Fréttablaðið - 30.07.2015, Síða 58
30. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| SPORT | 38
Hvað ef ég hefði
dæmt víti upp úr þurru
sem enginn hefði skilið
neitt í? Hvernig ætla
menn að snúa sér í því?
Þorvaldur Árnason dómari
FÓTBOLTI „Ég man ekkert eftir
þessum leik. Ég man ekki einu
sinni eftir því að hafa verið á KR-
vellinum,“ segir dómarinn Þor-
valdur Árnason en hann fékk
heilahristing í leik KR og Breiða-
bliks á mánudag.
„Það síðasta sem ég man fyrir
leik var að hafa stoppað á bens-
ínstöð á leið minni á leikinn. Þar
fékk ég mér orkudrykk. Næst man
ég eftir mér um miðnæturleytið á
sjúkrahúsinu. Þegar ég kom upp á
spítala gat ég sagt nafnið mitt en
meira var það ekki. Ég mundi ekki
einu sinni hvaða ár var.“
Óskiljanlegt að ég hafi dæmt
Atvikið átti sér stað á 32. mín-
útu leiksins en þrátt fyrir heila-
hristinginn kláraði hann að dæma
fyrri hálfleikinn og fórst það vel
úr hendi.
„Það er óskiljanlegt svona eftir
á að hyggja að ég hafi getað dæmt
síðasta korterið. Mér skilst að ég
hafi gefið gult spjald sem ég man
ekkert eftir. Mér finnst það ótrú-
legt að ég hafi getað dæmt þessar
mínútur,“ segir Þorvaldur en það á
sér víst eðlilegar skýringar.
„Sjúkraflutningamennirnir
sögðu að þegar púlsinn er svona
hátt uppi nái maður að halda söns-
um. Um leið og hann dettur niður
þá koma afleiðingarnar í ljós eins
og gerðist þegar ég blés til hálf-
leiks.“
Kastaði upp inni í klefa
Þorvaldi var orðið óglatt áður en
hann blés fyrri hálfleikinn af og
hann var ekki fjarri því að kasta
upp á leið sinni til búningsher-
bergja.
„Ég var kominn með æluna upp
í kok en ég náði inn á salerni áður
en ég ældi. Svo datt ég í ruglið
inni í klefanum. Ég spurði strák-
ana hvaða kæruleysi þetta væri að
við værum ekki farnir í sturtu. Ég
hélt að leikurinn væri búinn í hálf-
leik. Ég spurði svo hvernig leikur-
inn hefði farið. Þó svo ég sé skrít-
inn að eðlisfari þá var ég orðinn
enn undarlegri þarna,“ segir Þor-
valdur og hlær við en hann er afar
léttur yfir þessu öllu.
„Það er oft talað um að menn
sem eru í dómgæslu séu ruglað-
ir en þetta var kannski aðeins of
mikið. Það er kostur á KR-vellin-
um að þar er bráðatæknir. Hann
skoðaði mig og hringdi í kjölfarið
á sjúkrabíl.“
Dómarinn á að taka því rólega
næstu tvær vikurnar. Má helst
ekkert hreyfa sig. Eftir þessar
tvær vikur verður hann svo skoð-
aður aftur.
„Ég verð nú að hryggja ykkur
með því að það eru allar líkur á því
að ég dæmi meira í sumar,“ segir
Þorvaldur og hlær sem fyrr.
Þó svo hann taki óhappinu vel er
þetta nokkuð alvarlegt mál. Hann
meiddist og engum datt í hug að
grípa inn í og athuga hvort það
væri í lagi með hann.
„Það eru mjög sterkar verklags-
reglur í fótboltanum um hvernig
við eigum að snúa okkur ef leik-
maður verður fyrir höfuðmeiðslum.
Það gleymdist að hugsa fyrir slíku
hjá dómurum,“ segir Þorvaldur og
bendir á að það sé í raun lukka að
leikurinn hafi ekki farið í tómt rugl
með hann í þessu ástandi.
Þarf að skoða verklagsreglurnar
„Hvað ef gula spjaldið sem ég gaf
hefði verið algjörlega út úr korti?
Hvað á að gera í því? Hvað ef ég
hefði dæmt víti upp úr þurru sem
enginn hefði skilið neitt í? Hvernig
ætla menn að snúa sér í því? Þetta
hlýtur að vera eitthvað sem menn
verða að skoða núna.“
Ekki er vitað til þess að annar
dómari í heiminum hafi dæmt leik
með heilahristing eins og Þorvald-
ur.
„Þetta vekur mann til umhugs-
unar um hvað skuli gera í þessum
málum. Hver á að taka ákvörðun
um að stöðva leikinn þegar dóm-
arinn er ekki í neinu ástandi til
þess að stöðva hann sjálfur? Hver
á að meta þetta og taka í taumana?
Þetta þarf að skoða úti um allan
heim.“ henry@frettabladid.is
Ég hélt að leikurinn
væri búinn í hálfl eik
Þorvaldur Árnason man ekki eft ir því að hafa komið á KR-völlinn á mánudag.
Hann dæmdi fyrri hálfl eikinn og fékk heilahristing. Hann ætlaði að fara í sturtu
í hálfl eik. Ekkert verklag er til um hvað skal gera ef dómari fær höfuðhögg.
GULA SPJALDIÐ Þorvaldur lyftir hér
gulu spjaldi skömmu eftir að hann
meidd ist. Sjá má að honum líður ekki
vel. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
MEÐ ÆLUNA UPP Í KOK Þorvaldi varð mjög bumbult á leið til búningsherbergja eins og sjá má. Mátti litlu muna að hann
kastaði upp inni á vellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI KR tekur á móti ÍBV í
undanúrslitum Borgunarbikarsins í
kvöld. Róðurinn verður þungur fyrir
Eyjamenn sem litu ekki vel út gegn
Stjörnunni í Pepsi-deildinni um
helgina.
Verður þetta fjórða árið í röð
sem þessi lið mætast á einhverjum
tímapunkti í bikarnum og í fimmta
sinn á síðustu sex árum. Í þessum
fjórum tilraunum hefur ÍBV ekki
tekist að sigra KR en allir leikirnir
hafa farið fram á Hásteinsvelli þar
sem Eyjamenn eru hvað sterkastir.
Eyjamenn verða því að hysja upp um
sig buxurnar ætli þeir sér að stríða
KR-ingunum sem eru á góðum skriði.
Hefur KR ekki tapað leik gegn
íslenskum andstæðingi frá 3-0 tapinu
á Vodafone-vellinum í upphafi júní.
Virðist bikarkeppnin henta KR-ingum
sérstaklega vel en KR hefur komist í
bikarúrslitaleikinn fjórum sinnum á
síðustu fimm árum og orðið bikar-
meistari í þrjú skipti af fjórum.
Þá hefur KR ekki tapað á heima-
velli í bikarnum frá árinu 2007 en sá
sigur Vals kom í Frostaskjólinu eftir
vítaspyrnukeppni. Síðasta liðið til
að slá út KR í venjulegum leiktíma í
Frostaskjólinu í bikarnum var einnig
Valur í 2-1 sigri Vals árið 2005. - kpt
Fellur ÍBV út gegn KR fj órða árið í röð?
ALLT ER ÞEGAR FERNT ER? Tekst ÍBV
loksins að vinna KR? FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FIMMTUDAG KL. 18:00
365.is Sími 1817
KR–ÍBV UNDANÚRSLIT!
Strákarnir hans Bjarna Guðjóns í KR fá ÍBV í heimsókn í undan-
úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Það getur allt gerst í bikarnum
og bæði lið ætla að fara alla leið.
FÓTBOLTI Valsmenn tryggðu sér í gærkvöldi sæti í
úrslitaleik Borgunarbikars karla eftir sigur á 1. deildar
liði KA eftir vítaspyrnukeppni á Akureyrarvelli. Þetta er
í fyrsta sinn síðan 2005 sem Valur kemst í bikarúrslit.
KA-menn, sem höfðu slegið út Pepsi-deildarlið
Breiðabliks og Fjölnis á leið sinni í undanúrslitin,
komust yfir strax á 6. mínútu þegar Elfar Árni Aðalsteins-
son skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Valur
jafnaði metin á 23. mínútu með marki Orra Sigurðar
Ómarssonar. Fleiri urðu mörkin ekki og því þurfti að
grípa til vítaspyrnukeppni.
Þar nýttu Valsmenn allar sínar fimm spyrnur
en Ingvar Þór Kale varði spyrnu Josips Serdarusic,
leikmanns KA. Það var varamaðurinn Emil Atl-
ason sem tryggði Valsmönnum sigurinn þegar
hann skoraði úr síðustu spyrnu þeirra. - iþs
Valur í bikarúrslit í fyrsta sinn í 10 ár
SPORT
2
9
-0
7
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
9
8
-D
8
F
C
1
5
9
8
-D
7
C
0
1
5
9
8
-D
6
8
4
1
5
9
8
-D
5
4
8
2
8
0
X
4
0
0
7
A
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K