Fréttablaðið - 30.07.2015, Side 36
KYNNING − AUGLÝSINGMaraþon FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 20158
Vörurnar frá Sólgæti eru fyrir sælkera á öllum aldri sem vilja gera vel við sig,“
segir Signý S. Skúladóttir, mark-
aðsstjóri Heilsu. Hún segir gæði
og hreinleika einkenna Sólgæti
en yfirskrift þess er „heilnæmt
og náttúrulegt, ljómandi gott“.
Miðinn á umbúðunum minnir
jafnframt á náttúruna og upp-
runann.
Heilsa ehf. hefur að sögn Sig-
nýjar lengi verið í fararbroddi í
innflutningi á lífrænni matvöru
og f lutt inn fjölbreytt úrval af
kornvöru, hrísgrjónum, hnetum,
fræjum, baunum, þurrkuðum
ávöxtum og ýmiss konar berj-
um. „Við val á hráefni er lögð rík
áhersla á gæði og hefur stærsti
hluti varanna fengið lífræna
vottun. Þær vörur sem eru með
vottun eru merktar sem slíkar.
Þær vörur sem ekki eru lífræn-
ar eru 100% náttúrulegar,“ upp-
lýsir Signý.
Allar vörur í matvörulínu
Sólgætis eru merktar með upp-
runalandi. „Neytendur geta
því séð hvaðan varan kemur en
mikil áhersla er lögð á rekjan-
leika og öryggi. Vörunum er
pak kað hjá samstarfsaðila
Heilsu í Bretlandi sem sérhæf-
ir sig í pökkun á þurrvöru og er
starfsemin vottuð af Soil Associ-
ation, einum virtasta vottunar-
aðila á lífrænum matvælum,“
segir Signý. Hún bendir jafn-
framt á að hjá Heilsu sé Sólgæti
ávallt geymt í kæli til þess að
vörurnar haldist sem ferskastar.
Sólgæti stuðlar að
heilsusamlegu lífi
Þurrvörulína Heilsu ehf. hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Sólgæti. Sem fyrr
er markmið Heilsu að bjóða hágæðahráefni sem stuðlar að heilbrigði og
heilsusamlegu lífi ásamt því að gera matargerðina enn skemmtilegri.
Allar vörur í matvörulínu Sólgætis eru merktar með upprunalandi. Neytendur geta því
séð hvaðan varan kemur og er mikil áhersla lögð á rekjanleika og öryggi.
MYNDIR/ANDRI MARÍNÓ
Rík áhersla er lögð á gæði hráefna og hefur stærsti hluti varanna fengið lífræna vottun.
Vörunum er pakkað hjá samstarfsaðila Heilsu í Bretlandi sem sérhæfir sig í pökkun á þurrvöru og er starfsemin vottuð af Soil Associ-
ation, einum virtasta vottunaraðila á lífrænum matvælum.
Vörurnar frá Sólgæti eru hollar og
góðar fyrir sælkera á öllum aldri sem
vilja gera vel við sig. Líttu í kringum
þig í næstu verslun. Þú kemur eflaust
auga á eitthvað ljómandi gott.
H E I L N Æ M T O G
N Á T T Ú R U L E G T
LJÓMANDI
GOTT
solgaeti.isheilsa.is
2
9
-0
7
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
9
8
-C
0
4
C
1
5
9
8
-B
F
1
0
1
5
9
8
-B
D
D
4
1
5
9
8
-B
C
9
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K