Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Fréttablaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 26
FÓLK|TÍSKA BORGARALEG GIFTING Hjónin nýgiftu á svölum Grimaldi-hallarinnar. Kirkjulegt brúðkaup þeirra fer fram á Ítalíu næsta laugardag. MYNDIR/GETTY Pierre Casiraghi er yngsta barn Karólínu prinsessu af Mónakó og Stefano Casiraghi, sem lést af slys- förum aðeins þrítugur að aldri. Þegar Karólína fæddist var hún arftaki föður síns að furstadæminu í Mónakó en missti þann titil þegar bróðir hennar, Albert, fæddist ári síðar. AUÐUG ÆTT Beatrice Borromeo er dóttir Don Carlo Ferdinandi Borromeo, greifa af Arona á Ítalíu og greifynju Donnu Paolu Marzotto. Borromeo-ættin á langa og mikla sögu og er vel metin fjölskylda á Ítalíu. Hún er mjög auðug og á verðmætar jarðir, eyju og kastala á N-Ítalíu. Beatrice hefur starf- að sem eftirsótt fyrirsæta og blaðamaður. Hún er vel þekkt í ítölsku sjónvarpi. Parið hefur verið saman í sjö ár og eftir þeim hefur verið tekið lengi, enda þykja þau bæði afar glæsileg. Borgara- lega giftingin er undanfari kirkjubrúð- kaups á Ítalíu sem fram fer um næstu helgi. Frændi Pierre, Albert fursti, bauð til glæsilegrar veislu í tilefni dagsins þar sem sjötíu gestir mættu. Athygli vakti að Beatrice gifti sig í ljósfjólubláum kjól frá Valentino. Hún mætti síðan í öðrum kjól, silfurlitum, frá Valentino í veisluna síðdegis. Beatrice var fyrirsæta fyrir Valentino þegar hún var yngri en góð vinátta er á milli fjölskyldu hennar og þessa heims- fræga hönnuðar. Karl Lagerfeld, tísku- hönnuður hjá Chanel, og Versace-fjöl- skyldan eru sömuleiðis fjölskylduvinir. Án efa verður vel fylgst með brúðkaup- inu á Ítalíu, enda spenningur að vita hvort Beatrice klæðist þá eiginlegum brúðarkjól frá Valentino. EKKI ALLTAF AUÐVELT Móðir brúðgumans, Karólína prinsessa, hefur alla tíð verið mikið í sviðsljósinu ekki síður en móðir hennar, Grace Kelly, var á sínum tíma. Karólína baðst undan því fyrir nokkrum árum að vera elt af svokölluðum „paparazzi“-ljósmyndurum. Líf hennar hefur ekki alltaf verið auðvelt. Karólína tók móðurmissinn nærri sér, en Grace Kelly lést í hörmulegu bílsslysi árið 1982. Karólína skildi við fyrsta eigin- mann sinn, Philippe Junot, árið 1980, eftir stutt hjónaband. Hún giftist síðan Stefano Casiraghi og saman eignuðust þau þrjú börn, Andrea, sem nú er 31 árs, Charlotte, 28 ára og Pierre, 27 ára. Stef- ano lét lífið í sjóslysi árið 1990. BÝR MEÐ DÓTTURINNI Fyrir níu árum giftist Karólína í þriðja skiptið, hinum þýska Ernst August, prins af Hannover, og hertoga af Brunswick. Við það varð hún bæði prinsessa af Mónakó og Hannover. Þau eiga eina dóttur saman, Alexöndru prinsessu af Hannover, sem er að verða 16 ára. Fréttir bárust af því árið 2010 að Karólína og Ernst August byggju ekki lengur saman. Hann hefur oft sést í fylgd annarra kvenna en Karólína hefur búið ein með yngstu dótturinni í Mónakó undanfarin ár. Formlegur skilnaður virð- ist hins vegar ekki hafa átt sér stað og segja margir það vegna flókinna peninga- mála hjá þeim hjónum. BARNABARN GRACE KELLY Í HNAPPHELDUNA KONUNGLEGT Borgaraleg gifting fór fram í Mónakó á laugardag þegar Pierre Casiraghi gekk að eiga Beatrice Borromeo. Brúðkaupið vakti athygli þar sem Pierre er barnabarn Hollywood-stjörnunnar Grace Kelly og Rainers fursta. GRIMALDI-AFMÆLI Þessi mynd var tekin af þeim fyrr í þessum mánuði þegar Albert fursti af Mónakó hélt upp á tíu ára krýningarafmæli sitt. MÓÐIR BRÚÐGUM- ANS Karólína prinsessa af Mónakó og Hann- over hefur þurft að þola ýmislegt í gegnum tíð- ina. Hjónaband hennar og Ernst August, prins af Hannover, fór út um þúfur þótt ekki hafi þau skilið formlega. TÍSKUVIKA Í PARÍS Parið hefur mikinn áhuga á tísku, enda starfaði Beatrice sem fyrirsæta fyrir heimsfræga hönnuði. Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki fást hjá Lyfju og Apótekniu. • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my styleStærðir 38-52 ÚTSALAN Í FULLUM GANGI 30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum Smart föt, fyrir smart konur Netverslun á tiskuhus.is REIKNAÐU DÆMIÐ á 365.is 365.is Sími 1817 2 9 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 8 -E 2 D C 1 5 9 8 -E 1 A 0 1 5 9 8 -E 0 6 4 1 5 9 8 -D F 2 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.