Fréttablaðið - 25.07.2015, Blaðsíða 61
LAUGARDAGUR 25. júlí 2015 | MENNING | 33
SUNNUDAGUR
Átak á vegum druslugöngunnar
sem ber nafnið „drusluákall“ fór
af stað fyrir aðeins tveimur dögum
og nú þegar hafa hundruð kvenna
og karla sagt sögu sína og tekið
afstöðu með málstaðnum.
Viðbrögðin við drusluákallinu
hafa ekki látið á sér standa en þetta
er það sem skipuleggjendur druslu-
göngunnar voru að vonast eftir.
„Það er ekki alveg hægt að gera
sér grein fyrir hvort svona grípi
eða ekki en við vitum að það eru
margir sem hafa lent í einhverju
og þetta er góð leið til þess að kalla
eftir breytingum hjá lögreglu og
stjórnvöldum. Eftirfylgnin í þessum
málum í dag er lítil sem engin. Nú
er þessi bylting orðin of stór til þess
að við náum að fylgjast með enda
er þetta einhvers konar sameining á
öllum þeim byltingum sem hafa átt
sér stað á þessu ári. Slagorð göng-
unnar er „Ég á mig sjálf“ og það á
vel við það sem er að gerast í sam-
félaginu,“ segir María Rut Kristins-
dóttir, talskona druslugöngunnar.
Guðfinna Jóhanna Guðmunds-
dóttir borgarfulltrúi sagði í gær
frá því að hún hefði orðið fyrir
kynferðisofbeldi þegar hún var
ung. María telur þetta setja sterkt
fordæmi fyrir eldri kynslóðir þar
sem þöggunin er hvað mest. „Guð-
finna er að sýna ótrúlegt hug-
rekki með því að segja frá þessu.
Það sem við viljum er að fleiri af
hennar kynslóð segi sögu sína þar
sem svo margir eru að burðast með
sína skömm sem er svo tilgangs-
laust. Ég veit hvernig þetta er og
frelsið sem ég upplifði með því að
segja frá.“
Druslugangan verður farin frá
Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag
og endar á Austurvelli þar sem
verða fluttar ræður og tónlistar-
atriði. „Það er allt klárt. Við verðum
með skiltagerð fyrir gönguna og svo
erum við búin að redda meiri varn-
ingi. Drusluderhúfurnar seldust
upp á 20 mínútum í partíinu okkar
á miðvikudaginn og við þurftum að
grátbiðja um meira. Hægt verður að
kaupa drusluvarning hjá Hallgríms-
kirkju og á Austur velli á meðan
birgðir endast.“
gunnhildur@frettabladid.is
Þöggunin er
enn til staðar
Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju
klukkan tvö í dag. Átakið „drusluákall“ hefur vakið
mikla athygli seinustu daga.
DRUSLU-
GANGA Í
dag verður
druslugang-
an gengin
í fimmta
sinn.
MYND/ANDRI
LAUGARDAGUR
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
25. JÚLÍ 2015
Tónleikar
12.00 Orgelleikarinn János Kristófi
leikur á tónleikum á Alþjóðlegu orgel-
sumri í Hallgrímskirkju í dag og mun
leika verk eftir J.S. Bach og Franz Liszt.
Miðaverð er 2.000 krónur.
14.00 Sigurður Flosason spilar á tón-
leikum í Menningarhúsinu Hofi á Akur-
eyri ásamt djass- og blúsbandinu Blue
Shadows. Einnig verða tvennir tónleikar
á sunnudaginn, klukkan 14.00 og 20.00.
Miðaverð er 2.900 krónur.
16.00 Þóra Einarsdóttir sópran og
Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleik-
ari leika á tónleikum á Reykholtshátíð
í Reykholtskirkju. Á tónleikunum
verður brugðið upp svipmyndum
frá upphafsárum tónleikahefðar
á Íslandi til aldamótanna 1900.
Miði á staka tónleika á hátíðinni
kostar 3.500 krónur og hátíðar-
passi 9.000 krónur.
20.00 Finnski lágfiðluleikarinn
Atte Kilpeläinen spilar á
kammertónleikum á
Reykholtshátíð í
Reykholtskirkju.
Miðaverð á staka
tónleika er 3.500
krónur og hátíðar-
passi á 9.000
krónur.
21.00 Belgíski
hönnuðurinn
og listamað-
urinn Nicolas
Kunysz spilar
í Mengi í kvöld
en hann gefur
einnig út plötuna
Music for Islands
í dag. Miðaverð er
2.000 krónur.
22.00 Rúnar Þór og hljómsveit spila
á Græna hattinum á Akureyri í kvöld.
Miðaverð er 2.500 krónur.
22.00 Börn, Kælan mikla og Antimony
spila á tónleikum á Dillon í kvöld.
Aðgangur ókeypis.
22.00 Andrea Gylfa og Bíóbandið halda
tónleika á Café Rosenberg í kvöld.
Miðaverð er 2.000 krónur.
23.00 Hljómsveitin Autonomous heldur
tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg
8. Á undan verður flutt Chili Peppers
tribute dagskrá. Aðgangur ókeypis.
Opnanir
15.00 Sýningin Kyrralíf / Still life verður
opnuð í Kunstschlager í D-sal Hafnar-
hússins í dag.
Söfn
14.00 Kínasafn Unnar á Njálsgötu 33
er opið til klukkan 16.00 í dag.
Uppákomur
14.00 Aflraunakeppnin Reykvíkingurinn
2015 verður haldin fyrir utan Frederik-
sen Ale House. Ókeypis aðgangur
verður að svæðinu og hefst keppnin
með drumbalyftu.
14.00 Ljóðadagskrá á Loft hosteli
í Bankastræti í dag. Gregory Betts
flytur eigin ljóð og Ewa Marcinek og
Randi Stebbins lesa báðar úr verkum
sínum í fyrsta sinn. Anna Valdís Kro
stýrir dagskránni en að henni stendur
Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.
Allir velkomnir.
Tónlist
21.00 Dj Simon FKNHNDSM þeytir
skífum á Bravó í kvöld.
22.00 Dj Kári þeytir skífum á Kaffi-
barnum í kvöld.
22.00 Dj Sir Danselot þeytir skífum á
Slippbarnum í kvöld.
22.00 Logi Pedro þeytir skífum á
Prikinu í kvöld.
23.55 Jón Eðvald og Steindór
þeyta skífum á Paloma í kvöld.
Markaðir
13.00 Götumarkaðurinn KRÁS
verður haldinn í fjórða sinn í
sumar í Fógetagarðinum.
13.00 Listamarkaður á
Bernhöfts Bazaar á
Bernhöftstorfu í
dag á horni Banka-
strætis og Lækjar-
götu. Málverk,
grafík, tískuteikn-
ingar, skúlptúrar
og fleiri listaverk
verða til sölu og
sýnis á seinasta
Bazaar sum-
arsins. Dj Thelma
og Louise þeyta
skífum.
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
26. JÚLÍ 2015
Tónleikar
15.00 Andri Ívarsson heldur tónleika
í gróðurhúsi Norræna hússins þar
sem hann fléttar tónlist inn í uppi-
stand. Tónleikarnir eru hluti af Pikk-
nikk tónleikaröðinni og er aðgangur
ókeypis.
16.00 Fjölbreyttir lokatónleikar Reyk-
holtshátíðar í Reykholtskirkju. Þrjár
útsetningar eftir Herbert Ágústsson
fyrir fiðlu og selló á þekktum þjóðlög-
um, strengjatríó Jean Sibelius í g-moll
flutt, þrjú íslensk dægurlög í útsetningu
Þórðar Magnússonar flutt og píanó-
kvartett í Es-dúr op. 47 eftir Robert
Schumann. Miðaverð er 3.500 krónur.
17.00 János Kristófi leikur verk eftir
J.S. Bach og Franz Liszt á Alþjóðlegu
orgelsumri í Hallgrímskirkju. Miðaverð
er 2.500 krónur.
21.00 Þýska hljómsveitin Urubugalin-
has spilar á tónleiku í Frystiklefanum
á Rifi.
Síðustu Forvöð
14.00 Lokadagur einkasýningar Helga
Þórssonar, Benelúx verkstæðið í
Kling&Bang.
Uppákomur
13.00 Jógaleikhús og leikir á Árbæjar-
safni. Bríet blómálfur og Skringill
skógarálfur bjóða alla velkomna á
jógaleiksýningu klukkan 14.00 og
einnig verður boðið upp á leikjadag-
skrá. Frítt inn á safnið fyrir börn yngri
en 18 ára.
Tónlist
20.00 Trúbadorinn Andri P verður á
English Pub.
21.00 Dj Halli Einars þeytir skífum á
Lebowski Bar.
21.00 Trúbadorinn Siggi Þorbergs
verður á American Bar.
21.00 Dj Árni Vector þeytir skífum á
Kaffibarnum.
21.00 Dj Teksole þeytir skífum á Bravó.
Söfn
14.00 Kínasafn Unnar á Njálsgötu 33
er opið í dag, fornir munir, nýtt te og
piparkökur.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is og einnig er hægt að skrá
þá inni á visir.is.
2
4
-0
7
-2
0
1
5
2
1
:5
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
8
F
-B
3
6
0
1
5
8
F
-B
2
2
4
1
5
8
F
-B
0
E
8
1
5
8
F
-A
F
A
C
2
8
0
X
4
0
0
9
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K