Fréttablaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 30
Maraþon FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 20152
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, jonatan@365.is, s. 512-5446
Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson.
„Þegar við vorum plataðir í þetta
verkefni í fyrra var það í fyrsta
skipti sem sumir félagar mínir í
hljómsveitinni létu sér detta í hug
að hlaupa tíu kílómetra. Ég hafði
hlaupið fjórum sinnum áður og
vissi að ég gæti þetta en það var
gaman að sjá hvernig hinir svitn-
uðu og héldu að þeir gætu þetta
aldrei. Nema náttúrlega Björgvin
söngvari sem var knattspyrnu-
maður í Danmörku í mörg ár og
það tók hann enga stund að koma
sér í góðan gír. Hann ætlar heilt
maraþon núna,“ segir Þráinn,
sem lagði stund á körfubolta á
unglingsárum en hafði aldrei æft
sig neitt að ráði fyrir Reykjavíkur-
maraþon áður. „Ég bara mætti og
hljóp. Nema einu sinni þegar ég
undirbjó mig eitthvað aðeins og
þá náði ég mínum versta tíma.“
Skálmöld var með einkaþjálfara,
Stefán Magnússon, framkvæmda-
stjóra Eistnaflugs, og sá hann um
að þeir slægju ekki slöku við. „Við
hlupum meðal annars mikið á
og í kringum Eistnaflugshelgina
með honum og við vorum með
prógramm sem hann útbjó. Það
hentaði mér mjög vel að einhver
segði mér hvað ég ætti að gera. Ég
mæli með því.“
Eitt af því mikilvægasta í
hlaupaundirbúningi að mati Þrá-
ins er að setja saman tónlista til
að hlusta á í hlaupinu. „Ég kort-
lagði hlaupið alveg þannig að
þegar ég var alveg að deyja, sem
ég vissi að myndi gerast á ákveðn-
um tímapunkti, var ég með mjög
kraftmikið þungarokk til að koma
mér yfir þann hjalla. Svo var plan-
ið að ég væri að hlaupa þetta á
undir klukkustund og að lagið
I know how to die með Motor-
head myndi f leyta mér síðustu
metrana yfir marklínuna og það
stóðst.“ Þráinn segist hafa séð
þegar nokkuð var liðið á hlaupið
að hann myndi hafa það af og það
hafi hleypt kappi í kinn. „Þegar
það voru tveir kílómetrar eftir
sá ég að ég myndi ná þessu og þá
gaf ég í og setti persónulegt met.
En ég var líka alveg dauður utan
í næsta ljósastaur á eftir. Þetta
var minn langbesti tími og ég
var gríðarlega stoltur. Og náttúr-
lega rústaði öllum hinum í band-
inu. Það var mjög gott að vinna fé-
laga mína í Skálmöld, alla nema
Björgvin, sem ég get ekkert verið
að böggast í.“
Þráinn tekur ekki þátt í Reykja-
víkurmaraþoninu í ár þótt hann
hafi hlaupið heilmikið það sem
af er sumri. „Ég hef tekið þátt í
hinum ýmsu hlaupum undanfar-
in ár en ekki í sumar þó að ég sé
í fínasta hlaupaformi núna. Það
hefur verið mikil spilamennska
og svo vil ég eiga tíma með fjöl-
skyldunni líka. Ég fylgist með
Maraþonmæðgunum í sumar og
hef gríðarlega gaman af því. Ég
hleyp um það bil þrjá kílómetra
annan hvern dag og það geri ég
bara af því mér líður miklu betur
af því. Þetta er ofboðslega hress-
andi og þegar maður er að fara til
dæmis á tónleikaferðalög skiptir
miklu máli að vera í betra formi
en maður er í venjulega. Það sem
kom mér mest á óvart var að ég
þarf ekkert endilega að fara rosa-
lega langt til að fá eitthvað út úr
því. Það skiptir meira máli að fá
góða þjálfun en að pína líkam-
ann þangað til hann getur ekki
meira. Að því leyti hefur þessi
geðveiki síðasta sumar margborg-
að sig.“ Talandi um tónleikaferða-
lög þá segir Þráinn mikilvægt að
hafa hlaupaskóna meðferðis. „Við
vorum á tveggja mánaða ferðalagi
síðasta haust og bílstjórinn okkar
er mikill íþróttajaxl sem ferðast
um með lóð og sippubönd og útbýr
líkamsræktarstöð þar sem rútan
stoppar. Hann fór með mig út að
hlaupa nokkrum sinnum á ferða-
laginu og það bjargaði lífi mínu.“
Það og hlaupaskórnir, náttúrlega.
„Ég keypti mér mjög góða hlaupa-
skó fyrir mörgum árum. Og það er
það gáfulegasta sem ég hef gert.
Góðir skór eru eins og góður gítar,
skipta öllu máli.“
Góðir skór eru
eins og góður gítar
Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari var, ásamt félögum sínum í hljómsveitinni
Skálmöld, fulltrúi Íslandsbanka í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra. Hann hleypur
reglulega enda nauðsynlegt að vera í góðu formi á löngum tónleikaferðalögum.
Spennan magnast rétt fyrir hlaupið enda eins gott að standa sig eftir mikla auglýsinga-
herferð vikurnar á undan.
Þráinn fylgist með Reykjavíkurmaraþoninu 2014 taka af stað ásamt Flex, hljóðmeistara
Skálmaldar.
BETRI NÆRING
HREIN GÆÐI
EINSTÖK VIRKNI
Vítamín og bætiefni
sem næringarþerapistar
mæla með.
Fæst í öllum helstu apótekum og heilsuvörubúðum
Solaray Ísland á Facebook
REIKNAÐU
DÆMIÐ
á 365.is
365.is Sími 1817
2
9
-0
7
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
9
8
-B
B
5
C
1
5
9
8
-B
A
2
0
1
5
9
8
-B
8
E
4
1
5
9
8
-B
7
A
8
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K