Fréttablaðið - 25.07.2015, Side 30

Fréttablaðið - 25.07.2015, Side 30
FÓLK|HELGIN Átta þúsund konur hjóla 100 kílómetra, ýmist í hópi eða á eigin vegum, en þetta er í fyrsta skipti sem hópur íslenskra kvenna tekur þátt,“ segir Björk. „Við hittumst fyrir utan Kríu að Grandagarði 7 klukkan níu. Þaðan liggur leið upp að Rauðavatni og svo Nesja- vallaveginn. Við stoppum á ION hóteli þar sem okkur verður boð- ið upp á súpu og brauð en þaðan förum við Grafningsveginn, fram hjá Þingvöllum og svo Mosfells- heiðina til baka,“ upplýsir Björk. Aðspurð segir hún á þriðja hundrað konur hafa skráð sig til þátttöku á viðburðinn á Facebook. „Einhverjir skrá sig þó eflaust aðeins til stuðnings en við búumst við að minnsta kosti fimmtíu til hundrað.“ Björk segir það hafa komið á daginn að mörgum konum þyki gott að hjóla í hóp og þá sérstaklega til að byrja með á meðan þær eru að ná upp öryggi. Hingað til hafa fleiri karlar lagt stund á hjól- reiðar en það er að breytast. Kría hefur staðið fyrir hálfsmánaðar- legum stelpuhjólaferðum í vetur og hafa allt upp undir 80 konur verið að mæta. Aðspurð segir Björk mælst til þess að þátttakendur í ferðinni á morgun séu annað hvort á Racer- eða Cyclo-cross-hjólum. „Ekki að það sé ekki hægt að komast þetta á annars konar hjóli. Þetta er frekar spurning um að halda tíma og að við getum nokkurn veginn haldið hópinn. Það bætir ánægjuna og öryggið. Ef eitthvað kemur upp á verðum við svo með bíl svo hægt sé að skipta um dekk og þess háttar og svo verðum við með drykkjarstöðvar á leiðinni,“ segir Björk. Hún segir enn hægt að skrá sig til þátttöku á Facebook-síðunni Kría Wmn 100 ride en það er líka hægt að mæta bara á svæðið klukkan níu. „Eins hvetjum við alla þátttakendur til að skrá sig á heimasíðu Rapha; pages.rapha. cc/womens100 en þar er haldið utan um fjölda þátttakenda í heiminum öllum.“ ■ vera@365.is KONUR HJÓLA 100 KÍLÓMETRA HEIMSVIÐBURÐUR Á níunda þúsund kvenna um allan heim hjóla 100 kíló- metra á morgun. Verslunin Kría hjól stendur að baki viðburðinum hér á landi og er búist við því að fjöldi íslenskra kvenna taki þátt. Björk Kristjánsdóttir fer fyrir íslenska hópnum og segir sífellt fleiri konur leggja stund á hjólreiðar. UNDIRBÝR SIG FYRIR ÍSLANDSMEISTARAMÓT Björk byrjaði að stunda hjólreiðar af kappi í fyrra og æfir nú stíft fyrir Íslands- meistaramótið sem haldið verður sunnudaginn 9. ágúst. „Þetta er ágætis upphitun,“ segir hún sposk. BÝST VIÐ FJÖLDA KVENNA Hátt í 300 konur hafa skráð sig á viðburðinn á Facebook en Björk telur sumar aðeins skrá sig til stuðnings. Hún á að minnsta kosti von á 50 til 100 þátttakendum. MYND/ANDRI MARÍNÓ Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum Nánari upplýsingar www.SUPERBEETS.is Umboð: vitex ehf - Upplýsingasími 896 6949 Betra blóðflæði Rauðrófu kristall 100% náttúrulegt Einstök virkni og gæði - þú finnur muninn Nitric Oxide Superbeets allt að 5 sinnum öflugri 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Íslensk vottun á virkni NO3 Sýni rannsóknarstofa - Nýsköpunarmiðstöð Íslands Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar Nitri c Oxide framleiðslu strax. Bætt blóðflæði og aukin súrefnisupptaka hefur jákvæð áhrif á alla starfsemi líkamans, þ.m.t. hjarta og æðakerfi. ATH: Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide. (NO) byrjar í munni, þess vegna er SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi. Laugavegi 53b • Sími: 552-3737 www.dimmalimmreykjavík.isFacebook/IanaReykjavík Útsala Útsala Opið mán - föst frá 10-18 og laugardaga frá 10-17 40% til 50% afsl. af öllum útsölu vörum FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM 2 4 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 6 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 F -B D 4 0 1 5 8 F -B C 0 4 1 5 8 F -B A C 8 1 5 8 F -B 9 8 C 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.