Fréttablaðið - 25.07.2015, Side 72
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 800 1177
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
Opið allan sólarhringinn
í Engihjalla,
Vesturbergi og
Arnarbakka
HAVANA
hægindastóllMARGIR
LITIR
FÁANLEGIR
VERÐ FRÁ KR.
79.990
Ég horfði á baseball-leik í sjón-varpinu um daginn. Á meðan
leikmennirnir hituðu upp og
sveifluðu kylfum sínum var „All
Along the Watchtower“ með Jimi
Hendrix blastað úr hátalara-
kerfinu á meðan Coors Lite aug-
lýsingar rúlluðu á stórum skjá.
Skömmu síðar gengu sjóliðar
inn á völlinn haldandi á 800 fer-
metra bandarískum fána. Þrjár
F-14 orrustuþotur flugu yfir og
tóku lykkju. Þetta var upptakt-
urinn að þjóðsöngnum sem 40
þúsund manns sungu hástöfum
með derhúfurnar þrýstar að
brjóstinu. Svo var gert auglýs-
ingahlé og nýir pallbílar frá
GM og Ford voru kynntir til
sögunnar, 400 hestöfl en kosta
samt bara 200 dollara á mánuði
í greiðsludreifingu. Svo aftur
baseball. Ég veit lítið um base-
ball en var samt með gæsahúð
allan tímann yfir því sem ég sá –
af hræðslu fremur en hrifningu.
Ég hræðist hvernig manneskja
ég væri ef ég væri Kani.
ÉG sé fyrir mér útgáfu af sjálf-
um mér þar sem ég er Kani.
Líkamlega er ég svipaður. Ég
hef sömu menntun og svipaða
reynslu. Eini munurinn er að ég
á bandarískt vegabréf og er allt-
af í kakí-buxum. Ég væri líka
með annað orkustig. Líklega gír-
aður í botn frá morgni til kvölds
yfir því einu að vera Kani. Ég
myndi byrja daginn á að öskra
af gleði og borða svo fimm
beyglur og drekka 2 lítra af
kaffi. Svo myndi ég setjast upp
í átta sílindra loftkældan pallbíl
og blasta sjálfshjálparspólum
með öskrandi stemnings-predik-
urum sem myndi gíra mig enn
frekar upp. Svo kæmi ég í vinn-
una og hrósaði fólki stanslaust í
10 klukkutíma og svo bara heim
til að sitja í sófanum í nýju Nike
Air Monarch IV strigaskónum
mínum, drekka 10-12 Coors
lite og horfa á baseball-leik og
þakka mínum sæla fyrir að vera
Kani. Ég myndi gera allt til að
viðhalda þessu: kyssa fánann,
senda börnin mín í stríð. Þetta
er mín játning.
Í þessu felast engin siðferðis-
skilaboð. Ég veit bara að svona
væri ég, ef ég væri Kani.
Ef ég væri Kani
BAKÞANKAR
Bergs Ebba
2
4
-0
7
-2
0
1
5
2
1
:5
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
8
F
-6
4
6
0
1
5
8
F
-6
3
2
4
1
5
8
F
-6
1
E
8
1
5
8
F
-6
0
A
C
2
8
0
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K