Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Fréttablaðið - 30.07.2015, Síða 34

Fréttablaðið - 30.07.2015, Síða 34
Maraþon FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 20156 Frá árinu 2007 hafa þátttak-endur í Reykjavíkurmara-þoni safnað tugum milljóna króna til styrktar góðu málefni. Í fyrra var slegið nýtt met þegar rúmar 85 milljónir króna söfnuð- ust og má búast að það met verði slegið í ár. Fjölmargir einstakling- ar og hópar taka þátt í áheitasöfn- uninni og meðal þeirra er fjöl- miðlaráðgjafinn góðkunni, Stein- grímur Sævarr Ólafsson, sem hleypur 10 km fyrir styrktarsjóð- inn Vináttu. Steingrímur byrjaði að hlaupa árið 2001 og fann fljótt að þetta var hreyfing sem hentaði honum vel. „Ég er enginn keppnishlaup- ari og legg meira upp úr Ólympíu- andanum, að vera með frekar en að vinna. Ég reyni að hlaupa reglulega en er enginn öfgamað- ur og tek mér pásur ef ég finn ekki fyrir lönguninni til að hlaupa. Þá rekst bleikjuveiðitíminn hjá mér afskaplega illa á við markvissan undirbúning fyrir Reykjavíkur- maraþon.“ Yfirleitt hleypur Steingrímur 10 km í hlaupakeppnum en keppti þó í hálfmaraþoni árið 2008. „Í ár verða það 10 km og ég set mér alltaf sama heildarmarkmið; að skemmta mér vel og líða vel í hlaupinu. Geta brosað og notið þess að hlaupa með þúsundum annarra, sjá stuðningsliðin við vegarkantinn, fjölskyldur hlaupa saman og svo mætti áfram telja. Hvað tímann varðar set ég mér alltaf sama markmið; að hefja hlaupið með það í huga að vera á 53–55 mínútum. En sé dagsform- ið ekki það besta þá hægi ég strax á mér og er ekkert að stressa mig á tímanum eða gef í ef mér finnst svo. Tíminn er ekki aðal atriðið, í ár er aðalatriðið að hlaupa fyrir konuna mína sem á síðasta ári greindist með ólæknandi sjúk- dóm sem heitir Huntington’s. Vinir okkar stofnuðu Styrktarsjóð- inn Vináttu til að styðja við bakið á henni og fjölskyldunni allri. Mér fannst það vera það minnsta sem ég gæti gert að taka fram skóna og hlaupa áheitahlaup til að bæta í.“ Stóra táin þvælist fyrir Steingrímur er að eigin sögn ekki mikill merkjakarl þegar kemur að hlaupum fyrir utan tvennt; skó og hlaupaúr. „Ég er Garmin-maður í hlaupaúr- um og hef um árabil verið með Garmin-305 úr sem hefur reynst mér vel, þótt aldurhnigið sé. Og svo er það höfuðatriðið; skórn- ir. Ég var alltaf Asics-maður en hef glímt við ákveðið vandamál þar. Stóra táin á hægra fæti virð- ist ekki eiga samleið með sumum hlaupaskóm. Þrátt fyrir sífelldar snyrtingar, plástra og umbúðir, hefur mér alltaf tekist að eyði- leggja skóna þannig að stóra táin hægra megin er skyndi- lega komin upp úr. Ég var því að skipta um skótegund fyrir nokkr- um vikum og nú er að sjá hvernig stóru tánni og Newton á eftir að lynda saman.“ Þrátt fyrir vandræðin með stóru tána þykir Steingrími hlaup vera bæði góð líkamleg hreyf- ing en ekki síður góð leið til að leysa flókin vandamál. „Hlaup eru nefnilega algjör paradís fyrir mann eins og mig, sem vinn- ur með kollinum. Hér áður fyrr átti ég það til að skella mér í upp- vask ef ég var að reyna að leysa flókin vandamál sem tengdust vinnunni því þar reynir enginn að trufla mann. En þegar maður getur sameinað líkamsrækt og leyst vandamál í kollinum, þá er maður dottinn í lukkupottinn. Ég á það til, þegar ég finn ekki réttu lausnina, að skella mér í hlaupa- gallann og fara út að skokka. Það hefur aldrei brugðist, og þá meina ég aldrei, að ég finn lausnina. Hlaup er ekki bara lífsstíll, hlaup er líka vinna … bókstaflega.“ Veiðitíminn truflar undirbúninginn Fjölmiðlaráðgjafinn Steingrímur Sævarr Ólafsson hleypur 10 km í Reykjavíkurmaraþoni fyrir styrktarsjóðinn Vináttu. Hann hóf að hlaupa árið 2001 og keppir oftast í 10 km hlaupum. Hann er ekki mikill merkjakarl en leggur þó áherslu á góða hlaupaskó og svo þykir honum vænt um Garmin-hlaupaúrið þótt það sé komið til ára sinna. Þurfi hann að leysa flókin vandamál reimar hann á sig hlaupaskóna. „Ég á það til, þegar ég finn ekki réttu lausnina, að skella mér í hlaupagallann og fara út að skokka,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson. MYND/ANDRI MARINÓ Hlaupið á snjó og ís Eitt óvenjulegasta maraþon- hlaup sem boðið er upp á í heiminum í dag fer fram á Grænlandi í október ár hvert. Hlaupið, sem ber nafnið The Polar Circle Marathon, fer fram í Kangerlussuaq sem er á vestur strönd landsins. Hluti hlaupsins, eða um 3 km, er á ísnum en vegna óvissu um aðstæður á hlaupadegi geta skipuleggjendur ekki fest niður leiðina fyrr en nokkrum dögum fyrir hlaup. Lengsti hluti leiðar- innar er hlaupinn á malarvegi sem oft er þó þakinn snjó. Hálfmaraþon- og maraþon- hlaupin verða haldin sitt hvorn daginn svo keppendum gefist kostur á að ljúka þeim báðum, hafi þeir áhuga. Hlaupið er oft kallað kaldasta maraþonhlaup jarðar, enda er meðalhitinn á þessum slóðum í október um -10ºC. Skipuleggj- endur keppninnar taka þó fram að búast megi við meiri kulda. Þótt snjór sé víða á brautinni er hægt að hlaupa í venjulegum hlaupaskóm. Sigurvegarar síðasta árs í maraþonhlaupinu voru Nor- bert Zeppitz frá Austurríki, sem vann í karlaflokki á 3:30:08 klst. og Debby Urkens frá Belgíu í kvennaf lokki en hún hjóp á 4:11:26 klst. Alls luku 120 kepp- endur hlaupinu. Saskia Plaucheur frá Frakk- landi vann hálfmaraþon kvenna á 2:18:10 klst. en Angel Pavon Guerra frá Spáni vann karla- flokkinn á 1:54:53 klst. þar sem 97 keppendur luku keppni. Til samanburðar má geta þess að besti tíminn í Reykjavíkur- maraþoni í fyrra var 2:18:00 og 1:08:44 í hálfmaraþoni. Áhugasamir geta kynnt sér hlaupið á www.polar-circle- marathon.com en fimm daga ferð kostar tæplega 240.000 kr. FÓTABÓT HLAUPARANS Hlaupafræðsla gengur mikið út á fótabúnað og þar eru skórnir oftast í aðalhlutverki en áherslan minni á sokkana. Ekki er eins löng hefð fyrir þar tilgerðum hlaupasokkum enda allt eins víst að einhverjum finnist óþarfi að kaupa sérstaka hlaupasokka og láti góðu gömlu baðmullarsokkana bara duga. En sérhannaðir hlaupasokkar eru til af góðum ástæðum. Þeir minnka líkurnar á hælsæri og blöðrumyndun, eru úr efnum sem anda og halda fótunum þurrum Þeir eru með stuðning yfir ristina og ökklann. Ennfremur eru þeir þykkari við tærnar og hælana og minnka þannig líkurnar á nuddsárum. Aukaþykkt undir tábergi eykur mýkt og dempun. Þá er mikilvægt að muna að hlaupaskór eru hannaðir til að lofti vel í gegnum þá en það kemur ekki að neinu gagni ef hlauparinn er síðan í bómullarsokkum. Það er því nokkuð ljóst að hlaupasokkar eru ekki bara gerviþörf sem er búin til í gróðaskyni heldur raunveruleg fótabót hlauparans. 800 1177 eða á dreifing@postdreifing.is Hjálpaðu okkur að bæta þjónustuna. Blaðið á að berast þér fyrir kl. 7:15 virka morgna og 8:15 á laugardögum FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í MORGUN? KOM ÞAÐ OF SEINT? 2 9 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 9 8 -A C 8 C 1 5 9 8 -A B 5 0 1 5 9 8 -A A 1 4 1 5 9 8 -A 8 D 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.