Fréttablaðið - 30.07.2015, Síða 18
30. júlí 2015 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR:
Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is.
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Raunverulegt mat á umhverfisáhrifum
Hvammsvirkjunar eins og núgildandi
lög kveða á um hefur aldrei farið fram.
Árið 2003 voru teknar saman upplýs-
ingar sem hefðu getað nýst í sameigin-
legt umhverfismat á þremur virkjunar-
framkvæmdum í neðri hluta Þjórsár, þ.e.
Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urr-
iðafossvirkjun. Þær upplýsingar gilda
ekki sem umhverfismat vegna allt ann-
arrar framkvæmdar árið 2015.
Tal margra sveitarstjórnarmanna um
að meta þurfi hvort þessar gömlu og
ófullnægjandi upplýsingar nægðu til að
komast hjá umhverfismati vegna fyrir-
hugaðrar Hvammsvirkjunar ber vott um
vanþekkingu.
Í umræðum á Alþingi um að færa
Hvammsvirkjun í nýtingarflokk, kom
ítrekað fram að hægt væri að víkja sér
undan lagaákvæðum um að taka tillit
til umhverfisáhrifa við gerð Ramma-
áætlunar með þeim rökum að sérstakt
umhverfismat á Hvammsvirkjun þyrfti
auðvitað að fara fram á seinni stigum.
Fulltrúar stjórnarflokkanna í atvinnu-
málanefnd tóku þetta margsinnis fram á
fundum með hagsmunaaðilum sl. vor og
vetur.
Allt önnur starfsáætlun er notuð til að
meta umhverfisáhrif af einni virkjun
á tilteknu svæði en þremur virkjunum
á miklu stærra svæði. Fjöldi vísinda-
manna hefur ítrekað bent á að í svokall-
að mat frá 2003 hafi vantað fjölmargar
grunnupplýsingar um lífríkið svo hægt
væri að greina afmarkaða þætti í vist-
kerfi Þjórsár. Það mun taka a.m.k. tvö til
þrjú ár að rannsaka og greina slíka þætti
ef lögformlega er staðið að verkinu.
Slíkt verk verður aðeins unnið með sam-
þykki viðkomandi landeigenda sem eiga
stjórnar skrárvarinn eignarrétt á landi
sínu og hlunnindum.
Umhverfi smat á Hvamms-
virkjun hefur aldrei farið fram
UMHVERFIS-
MÁL
Orri Vigfússon
formaður NASF,
Verndarsjóðs villtra
laxastofna
➜ Fjöldi vísindamanna hefur
ítrekað bent á að í svokallað mat frá
2003 hafi vantað fjölmargar grunn-
upplýsingar um lífríkið svo hægt
væri að greina afmarkaða þætti í
vistkerfi Þjórsár.
- með þér alla leið -
569 7000 Lágmúla 4 www.miklaborg.is
Nánari upplýsingar veitir
Jón Rafn Valdimarsson
löggiltur fasteignasali
sími: 695 5520
jon@miklaborg.is
20,7 millj.Verð:
Reisulegt og fallegt 80 fm sumarhús
ásamt 10 fm gestahúsi
Tæplega 2000 fm eignarlóð
Tvö svefnherbergi
Falleg lóð og næg bílastæði
Mikið og víðsýnt útsýni
yfir Þingvallavatn
Þingvöllum
Borgarhólsstekkur
Á
rlega greina fréttamiðlar frá því að Tryggingastofn-
un ríkisins þurfi að greiða eða rukka lífeyrisþega
vegna of- eða vangreiddra bóta á árinu. Í síðustu
viku sagði Fréttablaðið frá því að 87 prósent öryrkja
og ellilífeyrisþega hefðu fengið ýmist van- eða
ofgreiddar bætur á síðasta ári og að 6.500 manns skuldi stofn-
uninni meira en 100 þúsund krónur eftir endurútreikninga. Á
mánudag var svo greint frá því að hluti öryrkja skuldaði yfir
eina milljón króna vegna ofgreidds lífeyris.
Halldór Sævar Guðbergsson,
varaformaður Öryrkjabanda-
lagsins, benti á hið augljósa:
endurrukkanir upp á 100
þúsund krónur eða meira séu
högg fyrir fólk sem hafi lágar
framfærslutekjur. „Flestir
örorkuþegar eru að fá 170 til
190 þúsund krónur á mánuði
greiddar frá Tryggingastofnun. Það segir sig sjálft að ef greiða
þarf 100 þúsund krónur eða meira til baka þá kemur það hressi-
lega niður á heimilisbókhaldi hjá fólki.“ Halldór bendir einnig á
að það komi auðvitað á sama hátt illa við fólk að fá vangreiddan
lífeyri – fólk þurfi á þessum peningum að halda.
Sólveig Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá
Tryggingastofnun, segir að tilvikum þar sem öryrkjar skulda
jafnvel milljónir hafi fjölgað eftir að lögum var breytt þannig
að lífeyrisþegum var gert að sækja rétt sinn hjá lífeyrissjóðum.
Þeir sem ekki hafi áður sótt um lífeyri hjá lífeyrissjóðum eigi
uppsafnaðan rétt sem geti numið nokkrum milljónum sem
greiddar eru í eingreiðslu og valdi skerðingunni. Stundum
berist slíkar eingreiðslur frá lífeyrissjóðum um áramót sem
reiknast síðan sem tekjur yfir allt tekjuárið og valda skerðingu.
Sólveig segir þó einhver frávik eðlileg því allar lífeyris-
greiðslur séu tekjutengdar og tilgangur endurútreikninganna
sé að tryggja að allir fái réttar greiðslur að lokum.
Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar,
bendir á það í Fréttablaðinu í gær að Tryggingastofnun og
lífeyrissjóðir verði að vinna saman til að koma í veg fyrir að
þetta gerist. „Þetta er að gerast ár eftir ár og það verða allir
jafn hissa,“ segir Bergur. Sólveig segir stofnunina hafa haft
frumkvæði að viðræðum við lífeyrissjóðina um aukin rafræn
samskipti. Hins vegar gangi sú vinna hægt þar sem kerfin séu
flókin en málin séu í vinnslu.
Það er vægast sagt athugavert að það sé regla frekar en
undantekning að örorku- eða ellilífeyrir sé greiddur út með
röngum hætti. Svo röngum að þeir sem standa höllum fæti í
samfélaginu lenda mjög margir í bölvuðu basli á ári hverju til
að leysa úr þessum málum.
Þetta kerfi okkar er flókið. Það er ekkert við það að athuga
að gengið sé úr skugga um að allt sé með felldu, þeir fái réttar
greiðslur sem á því eiga rétt og ef mistök eigi sér stað séu
þau leiðrétt. Það hljómar hins vegar undarlega að 300 þúsund
manna örsamfélag sé búið að koma sér upp svo flóknu bóta-
kerfi að það taki mörg ár á gervihnattaöld að greiða úr villum
sem virðast aðeins komnar upp vegna samskiptaleysis. Samfé-
lag sem vill kenna sig við velferð getur ekki sætt sig við slíkar
skýringar.
Tölvan segir nei
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Ekki líður sá dagur
Ferðamannastraumurinn er gersam-
lega að fara úr böndunum. Ekki líður
sá dagur þar sem ekki er greint frá
axarsköftum ferðamanna. Í fyrradag
var greint frá bakpokaferðalöngum
sem rifu upp heilu mosaþekjurnar á
Þingvöllum til að einangra tjald sitt.
Í gær var greint frá ferðafólki sem
skildi eftir seyru úr ferðaklósetti á
stæði fyrir fatlaða við Leifsstöð og
síðastliðinn fimmtudag greindi Vísir
frá ferðamönnum sem gengu
örna sinna á Hafnarstéttinni
á Húsavík. Það er spurning
hvort ferðamenn hafi
alltaf verið svona til vansa
eða hvort áhugi fjölmiðla
á hægðum þeirra sé
einfaldlega meiri en
áður?
„Mér er mál“
Heiðrún Lind Marteinsdóttir lögfræð-
ingur tekur líka eftir þessu nýtilfundna
þema meðal fjölmiðla í landinu: „Ég
fæ ekki betur séð en að komin sé góð
glufa í blaðamarkaðinn til að gefa út
sérblað um hægðir útlendinga. Ég tek
því boltann og mun gefa út vikuritið
„Mér er mál“. Sérblöð hafa nú verið
gefin út af minna tilefni,“ skrifar
Heiðrún á Facebook-síðu sína. Tíðin
sem iðulega hefur verið kennd við
gúrkur mun vafalaust víkja fyrir nýju
hugtaki kenndu við það sem
ferðamenn skildu eftir á
landinu ferðamannasum-
arið 2015.
Lýðræðislegt Stokkhólmsheilkenni
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Gallup vildu flestir sjá Jón Gnarr og
Katrínu Jakobsdóttur á stól forseta.
Ólafur Ragnar Grímsson fylgdi svo fast
á hæla þeirra. Jón og Katrín hafa bæði
lýst efasemdum um slíkar fyrirætlanir
en Ólafur Ragnar er sá eini sem gæti
enn hugsað sér að bjóða sig fram
en hann hefur lýst því yfir að hann
sé enn að gera upp hug sinn. Ólafur
hefur setið lengst allra lýðræðislega
kjörinna þjóðarleiðtoga í Evrópu að
Lúkasjenkó, forseta Hvíta-Rússlands,
undanskildum og deila má um hvort
Lúkasjenkó sé lýðræðislega kjörinn. Ef
Ólafur verður forseti fjögur ár í viðbót
mætti gjarnan segja að Íslendingar
séu haldnir einhvers konar lýð-
ræðislegu Stokkhólmsheilkenni.
stefanrafn@frettabladid.is
2
9
-0
7
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
9
8
-A
C
8
C
1
5
9
8
-A
B
5
0
1
5
9
8
-A
A
1
4
1
5
9
8
-A
8
D
8
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K