Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Fréttablaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 29
MARAÞON FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Elísabet var spurð hvort matar- æðið skipti miklu máli hjá langhlaupurum? „Mataræð- ið skiptir miklu máli hjá fólki sem hreyfir sig mikið og þar á meðal þeim sem hlaupa oft í viku eða daglega. Langhlaup- arinn þarf að passa upp á að hafa næga orku fyrir æfingar og einnig þarf að borða vel eftir æfingar til að fylla á orku lík- amans og til að stuðla að við- gerð vöðva.“ Hvað fæðutegundir eru mikil- vægastar hlaupurum? „Í raun eru allar fæðutegund- ir eða fæðuflokkar nauðsynleg- ir fyrir hlauparann og því fjöl- breyttara sem mataræðið er því betra. Hlauparar þurfa þó að passa að borða nægilega mikið af kolvetnaríkum mat í hverri mál- tíð þegar æfingar eru stífar, eins og til dæmis heilkorna brauð, hafragraut, kartöflur eða hrís- grjón.“ Þarf að borða mikið fyrir hlaup? „Heppilegast er að borða ekki þunga máltíð innan 2-3 klst. fyrir hlaupaæfingu eða keppni, en óhætt er að fá sér millibita eða létta kolvetnaríka máltíð allt að klukkutíma fyrir æfingu. Það getur til dæmis verið ávöxtur, hafragrautur eða gróf brauðsneið með hnetusmjöri og banana. Það er einstaklingsbundið hvað fólk þolir að borða mikið fyrir hlaup og gott er að fylgjast með líðan á hlaupunum og finna rútínu sem hentar.“ Er betra að drekka íþrótta- drykki en vatn? „Íþróttadrykkir innihalda sykur og sölt sem stuðla að vökvajafnvægi og orku þegar áreynsla er mikil, löng eða í mikl- um hita. Ef hlaupaæfing er lengri en 90 mínútur er gott að hafa íþróttadrykk eða annan orku- gjafa með til að stuðla að góðum afköstum allan tímann.“ Þarf að skipuleggja mataræðið í langan tíma fyrir maraþon? „Mataræði þarf ekki að vera mjög flókið þótt æft sé fyrir maraþon og besta reglan er að halda sig við fastar venjur í matar æðinu allt árið og reyna að láta miklar æfingar ekki hafa of mikil áhrif á fæðuvalið. Fjöl- breytt og hollt mataræði á alltaf við en þegar æfingaálagið eykst þarf fólk að passa að borða hæfi- lega stóra skammta, drekka nóg af vökva og borða fljótlega eftir stífar æfingar.“ Er nauðsynlegt að halda matar- dagbók? „Matardagbók getur auðveldað fólki að taka aðeins til í mataræð- inu og fá yfirsýn yfir það sem betur mætti fara. Fólk gleymir oft að borða nóg fyrri hluta dags en borðar síðan of mikið og óholl- ara seinni partinn án þess að vera meðvitað um það. Því getur matardagbók aðstoðað fólk við að koma meiri reglu á máltíðir án mikillar fyrirhafnar.“ Hvað ætti helst að borða sama dag og hlaupið fer fram? „Það er mikilvægt að vera ekki í neinni tilraunastarfsemi dagana fyrir hlaup og best er að borða þann morgunmat sem fólk er vant að borða fyrir allar hlaupa- æfingar. Góður morgunmatur er nauðsynlegur og best er að borða hann að minnsta kosti tveimur klukkutímum fyrir keppni. Einn- ig flaska sumir á því að drekka of mikið stuttu fyrir hlaup og þurfa því á klósettið í miðju hlaupi. Nóg er að drekka um 500-750 ml af vökva um morguninn og lítið sem ekkert síðasta klukkutímann.“ Mataræðið skiptir máli fyrir hlaupara Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og framkvæmdastjóri Arctic Running, er eins og margir vita mikil hlaupadrottning. Sem næringarfræðingur veit hún vel hvað er hlaupurum fyrir bestu þegar kemur að matarvenjum. Elísabet segir mikilvægt að sleppa allri tilraunastarfsemi í matargerðinni dagana fyrir hlaup. Einnig bendir hún á að drekka ekki of mikið vatn stuttu fyrir keppni.. Elísabet Margeirsdóttir er öflugur hlaupari og næringarfræðingur. MYND/ANDRI MARINO Unaðslegur hristingur eftir langa hlaupaæfingu: 1 lítil ferna af próteindrykk með súkkulaðibragði 1 frosinn banani í bitum 1 msk. chia-fræ 1 msk. möndlusmjör Allt sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt. KYNNINGARBLAÐ 2 9 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 9 8 -C 0 4 C 1 5 9 8 -B F 1 0 1 5 9 8 -B D D 4 1 5 9 8 -B C 9 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.