Fréttablaðið - 25.07.2015, Qupperneq 2
25. júlí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2
FRÉTTIR
FIMM Í FRÉTTUM KYNJAKVÓTAR OG FERÐAMENNGLEÐIFRÉTTIN
SJÁ SÍÐU 32
VEÐUR
Smári Sigurðsson,
formaður Slysavarna-
félagsins Landsbjargar,
vill að ferðamenn sem
þarf að bjarga borgi
í auknum mæli fyrir
björgunina.
Halldóra Dröfn
Gunnars dóttir,
framkvæmdastjóri
Barnaverndar Reykja-
víkur, furðar sig á því
að leikskólastarfsmenn
tilkynni síður vanrækslu og ofbeldi til
barna verndarnefnda.
Baltasar Kormákur
leikstjóri segist vilja
koma á kynjakvóta
í úthlutunum Kvik-
myndasjóðs Íslands
með það að markmiði
að fjölga konum í stéttinni.
Eygló Harðardóttir
félagsmálaráðherra er
bjartsýn á að Ísland
geti tekið á móti
fimmtíu flóttamönnum
að lágmarki á næstu
tveimur árum.
➜ Annþór Karlsson, fangi á
Litla-Hrauni, gagnrýnir harðlega að
það hafi tekið þrjú ár að rannsaka
hvort hann hafi orðið sam-
fanga sínum að bana
árið 2012. Mat erlendra
sérfræðinga er að mað-
urinn hafi ekki látist
af þeim áverkum
sem Annþór
er sakaður um
að hafa veitt
honum.
Tilboðsverð frá 109.900 kr.
Innifalið: flug og gisting á Melia Benidorm ****
með hálfu fæði 14.-21.ágúst.
Alicante
Síðustu sætin í sólina í ágúst
VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444
Hæg breytileg átt eða hafgola á morgun og
er líklegt að víða sjáist til sólar. Skýjafarið
verður þó eitthvað köflótt og eru líkur á
síðdegisskúrum, einkum sunnanlands.
Hitatölurnar verða áfram á bilinu 8 til 13 stig.
„Það er ljóst að það gengur ekki
að helmingur þjóðarinnar, sem
eru konur, eigi sér ekki sína rödd
í kvikmyndum, öflugasta miðli
nútímans. Það er ekkert bara
vandamál kvikmyndagerðar-
manna, heldur samfélagsins alls,“
segir Illugi Gunnarsson mennta-
málaráðherra.
Baltasar Kormákur lagði fram
hugmynd í föstudagsviðtali Frétta-
blaðsins um hvernig ætti að auka
hlut kvenna í kvikmyndagerð.
Framlög til kvikmyndasjóðs yrðu
aukin, potturinn stækkaður og allt
umfram það sem þegar er færi til
kvenna í kvikmyndagerð.
„Baltasar er að leggja til tíma-
bundinn kynjakvóta og horfa til
þeirrar aukningar sem væri mögu-
leg á sjóðinn. Þetta er hugmynd
sem ég er tilbúinn að skoða alvar-
lega,“ heldur Illugi áfram. Hann
segir þurfa að huga að útfærslum.
Almennt sé hann ekki hrifinn af
kynjakvótum.
„Það eitt og sér að bæta við
fjármagni er ekki nóg. Það skipt-
ir máli að fyrirtækin sem starfa í
greininni nýti sér þá fjármuni og
ýti áfram konum, opni fyrir þær
tækifærin. Það er ekki bara ríkið
sem getur gert það, en við getum
sannarlega hvatt til þess.“
Illugi segir tillögu Baltasars
skynsamlega og rökin sann-
færandi. „Við erum að missa af
hæfileikaríkum konum. Ef við
látum þetta standa óáreitt þá
breytist ekkert. Þetta er óæski-
leg staða, eins og hún er í dag.“
Hann segir það vissulega skipta
máli að maður með bakgrunn eins
og Baltasar stígi fram með slíka
hugmynd. „Það hefur auðvitað
mikið að segja, þegar menn hafa
náð árangri eins og Balti þá hefur
hann tækifæri til að hafa mótandi
og jákvæð áhrif á þessu sviði. Ég
er sannarlega ánægður með að
heyra þennan tón. Þetta skiptir
máli.“
En þarf þá karlmenn til þess
að hvetja konur til þess að búa til
kvikmyndir? „Nei. Það á ekki að
skipta máli hvort það er karl eða
kona því þetta varðar okkur öll.
Þetta er jafn mikið hagsmuna-
mál karla og kvenna, jafnrétti.
Hvort sem er í menningu, listum
eða efnahagslífinu. Við þurfum á
öllum að halda, öllum sjónarmið-
unum og ólíku þáttunum. Ef við
nýtum það ekki erum við öll að
tapa. Ég tek jákvætt í þetta, ég tek
undir. Ég er algjörlega, heils hugar
sammála forsendunum sem þarna
eru gefnar. Ég held að þetta séu
orð í tíma töluð.“ - ósk/vh
Ráðherra segir rök
Balta sannfærandi
Menntamálaráðherra segir hugmyndir Baltasars um tímabundinn kynjakvóta í
úthlutunum frá kvikmyndasjóði skynsamlegar. Hann skoðar tillöguna alvarlega.
MISSUM AF HÆFILEIKARÍKUM
KONUM Illugi Gunnarsson segir hug-
myndir Baltasars Kormáks orð í tíma
töluð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VILL SETJA Á KYNJAKVÓTA Baltasar segir engin rök halda í því að konur séu síðri
leikstjórar en karlmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Feðgarnir Hlynur Gestsson, ellefu ára,
og Gestur Hreinsson ætla
að hlaupa tíu kílómetra í
Reykjavíkurmara-
þoninu með
Sindra Pálsson,
sex ára frænda
sinn, sem bund-
inn er hjólastól
vegna afar
sjaldgæfs heil-
kennis.
Hlaupa með
frænda sinn
TAÍLAND Taílenskir hermenn og verkamenn unnu þrekvirki þegar þeir
fluttu gríðarstóra styttu af Narai Taílandskonungi frá verksmiðjunni
sem annaðist smíðina yfir í Ratchapakdi-almenningsgarðinn í Hua
Hin í gær.
Taílenski herinn er um þessar mundir að byggja almenningsgarðinn
sem er tileinkaður taílensku konungsfjölskyldunni.
Narai var konungur í Ayutthaya-konungsveldinu árin 1656 til 1688
og er almennt talinn farsælasti konungur veldisins. Ayutthaya-veldið
teygði sig yfir stóran hluta Suðaustur-Asíu og stóð frá 1351 til 1767. - srs
Byggja almenningsgarð til heiðurs konungsfjölskyldunni:
Nairu konungur settur á stall
FLUTNINGAR Verkamenn og hermenn flytja styttu af Nairu konungi í Ratchapakdi-
almenningsgarðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
LÖGREGLUMÁL Lögregla hafði
afskipti af fólki í Reykjanesbæ
sem safnaði undirskriftum fyrir
íbúakosningu vegna fyrirhugaðs
kísilvers í Helguvík.
Fólkið var að safna undirskrift-
um fyrir utan Nettó í Reykja-
nesbæ þegar verslunarstjórinn
hafði afskipti af því og bað það
um að færa sig af lóð verslunar-
innar. Fólkið varð ekki við beiðn-
inni og kallaði verslunarstjórinn
því til lögreglu.
Einstaklingarnir neituðu að
færa sig um set en lögregla tók
niður kennitölur þeirra og fór svo
af vettvangi. - srs
Lögregla kölluð að Nettó:
Neituðu að fara
af lóð Nettó
LÖGREGLUMÁL Fjórir karlar og ein kona voru
dæmd í Héraðsdómi Norðurlands eystra á
fimmtudag fyrir margvísleg brot, þar á meðal að
kveikja í bíl með bensínsprengju.
Tveir mannanna og konan eru meðal annars
dæmd fyrir að hafa hótað öldruðum manni ofbeldi
og að saka hann um kynferðisofbeldi á heimili
hans í apríl 2014.
Við rannsókn málsins kom í ljós að maðurinn
hafði árið 1997 verið dæmdur fyrir að nauðga
konunni, sem þá var þriggja ára gömul. Mark-
mið árásarinnar á manninn var að fá fébætur frá
honum fyrir verknaðinn.
Í dómnum er upptaka af heimsókn þremenn-
inganna til mannsins rakin. Þar ítrekar konan að
atvikið árið 1997 hafi haft alvarlegar sálrænar
afleiðingar fyrir hana. Hún var gráti næst.
Aðrir í dómnum eru meðal annars dæmdir fyrir
að kveikja í bifreið lögreglumanns með bensín-
sprengju. Málin eru alveg óskyld nema að því
leyti að um sömu gerendur er að ræða.
- snæ
Fimm dæmd fyrir handrukkun, eignaspjöll og að kveikja í bifreið:
Reyndu að kúga fé af nauðgara
VALDSTJÓRNIN Mennirnir voru meðal annars dæmdir fyrir
að ráðast á lögreglumann á heimili hans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
EFNAHAGSMÁL Alþjóðlega mats-
fyrirtækið Fitch Ratings hefur
hækkað lánshæfismat ríkissjóðs
Íslands fyrir langtímaskuldbind-
ingar í erlendri mynt í BBB+ frá
BBB.
Fitch er þriðja matsfyrirtækið
til að hækka lánshæfi ríkissjóðs
á skömmum tíma en áður höfðu
Standard & Poor´s og Moody´s
hækkað lánshæfiseinkunn
Íslands.
Sömu forsendur eru tilgreindar
og hjá hinum matsfyrirtækjun-
um; trúverðug áætlun um afnám
fjármagnshafta og von um batn-
andi skuldastöðu ríkissjóðs. -ih
Þriðja matið sem hækkar:
Fitch hækkar
lánshæfi Íslands
2
4
-0
7
-2
0
1
5
2
1
:5
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
8
F
-6
9
5
0
1
5
8
F
-6
8
1
4
1
5
8
F
-6
6
D
8
1
5
8
F
-6
5
9
C
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K