Fréttablaðið - 25.07.2015, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.07.2015, Blaðsíða 30
FÓLK|HELGIN Átta þúsund konur hjóla 100 kílómetra, ýmist í hópi eða á eigin vegum, en þetta er í fyrsta skipti sem hópur íslenskra kvenna tekur þátt,“ segir Björk. „Við hittumst fyrir utan Kríu að Grandagarði 7 klukkan níu. Þaðan liggur leið upp að Rauðavatni og svo Nesja- vallaveginn. Við stoppum á ION hóteli þar sem okkur verður boð- ið upp á súpu og brauð en þaðan förum við Grafningsveginn, fram hjá Þingvöllum og svo Mosfells- heiðina til baka,“ upplýsir Björk. Aðspurð segir hún á þriðja hundrað konur hafa skráð sig til þátttöku á viðburðinn á Facebook. „Einhverjir skrá sig þó eflaust aðeins til stuðnings en við búumst við að minnsta kosti fimmtíu til hundrað.“ Björk segir það hafa komið á daginn að mörgum konum þyki gott að hjóla í hóp og þá sérstaklega til að byrja með á meðan þær eru að ná upp öryggi. Hingað til hafa fleiri karlar lagt stund á hjól- reiðar en það er að breytast. Kría hefur staðið fyrir hálfsmánaðar- legum stelpuhjólaferðum í vetur og hafa allt upp undir 80 konur verið að mæta. Aðspurð segir Björk mælst til þess að þátttakendur í ferðinni á morgun séu annað hvort á Racer- eða Cyclo-cross-hjólum. „Ekki að það sé ekki hægt að komast þetta á annars konar hjóli. Þetta er frekar spurning um að halda tíma og að við getum nokkurn veginn haldið hópinn. Það bætir ánægjuna og öryggið. Ef eitthvað kemur upp á verðum við svo með bíl svo hægt sé að skipta um dekk og þess háttar og svo verðum við með drykkjarstöðvar á leiðinni,“ segir Björk. Hún segir enn hægt að skrá sig til þátttöku á Facebook-síðunni Kría Wmn 100 ride en það er líka hægt að mæta bara á svæðið klukkan níu. „Eins hvetjum við alla þátttakendur til að skrá sig á heimasíðu Rapha; pages.rapha. cc/womens100 en þar er haldið utan um fjölda þátttakenda í heiminum öllum.“ ■ vera@365.is KONUR HJÓLA 100 KÍLÓMETRA HEIMSVIÐBURÐUR Á níunda þúsund kvenna um allan heim hjóla 100 kíló- metra á morgun. Verslunin Kría hjól stendur að baki viðburðinum hér á landi og er búist við því að fjöldi íslenskra kvenna taki þátt. Björk Kristjánsdóttir fer fyrir íslenska hópnum og segir sífellt fleiri konur leggja stund á hjólreiðar. UNDIRBÝR SIG FYRIR ÍSLANDSMEISTARAMÓT Björk byrjaði að stunda hjólreiðar af kappi í fyrra og æfir nú stíft fyrir Íslands- meistaramótið sem haldið verður sunnudaginn 9. ágúst. „Þetta er ágætis upphitun,“ segir hún sposk. BÝST VIÐ FJÖLDA KVENNA Hátt í 300 konur hafa skráð sig á viðburðinn á Facebook en Björk telur sumar aðeins skrá sig til stuðnings. Hún á að minnsta kosti von á 50 til 100 þátttakendum. MYND/ANDRI MARÍNÓ Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum Nánari upplýsingar www.SUPERBEETS.is Umboð: vitex ehf - Upplýsingasími 896 6949 Betra blóðflæði Rauðrófu kristall 100% náttúrulegt Einstök virkni og gæði - þú finnur muninn Nitric Oxide Superbeets allt að 5 sinnum öflugri 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Íslensk vottun á virkni NO3 Sýni rannsóknarstofa - Nýsköpunarmiðstöð Íslands Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar Nitri c Oxide framleiðslu strax. Bætt blóðflæði og aukin súrefnisupptaka hefur jákvæð áhrif á alla starfsemi líkamans, þ.m.t. hjarta og æðakerfi. ATH: Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide. (NO) byrjar í munni, þess vegna er SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi. Laugavegi 53b • Sími: 552-3737 www.dimmalimmreykjavík.isFacebook/IanaReykjavík Útsala Útsala Opið mán - föst frá 10-18 og laugardaga frá 10-17 40% til 50% afsl. af öllum útsölu vörum FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM 2 4 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 6 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 F -B D 4 0 1 5 8 F -B C 0 4 1 5 8 F -B A C 8 1 5 8 F -B 9 8 C 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.