Fréttablaðið - 25.07.2015, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 25.07.2015, Blaðsíða 50
KYNNING − AUGLÝSINGMatur í ferðina LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 20158 Gott skipulag auðveldar úti- legulífið svo um munar og getur skipt miklu hvernig hlut- unum er pakkað og raðað. Það er til dæmis óráðlegt að troða sem mestu í eina stóra tösku. Betra er að vera með fleiri minni svo ekki þurfi að róta til botns í leit að því sem vantar hverju sinni. Gott er að hver um sig hafi eina tösku fyrir föt og aðra fyrir sundföt og handklæði svo dæmi séu nefnd. Þá er gott að vera með eina tösku fyrir snyrti- og hreinlætisvörur og eina tóma fyrir óhreint tau. Gott er að hafa það í huga að velja töskur sem eru svipaðar í laginu svo auðvelt sé að stafla þeim upp. Þá er gott að setja eld- húsáhöld, matvöru, leikföng og annan búnað í glæra plast- kassa. Bæði vegna þess að það er auðvelt að stafla þeim upp og eins er gott að geta séð hvað er í hverjum fyrir sig. Minni plastbox eru líka ómissandi utan um matinn og er sniðugt að hafa þau öll eins í laginu til að sem auðveldast sé að raða þeim hverju ofan á annað og koma þeim fyrir. Víða er hægt að fá misstór ferköntuð eða hringlaga box með loki sem hægt er að setja hvert ofan í annað eftir notkun. Það sparar mikið pláss. KÚNSTIN AÐ PAKKA Þeir sem lásu Ævintýrabækurnar eftir Enid Blyton muna eflaust eftir nestiskörfunum sem börnin í bókunum voru send með þegar þau fóru í svaðilfarir að leysa dularfull mál. Í þeim mátti finna kúrennukökur, kalt nautakjöt, sam- lokur með aldinmauki og mjólk á flöskum ásamt gæludýrafæði þegar við átti. Enda ekki hægt að ástunda glæpalausnir á fastandi maga, ekk- ert frekar en ferðalög, gönguferðir og útilegur ganga upp án þess að næringin sé góð og í réttu magni. Það er mikilvægt að huga vel að því hvaða matur fer með í útileguna en það er hins vegar alveg óþarfi að gera nesti eitthvað flókið. Dæmi- gert íslenskt nesti frá síðari hluta tuttugustu aldar stendur enn þá fyrir sínu: Flatkökur með hangikjöti, sem eru lagðar saman á hangikjötinu og staflað í nestisbox, harð- soðin egg og tómatar í eggjabakka, samlokur með smjöri, osti og tómötum eða rækjusalati og upp- rúllaðar pönnukökur með sykri að ógleymdri hjónabandssælu eða súkkulaðiskúffuköku sem var skorin í ferninga og raðað í makkintoss- dósir og boðið upp á í eftirrétt. Kaffi á brúsa, djús í fernum, mjólk í flösku og útilegan getur hafist. GAMALDAGS GOTT NESTI HEIMAGERÐIR BITAR Þó að snakk, sykurpúðar, hraun- bitar og grillkjöt séu ómissandi í útileguna er eitthvað notalegt við að geta stungið upp í sig heimagerðum bitum inni á milli. Það er til dæmis sniðugt að baka skinkuhorn, frysta og grípa þau með rétt áður en lagt er í hann. Sömuleiðis að gera hið sívinsæla döðlugott sem skorið er í litla munnbita og fer vel í boxi. Þá má skera hjónabandssælu í kubba og raða í box með bökunarpappír á milli. Rice Crispies-kökur geymast líka vel og eru því tilvaldar í ferða- lagið. Þeir sem nenna að leggja það á sig að útbúa litlar kjötbollur sjá yfirleitt ekki eftir því en þær eru afbragð, kaldar eða upp- hitaðar, með góðri ídýfu. Þá er sniðugt að skera niður gulrætur, rófur og annað grænmeti sem geymist vel. Tímalaus máltíð ORA Heimilismatur lætur tímann og hjartað ráða för því réttirnir eru tilbúnir á aðeins örfáum mínútum. Ljúffengir, hollir og fjölbreyttir réttir fyrir alla fjölskylduna. Ding og maturinn er tilbúinn. V E R T 2 4 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 6 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 8 F -9 5 C 0 1 5 8 F -9 4 8 4 1 5 8 F -9 3 4 8 1 5 8 F -9 2 0 C 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.