Fréttablaðið - 25.07.2015, Side 12
25. júlí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12
ORKA NÁTTÚRUNNAR · Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is
Nú liggur straumurinn í rafbílana og þess vegna hefur Orka náttúrunnar opnað
10 hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla á rúmu ári. Þannig leggjum við hinni hljóðlátu
samgöngubyltingu lið og stuðlum að vistvænum samgöngum.
Kynntu þér staðsetningu hraðhleðslustöðvanna og kosti rafbíla á heimasíðu okkar on.is
Fylltu á rafbílinn með Orku náttúrunnar Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn um allt land og sér
höfuðborgarbúum fyrir heitu vatni.
Við nýtum auðlindir af ábyrgð til að
bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð.
Rafmagnið er
komið í umferð
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
9
4
0
2
VIÐSKIPTI Íslenska tölvuleikja-
fyrir tækið Klang Games er metið
á tæpan milljarð króna eftir
hlutafjárkaup breska fjárfest-
ingarfélagsins London Venture
Capital í fyrirtækinu. Fjárfest-
arnir keyptu hlut í félaginu fyrir
630 þúsund Bandaríkjadali, eða
um 85 milljónir íslenskra króna.
Klang Games var stofnað árið
2013 af Ívari Emilssyni, Oddi
Snæ Magnússyni og Guðmundi
Hallgrímssyni listamanni, sem
jafnan er kallaður Mundi Vondi.
Ívar og Oddur eru fyrrverandi
starfsmenn CCP og hafa tals-
verða reynslu af hönnun tölvu-
leikja. Stofnendurnir eiga fyrir-
tækið enn að mestu.
Ívar segir að við fjárfestingu
London Venture Capital hækki
virði fyrirtækisins enn frekar
þar sem það sé afar virt innan
tölvuleikjaheimsins. Þá muni
sambönd breska fyrirtækisins og
reynsla þess hjálpa frekari vexti
Klang Games.
David Lau-Kee, meðeigandi hjá
London Venture Capital, tekur
sæti í stjórn fyrirtækisins. Lau-
Kee var áður varaforseti tölvu-
leikjarisans Electronic Arts.
Klang Games er við það að
gefa út sinn fyrsta tölvuleik,
ReRunners, sem kemur út á
snjallsíma. Til að byrja með
verður leikurinn prufukeyrður á
Filipps eyjum, Nýja-Sjálandi og í
Ástralíu. Í kjölfarið er stefnt að
því að leikurinn komi út um allan
heim í október. Leikurinn kemur
út á ensku, frönsku, ítölsku,
þýsku og spænsku en nú stendur
yfir vinna við að þýða leikinn.
Ívar lýsir ReRunners sem risa-
stórum heimi þar sem hægt er að
ferðast um og keppa við aðra spil-
ara.
Framtíðarsýn Klang Games er
skýr að mati Ívars. „Okkar mark-
mið er að slá í gegn. Við erum að
búa til alveg frábæran leik og við
ætlum að halda áfram að reyna
að búa til frábæra fjölspilunar-
leiki,“ segir hann.
Klang Games er staðsett í
Berlín. Ívar segir einkum tvær
ástæður fyrir því að fyrirtækið
hafi valið að starfa þar. „Það er
rosalega erfitt að fá erlenda fjár-
festa til Íslands því peningurinn
er fastur. Það er samt ekki aðal-
ástæðan. Aðalástæðan er betri
aðgangur að starfsfólki. Eins og
ástandið er í dag er auðveldara að
fá fólk til að flytja til Berlínar en
Íslands,“ segir Ívar.
- ih
Virði Klang Games tæpur
milljarður eftir fjárfestingu
Breskir fjárfestar hafa keypt hlut í hinu íslenska Klang Games. Eftir kaupin er fyrirtækið metið á tæpan milljarð.
Unnið er að útgáfu fyrsta leiks fyrirtækisins, ReRunners. Auðveldara þykir að starfa í Berlín en á Íslandi.
FRUMKVÖÐLAR Ívar, Oddur og Guð-
mundur stofnuðu Klang Games árið
2013 og eiga enn stærstan hlut í fyrir-
tækinu. MYND/KLANG GAMES
RERUNNERS Í leiknum verður hægt að keppa við aðra spilara í hinum ýmsu
leikjum. MYND/KLANG GAMES
Eins og ástandið er í
dag er auðveldara að fá
fólk til að flytja til
Berlínar en Íslands.
Ívar Emilsson,
framkvæmdastjóri Klang Games.
NEYTANDAMÁL Ísland er á meðal
fimmtíu ríkja innan Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar sem hafa
komist að samkomulagi um niður-
fellingu tolla á upplýsingatækni-
vörum.
Stefnt er á að samningurinn
taki gildi 1. júlí 2016 og munu toll-
ar falla niður í fjórum áföngum til
ársins 2019. Um er að ræða ýmsar
vörur á borð við rafeindavogir,
röntgentæki og ýmis fjarskipta-
tæki. - srs
Útvíkka tollasamning:
Fimmtíu ríki
fella niður tolla
BRUNI „Við fengum boð frá Neyð-
arlínunni um 12.20 og við hlupum
í raun yfir götuna,“ segir Ámundi
Gunnarsson, slökkviliðsstjóri
Fjallabyggðar, um eld sem kom
upp í hinu nýopnaða Sigló Hóteli á
Siglufirði um hádegisbilið í gær.
Greiðlega gekk að slökkva eld-
inn. Einn skar sig á hendi og fékk
vott af reykeitrun í brunanum og
var fluttur á Sjúkrahúsið á Akur-
eyri. Eldhúsið er mjög illa farið,
að sögn Ámunda. - jóe
Betur fór en á horfðist:
Eldur í eldhúsi
Sigló Hótels
SIGLÓ HÓTEL Einn slasaðist í brun-
anum. MYND/ JÓN BJÖRGVIN ÓLAFSSON
2
4
-0
7
-2
0
1
5
2
1
:5
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
8
F
-B
3
6
0
1
5
8
F
-B
2
2
4
1
5
8
F
-B
0
E
8
1
5
8
F
-A
F
A
C
2
8
0
X
4
0
0
9
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K