Fréttablaðið - 30.07.2015, Page 48
30. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 28
FIMMTUDAGUR
Viltu vita hvað eignin þín
hefur hækkað í verði ?
510 7900
Þórunn Gísladóttir
Löggiltur fasteignasali.
Kristján Þ. Hauksson
Sölufulltrúi.
696 1122
kristjan@fastlind.is www.fastlind.is
Hlíðasmára 6 201 Kópavogur www.FASTLIND.is/ /
Frítt verðmat og framúrskarandi
þjónusta í þína þágu.
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
30. JÚLÍ 2015
Tónleikar
12.00 Eyþór Franzson Wechner leikur
verk eftir César Franck og Gustav Adolf
Merkel á Klais-Orgel á Alþjóðlegu
orgelsumri í Hallgrímskirkju. Miðaverð
er 2.000 krónur.
17.00 Tónleikarnir Perlur íslenskra
sönglaga í Kaldalónssal Hörpu. Listrænn
stjórnandi tónleikanna er óperusöngv-
arinn Bjarni Thor Kristinsson. Miðaverð
er 4.200 krónur.
20.00 Kammerhópurinn Nordic Affect
flytur barokktónlist á Sumartónleikum
í Skálholtskirkju undir yfirskriftinni
HÚN/SHE: Louise, Denise og kompaní.
Flutt verða verk eftir nokkra af fremstu
nótnariturum Frakklands á fyrri hluta
18. aldar og á efnisskránni eru verk
eftir Madame Leclair, Mademoiselle
Noel og Mademoiselle Bertin. Aðgangur
ókeypis en tekið við frjálsum fram-
lögum.
20.00 Sönghópurinn Olga Vocal
Ensemble kemur fram í Leikfimihús-
inu á Hvanneyri í kvöld. Flutt verður
klassísk tónlist í bland við dægurlög.
Miðaverð er 2.500 krónur.
21.00 Sturla Atlas hitar upp fyrir Inni-
púkann á Hlemmur Square í kvöld.
21.00 Hljómsveitin Johnny and the
Rest spilar á Dillon í kvöld. Hljómsveitin
Baby It’s Only You hitar upp. Miðaverð
er 500 krónur.
21.00 Hljómsveitin Útidúr heldur
tónleika í Mengi í kvöld. Hún er í þann
mund að klára sína þriðju plötu og
hefur verið starfandi í sex ár. Miðaverð
er 2.000 krónur.
21.00 Hljómsveitin Fjólurnar hitar upp
fyrir Magnús R. Einarsson og félaga
á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8.
Aðgangur er ókeypis.
22.00 Hljómsveitin Dúndurfréttir spilar
á Græna hattinum á Akureyri í kvöld.
Miðaverð er 3.500 krónur.
22.00 Hljómsveitirnar Krupskaya,
Mannvirki og 0 spila á Gauknum í kvöld
og hita upp fyrir Norðanpaunk. Miða-
verð er 500 krónur og húsið verður
opnað klukkan 21.00.
22.00 Magnús R. Einarsson og félagar
halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,
Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis.
Sýningar
11.00 Expo-skálinn í Hörpu verður
opinn í dag en þar er sýnd 15 mínútna
löng íslensk mynd þar sem íslenskri
náttúru er varpað á fjórar hliðar og
loft skálans og myndar tening utan um
gesti. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og
er myndin sýnd á hálftíma fresti en
síðasta sýning er klukkan 17.30.
Uppákomur
15.00 Viðburðurinn Hálf ertu heilagur
andi, hálf ertu mold– mótsögnin í
ljóðum Davíðs fer fram í Davíðshúsi á
Akureyri. Fjallað verður um heildina og
mótsögnina í ljóðum og lífi skáldsins.
Umsjón með dagskránni hefur Valgerð-
ur H. Bjarnadóttir, húsfreyja í Davíðs-
húsi. Aðgangsgjald 1.200 krónur.
17.00 Sirkus Íslands sýnir á Siglufirði í
kvöld. Í kvöld verður fjölskyldusýningin
Heima er best sýnd en hún hentar
öllum krökkum frá fimm ára aldri.
Notast er við íslenska tónlist. Miðaverð
er 3.500 krónur.
20.00 Spilakvöld í Spilavinum á Suður-
landsbraut í kvöld. Ekkert kostar að
taka þátt og spila en spilað verður á
margs konar borðum og ýmis spil dreg-
in fram en einnig er frjálst að koma
með eigin spil. Börn 12. ára og eldri eru
velkomin í fylgd með foreldrum.
Tónlist
20.00 Trúbadorinn Matti verður á
American Bar í kvöld.
20.00 Dj Gay Lation Man þeytir
skífum á Prikinu í kvöld.
20.00 Trúbadorarnir Hjálmar og
Dagur verða á English Pub í kvöld.
20.00 Dj Óli Dóri þeytir skífum á
Bravó í kvöld.
21.00 Dj Ragga þeytir
skífum á Frederiksen
Ale House í kvöld.
21.00 Dj Vala
þeytir skífum á
Lebowski Bar í
kvöld.
21.00 Dj
Styrmir
Dansson
þeytir
skífum á
BarAnanas
í kvöld.
23.00
Páll Óskar
treður upp
á Húkk-
araballinu í
Vestmanna-
eyjum. Miðaverð er
1.500 krónur.
Útivist
20.00 Kvöldganga Borgar-
sögusafns Reykjavíkur fer frá
Grófarhúsi, Tryggvagötu 15
í kvöld. Revíur og rómantík
verða í aðalhlutverki og Sveinn
Enok Jóhannsson söngvari
leiðir gönguna ásamt Gunnari Ó.
Kvaran harmonikkuleikara og mun
sagnfræðingurinn Helga Maureen
Gylfadóttir krydda með sögulegum
fróleik. Gert er ráð fyrir að gangan taki
um 90 mínútur, aðgangur ókeypis og
allir velkomnir.
Opnanir
17.00 Sýningin Væntanlegt / Coming
soon verður opnuð í Núllinu í dag.
Rýmið er staðsett í gamla almennings-
salerninu í Bankastræti, kvennamegin
og hefur Nýlistasafnið ásamt Reykja-
víkurborg umbreytt því í sýningarrými.
Listamennirnir sem sýna í Núllinu eru
þau Brynjar Helgason, Ívar Glói Gunn-
arsson, Logi Leó Gunnarsson og Una
Björg Magnúsdóttir og stendur sýningin
til 30. ágúst.
17.00 Margeir Dire opnar sýninguna
Milljón sögur í Gallery Orange, Ármúla
6, í kvöld. Margeir spreyjar glugga gall-
erísins með kalki og útbýr gluggalist en
Margeir skapar oft listaverk með
skamman líftíma. Rafdúettinn
Vaginaboys spilar og boðið
verður upp á léttar veitingar.
18.00 Sýningin Man in the
Antropocene með verkum
eftir listamanninn Rustan
Söderling verður opnuð í
Harbinger, Freyjugötu 1, í
kvöld.
My Brother Is Pale var stofnuð
árið 2009 af hollenska lagasmiðn-
um Matthijs van Issum.
„Ég er mjög spenntur, ég hóf
þetta sólóverkefni árið 2008
þegar ég bjó enn í Hollandi. Þegar
ég kom til Íslands byrjaði ég að
semja tónlist og planið var að gefa
út plötu árið 2009 en það plan gekk
ekki alveg upp,“ segir Matthijs og
hlær.
Sveitin gekk í gegnum tals-
verðar mannabreytingar til árs-
ins 2013 og í kjölfar þeirra þró-
aðist og breyttist hljómur hennar
en sveitin hóf upptökur á sinni
fyrstu plötu, sem kemur út í byrj-
un september og ber nafnið Batt-
ery Low, árið 2013 og gaf í kjölfar-
ið út smáskífu en í upptökuferlinu
umbreyttist lagalisti plötunnar og
sveitin samdi nýtt efni.
„Það er platan sem kemur út í
september og ég get ekki beðið
eftir að hún komi út,“ segir hann
glaður í bragði.
Í dag kemur út smáskífan
Fields / I Forgot, endurhljóðblönd-
un af upprunalega laginu eftir
tónlistarmanninn Tonik og einn-
ig myndband við lagið en það er
fyrsta smáskífan af þessari fyrstu
breiðskífu sveitarinnar sem kemur
einungis út á stafrænu formi á
öllum helstu tónlistarveitum en
sveitin er þegar farin að huga að
efni á aðra plötu sína.
Meðlimir My Brother Is Pale eru
þeir Atli Valur Jóhannsson, Ást-
valdur Axel Þórisson, Emil Svav-
arsson, Valbjörn Snær Lilliendahl
og Matthijs van Issum. - gló
Gefa út glænýja smáskífu
Hljómsveitin My Brother Is Pale gefur í dag út lagið Fields / I Forgot af væntan-
legri plötu sinni, Battery Low, sem jafnframt er fyrsta breiðskífa sveitarinnar.
MY BROTHER IS PALE Sveitin gefur út sína fyrstu breiðskífu í september.
MYND/HILDURERNASIGURJÓNSDÓTTIR
Hljómsveitin Útidúr spilar á tón-
leikum í Mengi í kvöld.
„Við ætlum að gefa út LP-plötu
núna í haust svo við erum með nýtt
stöff og erum að fara að spila allt
sem kemur á næstu plötu,“ segir
Sólveig Anna Aradóttir, söngkona
hljómsveitarinnar.
Útidúr er nú að klára sína þriðju
plötu og eru þetta einu tónleikar
sveitarinnar í sumar og því um
fágætt tækifæri að ræða, en sveit-
in hefur ekki spilað mikið á síð-
ustu misserum þar sem fiðluleik-
ari hennar er búsettur erlendis.
Sveitin spilaði talsvert erlendis á
síðasta ári og fór í tónleikaferð til
Þýskalands fyrir rúmu ári.
„Næsta sumar stefnum við á
að kynna plötuna betur og koma
meira fram,“ segir Sólveig Anna.
Hljómsveitin hefur verið starf-
andi frá árinu 2009 og gefið út
tvær plötur og leikur kammerpopp.
Tónleikarnir hefjast klukk-
an 21.00 í kvöld í Mengi sem er á
Óðinsgötu 2 og kostar 2.000 krónur
inn. - gló
Útidúr leikur efni af
nýrri plötu í Mengi
Hljómsveitin er að klára sína þriðju plötu sem gefi n
verður út í haust og spilar á tónleikum í kvöld.
ÚTIDÚR Sveitin hefur þegar gefið út tvær plötur. MYND/BÁRA BJARNADÓTTIR
Upplýsingar um viðburði
sendist á hvar@fretta-
bladid.is og einnig er hægt
að skrá þá á visir.is.
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
2
9
-0
7
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
9
8
-A
7
9
C
1
5
9
8
-A
6
6
0
1
5
9
8
-A
5
2
4
1
5
9
8
-A
3
E
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K