Fréttablaðið - 30.07.2015, Síða 22
30. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 22TÍMAMÓT
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN SVANBERGSDÓTTIR
áður til heimilis að Skagfirðingabraut 33,
Sauðárkróki,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri,
laugardaginn 25. ágúst. Guðrún verður
jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 8. ágúst kl. 11.00.
Gísli Ólafsson Ingibjörg Jónasdóttir
Óli Ólafsson Sesselja Einarsdóttir
Hörður G. Ólafsson Margrét Sigurðardóttir
og fjölskyldur þeirra.
Bróðir okkar, mágur og frændi,
ÞORSTEINN BERGÞÓRSSON
olíubílstjóri,
Stekkjarholti 7, Ólafsvík,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akranesi
27. júlí. Útför verður frá Ólafsvíkurkirkju
laugardaginn 1. ágúst kl. 14.00.
Fyrir hönd annarra ástvina,
Jóhanna Bergþórsdóttir
Guðmundur Bergþórsson Matth. Kristrún Friðjónsdóttir
Ásdís Bergþórsdóttir Helgi Kr. Gunnarsson
Hrönn Bergþórsdóttir Björgvin Ármannsson
Freyja E. Bergþórsdóttir Þórarinn Hilmarsson
Björk Bergþórsdóttir Guðni Sigurðsson
Aron K. Bergþórsson Kristín B. Karlsdóttir
GUÐMUNDUR GUNNARSSON
Víkurgötu 6, Stykkishólmi,
andaðist á Dvalarheimilinu Stykkishólmi
þriðjudaginn 28. júlí. Útförin verður auglýst
síðar.
F.h. aðstandenda,
Matthildur Guðmundsdóttir
Móðir okkar,
SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR
frá Holtahólum,
Hólabraut 4, Höfn,
lést fimmtudaginn 23. júlí. Útförin fer fram
frá Brunnhólskirkju laugardaginn 1. ágúst
klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Hjúkrunarheimilið Skjólgarð, Höfn.
Ólöf Anna Guðmundsdóttir Einar B. Guðmundsson
Víðir Guðmundsson Lucia S. Guðmundsdóttir
HANNES PÁLSSON
bankamaður,
Sólheimum 42, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 23. júlí. Útförin fer fram
frá Langholtskirkju miðvikudaginn 5. ágúst
kl. 13.00.
Guðrún Hannesdóttir Þorbjörn Broddason
Kristín Hannesdóttir Nicholas Groves-Raines
Halla Hannesdóttir Vífill Magnússon
Páll H. Hannesson Liv Jorunn Seljevoll
Pétur H. Hannesson Erla Dís Axelsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamamma, amma og langamma,
HERDÍS KRISTJANA HERVINSDÓTTIR
(DÍSA Í VÍK)
Bæjartúni 9, Ólafsvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands 22. júlí.
Útför fer fram í Ólafsvíkurkirkju þriðjudaginn
4. ágúst kl. 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir
en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ólafsvíkurkirkju,
kt. 500269-4999, reikn. 0194-26-76.
Vigfús Kr. Vigfússon
Kristín Vigfúsdóttir Björn Erlingur Jónasson
Óðinn Pétur Vigfússon Sonja Riedmann
Gunnhildur Linda Vigfúsdóttir Heiðar E. Friðriksson
Hlynur Vigfússon Olga Eremína
Guðrún Jóhannesdóttir
barnabörn og langömmubörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR RUNÓLFSSON
rafvirkjameistari,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
sunnudaginn 26. júlí. Útförin fer fram
frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 5. ágúst
kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er
bent á að láta hjúkrunarheimilið Sóltún njóta þess.
Ingibjörg Elíasdóttir
Elías Gunnarsson Ingunn Sæmundsdóttir
Þórdís Gunnarsdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir Jakob Þór Pétursson
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega hlýhug og samúð vegna
andláts okkar elskulega
ÍSLEIFS SUMARLIÐASONAR
Sigurlaug Jónsdóttir og fjölskylda.
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
AGNAR ÓSKARSSON
rafvélavirki,
áður til heimilis á Akureyri,
lést 28. júlí á heimili sínu, Breiðuvík 37.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
miðvikudaginn 5. ágúst kl. 13.00.
Þóra Guðjónsdóttir
Hjördís Agnarsdóttir
Rannveig Agnarsdóttir Ólafur Finnbogason
Tryggvi Agnarsson Inga Jóna Ævarsdóttir
Brynja Agnarsdóttir Guðfinnur Þór Newman
Lena Haraldsdóttir Sveinn Reynisson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
dóttir, systir og mágkona,
BRYNJA BRAGADÓTTIR
doktor í vinnusálfræði,
varð bráðkvödd á heimili sínu, Huldulandi 20,
laugardaginn 25. júlí. Útförin fer fram frá
Bústaðakirkju föstudaginn 7. ágúst kl. 13.00.
Ragnar Kristinsson
Inga Björk Ragnarsdóttir Valgerður Ragnarsdóttir
Inga Björk Sveinsdóttir Bragi Sigurþórsson
Sólrún Bragadóttir
Þórdís Bragadóttir Þorbjörn Guðjónsson
Friðrik Bragason María Guðmundsdóttir
Sigurrós Ósk Karlsdóttir á fimmtugs-
afmæli í dag og einnig eru liðin 35 ár
síðan hún varð fyrsti Íslendingurinn
til þess að vinna til gullverðlauna á
Ólympíuleikum fatlaðra.
Hún stefnir á að taka því rólega í
dag og njóta dagsins í faðmi fjölskyld-
unnar. „Ég ætla bara að vera heima og
njóta góða veðursins,“ segir hún glöð í
bragði en bætir við að hún geri sér nú
stundum dagamun á afmælisdaginn.
„Ég fer nú stundum út að borða með
börnunum mínum og er með kaffi ef
einhver skyldi kíkja við.“
Sigurrós segir engan sérstakan
afmælisdag standa upp úr, þeir hafi
allir verið yndislegir og hún geri ekki
heldur mikið veður út af gjöfunum en
segir þó þær gjafir sem börnin hennar
hafi gefið henni í gegnum tíðina einna
eftirminnilegastar.
Hún var fimmtán ára gömul þegar
hún vann til gullverðlauna fyrir 50
metra bringusund á Ólympíuleikum fatl-
aðra sem fram fóru þann 21. til 30. júlí
árið 1980 í borginni Arnhem í Hollandi.
2.500 keppendur frá 42 löndum tóku þátt
og var þetta í fyrsta skipti sem íþrótta-
menn frá Íslandi tóku þátt í leikunum.
Sigurrós var í kjölfar sigursins kjör-
in Íþróttamaður ársins en hún hefur
stundað íþróttir frá unglingsaldri þótt
Ólympíuleikarnir séu stærsti íþrótta-
viðburðurinn sem hún hefur tekið þátt
í, en hún hóf að æfa sund rúmu ári áður
en hún tók þátt í leikunum.
„Ég hef verið í sundi, borðtenn-
is, boccia og svo var ég í bogfimi en
keppti aldrei í því,“ segir hún og þegar
hún er spurð að því hvernig hafi verið
að standa á verðlaunapalli með gull-
medalíu um hálsinn er svarið einfalt:
„Það var stórfenglegt.“
Líkt og áður hefur komið fram fagn-
ar Sigurrós fimmtugsafmæli í dag og
þó það sé ekki hár aldur þá segist hún
alltaf vera ung í anda. „Maður er ekk-
ert eldri en maður heldur að maður sé,
maður er alltaf ungur í anda.“
gydaloa@frettabladid.is
Fagnar fi mmtugsafmæli
Sigurrós Ósk Karlsdóttir fagnar fi mmtugsafmæli í dag og í ár eru einnig þrjátíu og fi mm
ár síðan hún vann til gullverðlauna á Ólympíuleikum fatlaðra í Hollandi, fyrst Íslendinga.
„Þetta er allavega fyrsti svona vagn-
inn sem ég veit um hér á landi og við
erum mjög spennt,“ segir Hulda Björg
Jónsdóttir. Hún opnar í dag ásamt sam-
býlismanni sínum, Arnþóri Stefáns-
syni, fyrsta sushi-vagn landsins og ber
hann nafnið Shirokuma Sushi.
Þau vilja gera sushi aðgengilegra
fyrir fólk og vilja breyta markaðnum.
„Við höfum gengið með þessa hugmynd
í einhvern tíma en í haust fórum við
að spá í þessu af einhverju viti. Okkur
langar að sprengja upp markaðinn
með okkar frábæra verði, við viljum
að fólki geti fengið sér sushi oftar en
bara á hátíðisdögunum, því þetta hefur
verið svo dýrt hérna,“ útskýrir Hulda
Björg.
Á bak við sushi-ið standa Arnþór,
sambýlismaður Huldu, og Lúðvík
Þór Leósson, en þeir eru þaulreynd-
ir í sushi-gerð. Arnþór er menntaður
matreiðslumaður frá Hótel- og mat-
vælaskólanum í Kópavogi, ásamt því
að hafa starfað á fjölda virtra veit-
ingastaða hérlendis eins og t.d. Vox,
Turninum 19. hæð, Suzushii, Sushi-
samba og Sushibarnum. Lúðvík hefur
starfað við sushi-gerð frá árinu 2010 á
Suzushii, Sushibarnum/Sakebarnum.
Þeir félagar sáu um að reka Suzushii í
Kringlunni árin 2011-2015.
Shirokuma Sushi-vagninn verður
opnaður í Mæðragarði við Lækjar-
götu í dag en þess má geta að shiro-
kuma þýðir ísbjörn á japönsku. - glp
Fyrsti sushi-vagninn á Íslandi
Hulda Björg og Arnþór vilja breyta sushi-markaðnum með nýjum sushi-vagni.
VÍGALEGUR VAGN Sushi-vagninn verður
opnaður í Mæðragarði í dag.
VERÐLAUNAGRIPIR Sigurrós ætlar að njóta dagsins í dag en hér er hún ásamt gullverðlaun-
unum sem hún hlaut á Ólympíuleikum fatlaðra árið 1980. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
2
9
-0
7
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
9
8
-D
4
0
C
1
5
9
8
-D
2
D
0
1
5
9
8
-D
1
9
4
1
5
9
8
-D
0
5
8
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K