Fréttablaðið - 30.07.2015, Page 20
30. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 20
Stefán Ólafsson prófess-
or fer mikinn á Eyjunni
vegna greinar minnar í
Fréttablaðinu síðastlið-
inn þriðjudag. Skrif Stef-
áns eru ofsafengin. Hann
sakar mig um að bulla og
segir orðrétt:
„Í Fréttablaðinu í dag
skrifar Guðlaugur Þór
Þórðarson Alþingismað-
ur svo makalausa grein
um málið þar sem hann
afflytur gróflega mál-
flutning minn og segir að
ég vilji leggja niður allan einka-
rekinn þátt íslenska heilbrigðis-
kerfisins.“
Staðhæfingar Stefáns
Á nokkrum dögum hefur Stef-
án séð ástæðu til að skrifa tvær
greinar á Eyjuna um heilbrigðis-
mál og Sjálfstæðisflokkinn.
Förum yfir staðhæfingar Stefáns
í báðum greinunum. Fyrri grein
Stefáns ber fyrirsögnina ,,Sjálf-
stæðismenn vilja veikja Land-
spítalann“.
Þar segir hann: ,,Það er auð vitað
ekki ný frétt að frjálshyggjuhjörð-
in í Sjálfstæðisflokknum vilji rústa
opinbera heilbrigðiskerfinu.“
Stefán heldur áfram: ,,Samt
hafa Sjálfstæðismenn verið að
róa í átt til þess að veikja opin-
bera kerfið, bæði Landsspítalann
og heilsugæsluna. Þeir líta svo á
að lélegra opinbert heilbrigðis-
kerfi opni fleiri tækifæri fyrir
einkarekstur.“
Og enn skrifar Stefán: ,,Hér
áður fyrr var Sjálfstæðisflokk-
urinn meira fyrir opinbera heil-
brigðisþjónustu en nú er.“ Hann
bætir um betur og segir: ,,Þetta
gera Sjálfstæðismenn ann-
ars vegar í nafni villutrúar um
meinta yfirburði einkarekstrar á
þessu sviði (sem þó gæti átt við
á öðrum sviðum) og hins vegar
vegna þess að sumir þeirra vilja
græða sjálfir á slíkri starfsemi.“
Hverjar eru staðreyndirnar?
1. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
í samstarfi við Framsóknar-
flokkinn beitt sér fyrir að for-
gangsraðað hefur verið til heil-
brigðismála og þá sérstaklega til
Landspítalans. Þetta veit prófess-
orinn en ákveður að skrökva því
að sjálfstæðismenn vilji veikja
heilbrigðis kerfið. Tölurnar tala
sínu máli og hver sem vill getur
sannreynt þessa staðhæfingu.
2. Í hinu opinbera heilbrigðiskerfi
bæði hér, á Norðurlöndunum og í
langflestum löndum OECD starfa
bæði einkaaðilar og opinberar
stofnanir. Það er því fráleitt að
halda því fram að ef samið er
við einkaaðila þá veiki það hið
opinbera samtryggingakerfi og
hér verði heilbrigðiskerfi til með
svipum hætti og í Bandaríkjunum
eins og Stefán heldur fram.
Ef staðhæfingar prófessors-
ins ættu við rök að styðjast hefði
ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardótt-
ur sem hann starfaði í umboði
fyrir, m.a. að heilbrigðismálum,
með skipulegum hætti unnið að
,,einkavæðingu“ heilbrigðisþjón-
ustunnar og fært Íslendinga yfir
í það kerfi sem Bandaríkjamenn
búa við. Stefán skautar fram hjá
þessu í „svargrein“ sinni en reyn-
ir þess í stað að þræta fyrir tengsl
sín við þá ríkisstjórn sem hann
sat í umboði fyrir. Það skal játað
að ég hef skilning á því að Stefán
reyni að setja eins mikla fjarlægð
og kostur er á milli sín og ríkis-
stjórnar sem kenndi sig við nor-
ræna velferð.
Ég geri ekki ráð fyrir öðru en
Stefán skrifi gegn betri vitund.
Það er skárra en að prófessor í
félagsfræðum viti ekki betur og
stundi aðeins hefðbundnar póli-
tískar rangfærslur.
Seinni grein Stefáns
Í seinni greininni dregur Stefán í
land með andstöðu sína við einka-
rekstur í heilbrigðisþjónustunni
en heldur áfram að gera hann tor-
tryggilegan. Ég talaði um einka-
reksturinn á Norðurlöndunum
en Stefán segir: ,,Guðlaugur Þór
hefur oft vísað með velþóknun
til þess að Svíar hafi í tíð hægri
stjórna þar í landi aukið hlut
einkarekinna verktaka í sínu heil-
brigðiskerfi á síðustu árum. Hann
telur að við ættum að fylgja for-
dæmi þeirra í mun meiri mæli.“
Af hverju talar prófessorinn
ekki um Norðurlöndin? Ég kann-
ast við að vilja læra af Svíum
en kannast ekki við að hafa vilj-
að einskorða mig við árangur
borgaralegu flokkanna í heil-
brigðismálum þar í landi. Svíar
hafa kostnaðargreint þjónustuna
meira en við höfum gert og samn-
ingar um heilbrigðisþjónustu,
opinberar stofnanir og einkaað-
ila eru ítarlegri og nákvæmari en
þeir sem hafa verið gerðir hér á
landi. Það hefur gefið góða raun
enda held ég að allir séu sammála
um að það er betra að vita hvað
þjónustan kostar og það eykur
líkurnar á því að takmarkaðir
fjármunir nýtist sem best.
Stefán kýs að líta fram hjá
þessu og heldur áfram: „Umdeild
þróun einkavæðingar í Svíþjóð.
Ekki bætir úr skák að sum þess-
ara fyrirtækja hafa verið stað-
in að því að flytja hagnað sinn
í erlend skattaskjól. Hagnaður
slíkra fyrirtækja kemur af opin-
berum útgjöldum (ríkið greiðir
fyrir þjónustu þeirra).“
Hér talar Stefán um það eins og
eitthvert nýmæli að ríkið greiði
fyrir þjónustu þá sem einkaaðil-
ar veita! Það er einkenni á kerf-
inu á Norðurlöndunum! Það er
það sem ríkisstjórn Jóhönnu og
Steingríms gerði og allar vinstri-
og hægristjórnir á Norðurlöndun-
um hafa gert undanfarna áratugi!
Ef hætta á við einkarekst-
ur vegna þess að eigandi svík-
ur undan skatti, hlýtur einng að
koma til álita að að hætta opin-
berum rekstri vegna þess að það
hefur verið fjárdráttur starfs-
manna þar?
Að sjálfsögðu ekki. Allir sjá
firruna í slíku.
Og áfram heldur Stefán:
,,Sænska Ríkisendurskoðunin
gerði nýlega úttekt á hvernig til
hefur tekist með þessa auknu
einkavæðingu sumra þátta í
sænska heilbrigðiskerfinu.
Dómur Ríkisendurskoðunarinn-
ar er falleinkunn.“
Aftur skrifar Stefán gegn betri
vitund. Það er áhugavert að hann
er með nákvæmlega sama mál-
flutning og Rúnar Vilhjálmsson
prófessor hefur haft á opnum
fundi þar sem hann var leiðrétt-
ur.
Til að útskýra fyrir lesendum
breytingarnar í Svíþjóð vitna ég
hér beint í grein Odds Steinars-
sonar sem áður starfaði í Sví-
þjóð og er forstjóri lækninga hjá
heilsugæslunni á höfuðborgar-
svæðinu. Hann skrifaði hana í
Fréttablaðið þann 19. febrúar á
þessu ári:
,,Í Svíþjóð var innleitt breytt
kerfi í heilsugæslunni á árunum
2007-2009, en það var gert eftir
að horft var til fyrirmynda meðal
annars frá Danmörku og Noregi.
Þetta kerfi byggist á valfrelsi
einstaklingsins þar sem heilsu-
gæslur sinna ákveðnum svæð-
um, en skjólstæðingarnir geta
valið hvert þeir sækja þjónustuna
og fjármagnið fylgir með. Hvað
varðar árangur af þessu þá hafa
stóru háskólarnir gert greiningar
og niðurstaðan er sú að árangur-
inn sé almennt góður.
Jafnframt gefa aðrar stofn-
anir reglulega út greiningar á
árangri. Karolinska Institutet
hefur reglulega birt skýrslur um
árangur í Stokkhólmi. Þar jukust
læknisheimsóknir í heilsugæsl-
unni um 28% á árunum 2006-
2009 og heildarkostnaður jókst
um 2,8% á sama tíma. Árið 2006
voru það íbúar á svæðum með
háar meðaltekjur sem voru með
flestar heimsóknir, en 2009 voru
það íbúar á svæðum með lágar
meðaltekjur sem voru með flest-
ar heimsóknir til heimilislækna.
Í Gautaborg og nágrenni juk-
ust læknisheimsóknir um nærri
15% í heilsugæslunni og kostn-
aðurinn þar hefur verið undir
þessari aukningu líkt og í Stokk-
hólmi. Við kerfisbreytingarnar í
Svíþjóð fjölgaði heilsugæslum um
223 og eru nú um 1.200 á lands-
vísu. Sænska ríkisendurskoðun-
in birti í haust skýrslu þar sem
vissir þættir kerfisins voru gagn-
rýndir, en sú skýrsla hefur verið
umdeild og verklagi við hana mót-
mælt harðlega af til dæmis VG
region (Gautaborg og nágrenni),
sem gerði athugasemdir um að
notuð hefðu verið röng viðmið.“
Á Pressunni og heimasíðu
minni gudlaugurthor.is geta les-
endur nálgast þær skýrslur beint
sem vitnað er til.
Hvað gerðu
vinstrimenn í Noregi?
Það eru til fleiri Norðurlönd en
Svíþjóð. Hvað hefur verið gert í
Noregi? Ef við tökum heilsugæsl-
una sem dæmi þá starfa heimilis-
læknar mun meira sjálfstætt í
þeim löndum sem við viljum bera
okkur saman við en á Íslandi.
Í nýlegri skýrslu Health Con-
sumer Powerhouse er Holland
í efsta sæti í Evrópu hvað varð-
ar gæði heilbrigðisþjónustu. Þar
er mjög öflugt kerfi sjálfstæðra
heimilislækna. Noregur er efst
Norðurlandanna, eða í 3. sæti.
Norðmenn innleiddu „Fastlege“-
kerfi á landsvísu í heilsugæsl-
unni 2001, en það var vinstri-
stjórn Stoltenbergs sem innleiddi
það kerfi og með því var heimilis-
læknum leyft að starfa sjálfstætt.
Þá vantaði um 1.000 heimilis-
lækna á landsvísu en sá vandi er
að stærstum hluta leystur. Ef það
má ekki læra af Svíþjóð getum
við þá lært af Noregi?
Kostnaðargreining,
eftirlit og valfrelsi
Aðalatriði málsins er að heil-
brigðisþjónustan verður að vera
aðgengileg fyrir alla Íslend-
inga. Það er ekki einfalt verk.
Við megum ekki láta öfgasjónar-
mið stjórna umræðunni. Ekkert
rekstrarform hefur náð fullkomn-
un og þess vegna er m.a. mikil-
vægt að hafa þau fjölbreytt.
Kostnaðargreining, gæðaeftir-
lit og valfrelsi er lykillinn að
því að ná árangri. Það er eng-
inn stjórnmálaflokkur með það
á stefnuskrá sinni að breyta sam-
tryggingarkerfinu í íslenskri heil-
brigðisþjónustu.
Það eru stór verkefni fram-
undan í heilbrigðisþjónustunni
og það er okkar allra hagur að ná
árangri. Ræðum málin af yfir-
vegun og skynsemi.
Stefán Ólafsson og bullið
Hlutfall heilbrigðisútgjalda
án vaxta og niðurfellingar
2013 2014 2015
25,3
26,4
26,2
HEILBIRÐGIS-
MÁL
Guðlaugur Þór
Þórðarson
alþingismaður
➜ Hér talar Stefán
um það eins og eitt-
hvert nýmæli að
ríkið greiði fyrir þjón-
ustu þá sem einka-
aðilar veita! Það er
einkenni á kerfi nu á
Norðurlöndunum!
Traust er það sem við
þráum í samfélagsum-
ræðunni þessi misserin.
Gott og vel, en hvað með
sjálfstraust? Þekkir þú –
hinn almenni kjósandi –
grundvallarafstöðu þína?
Hér er próf um nokk-
ur stórmál (og stigagjöf
fylgir á eftir). Hversu
mörg eru já-in hjá þér?
10 spurningar
um grundvallaratriði
1) Ég vil aukið lýðræði.
Ég vil að almenning-
ur geti með undirskriftum eða
aðgerðum samkvæmt skilgreind-
um leikreglum krafist þjóðarat-
kvæðagreiðslu um mikilvæg mál.
Já eða nei? Við þurfum ekkert að
flækja þetta með tæknilegum
útfærslum, spurningin er: Já eða
nei?
2) Ég vil jafnrétti. Ég vil ekki að
fólki sé mismunað á grundvelli
kynferðis, kynhneigðar, búsetu,
trúar, stöðu eða stéttar. Já eða
nei? Við þurfum ekkert að gera
fyrirvara um svona grundvallar-
atriði, annaðhvort er maður með
eða á móti: Jafn réttur, jöfn tæki-
færi? (Fyrir múslima, homma og
lesbíur, aðflutta, fátæka og sjúka
– alla?)
3) Ég vil að auðlindir Íslands sem
ekki eru nú þegar í einkaeign
verði skilgreindar sem þjóðar-
eign og nýttar fyrir allan almenn-
ing. Þetta má útfæra á ýmsa
vegu, en grundvallarreglan er
skýr, af eða á, ekkert hálfkák. Já
eða nei? Ef þú ert með efasemdir
þá er svarið nei.
4) Ég vil meiri efnalegan jöfn-
uð á Íslandi. Hér koma til álita
mörg ,,já, en…“ svör, en hvar
ertu í hjarta þér? Eignaskipting
á Íslandi er þannig að 1% lands-
manna á 25% af eignum. En
tekjuskipting er þannig að Ísland
er með meiri jöfnuð en þekkist
víða um lönd. En hvernig líður
þér núna? Meiri jöfnuð? Já eða
nei?
5) Viltu bætt heilbrigðiskerfi
fyrir almenning jafnvel þótt það
kosti hærri skatta á þig persónu-
lega? Hér eru vissulega mörg
álitamál – það er nú margt bruðlið
sem má hætta við áður en skatt-
ar hækka. En spurningin er þessi:
Gefum okkur að allt annað í ríkis-
fjármálum sé óhagganlegt nema
heilbrigðiskerfið og skattar, ertu
til í að borga meira fyrir betri
þjónustu fyrir alla? Já eða nei?
6) Viltu vernda hálendið? Taka
frá stóran skika umhverfis jökl-
ana okkar og vernda fyrir virkj-
unum, háspennulínum og hrað-
brautum? Þetta er, viðurkenni
ég, spurning með mörgum mögu-
legum fyrirvörum og útúrdúr-
um. En setjum bara teikningu af
stóru hjarta sem nær yfir 25-30%
af Íslandi einmitt í miðju hálend-
isins og segjum: Hingað og ekki
lengra. Já eða nei? Hvar stendur
þú?
7) Viltu setja forseta Íslands,
Alþingi og ráðherrum strangar
siðareglur með viðurlögum? Að
umboðsmaður Alþingis, ríkis-
endurskoðun og Siðfræðistofnun
leggi tillögur um slíkar reglur til
umræðu fyrir almenning? Slík-
ar tillögur hafa reyndar komið
fram en þarf að taka málið upp
að nýju? Já eða nei?
8) Viltu að stjórnarskráin verði
endurskoðuð í stórum dráttum
í samræmi við tillögur stjórn-
lagaráðs og niðurstöður þjóðar-
atkvæðagreiðslu um meginatriði
þeirra tillagna? Til upprifjunar
má nefna skýrari skilgreiningu
á embætti forsetans og hlutverki
hans, aukinn rétt almennings til
að vísa málum til þjóðaratkvæða-
greiðslu (sjá að ofan), ákvæði um
þjóðareign á auðlindum, (sjá að
ofan), jafnara vægi atkvæða,
skorður við valdi embætta og
stofnana og víðtækari ákvæði um
almannarétt. Með öðrum orðum:
Viltu endurskoða stjórnarskrána
frá grunni og kjósa svo um hana:
Já eða nei?
9) Viltu auka sjálfstæði Alþingis
gagnvart framkvæmdavaldinu,
ríkisstjórn í heild og einstökum
ráðherrum? Þetta er hægt að
gera eftir mörgum leiðum, en
höldum okkur bara við meginlín-
una: Aukið sjálfstæði Alþingis, já
eða nei?
10) Viltu kjósa um áframhaldandi
aðildarviðræður við Evrópusam-
bandið áður en dyrum verður
lokað endanlega? (Hér er ekki
spurt um afstöðu til ESB, held-
ur afstöðu til málsmeðferðar og
hvort þjóðin eigi að hafa síðasta
orðið). Já eða nei?
Hvernig er ég?
Áður en margir fara að fjasa um
aðferðafræðina við þetta próf
skal ég fyrstur manna viður-
kenna að þetta eru engin vísindi.
En. Ef þú ert með sjö eða átta eða
fleiri já-svör ertu líklega eins og
fólk er flest. Ýmsar ólíkar kann-
anir hafa sýnt já-stuðning meiri-
hluta kjósenda við flest ef ekki öll
þessara mála. Og svo hefur verið
all lengi. Hvað segir það um lýð-
ræðið í landinu að ekkert gerist
til að færa þessi mál í það horf
sem almenningur vill?
Sjálfshjálparpróf
í stjórnmálum
STJÓRNMÁL
Stefán Jón
Hafstein
áhugamaður um
sjálfb æra þróun og
auðlindir í þjóðar-
eign
➜ Áður en margir
fara að fjasa um
aðferðafræðina
við þetta próf skal
ég fyrstur manna
viðurkenna að þetta
eru engin vísindi. En.
Ef þú ert með sjö eða
átta eða fl eiri já-svör
ertu líklega eins og
fólk er fl est.
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
2
9
-0
7
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
9
8
-C
0
4
C
1
5
9
8
-B
F
1
0
1
5
9
8
-B
D
D
4
1
5
9
8
-B
C
9
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K