurafurðum. Fyrir- komulagið tryggir samkeppnis- stöðu kaupmannsins á horninu gagnvart stórum keðjum því allir fá vöruna á sama lága verðinu. Hagnaður Haga meira en 3 milljarðar króna Í kjölfarið má benda forstjóran- um á að hann þarf ekki að setja þessa hækkun út í verðlagið ef hann svo kýs því smásöluálagn- ingin er frjáls þó heildsöluverðið sé opinbert eins og fyrr segir. Til vara gæti hann látið staðar numið við 5,8% hækkunina sem hann er þegar búinn að setja út á mark- aðinn. Svigrúmið er talsvert sem marka má meðal annars af því að hagnaður Haga eftir skatta rekstr- arárið 2014–15 var 3.838 milljónir króna. Það væri annars gaman ef forstjórinn reiknaði út hvað verð- hækkanir í verslunum Haga hafa valdið miklum hækkunum á skuld- um heimilanna á síðustu árum. Það yrðu stórar tölur. Auðvitað er það ekki sanngjörn fullyrðing, en það eru fullyrðingar forstjórans ekki heldur. Forstjóri Haga mætti einn- ig svara því hvers vegna smjör hækkaði um 5,8% í smásölu frá því í október 2013 og fram í júlí á þessu ári, en þá var engin hækk- un á heildsöluverðinu. Þetta kemur fram í mælingum Hagstofu Íslands. Hann er því fyrirfram búinn að rukka fyrir helminginn af þeirri 11,6% hækkun sem verð- ur 1. ágúst. Í nýlegri verðkönnun Alþýðu- sambands Íslands kom til viðbót- ar fram, að á sama tíma og heild- söluverð mjólkurafurða stóð í stað, hækkuðu mjólkurvörur einna mest í verslunum Haga; 6,9% í Hagkaup og 5,4% í Bónus. Þetta eru miklu meiri hækkanir en vænta mátti í kjölfar breytinga á virðisauka- skatti og afnámi sykurskatts. Forstjóra Haga er ætlað að gæta hagsmuna fyrirtækisins. Það er eðlilegt og honum hefur tekist ágætlega upp. En hann er ekki og mun aldrei verða talsmaður neyt- enda. Grjótkast úr glerhöll Haga NEYTENDAMÁL Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Bænda- samtaka Íslands ➜ En hver er árangurinn? Í nýlegri skýrslu Hagfræði- stofnunar Háskóla Íslands kemur fram að undanfarinn áratug hefur raunverð á mjólk og helstu mjólkur- afurðum farið stöðugt lækk- andi. 2 9 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 9 8 -B B 5 C 1 5 9 8 -B A 2 0 1 5 9 8 -B 8 E 4 1 5 9 8 -B 7 A 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.