Fréttablaðið - 25.07.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.07.2015, Blaðsíða 8
25. júlí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 Hafa ber í huga að ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á framtíðarárangur. Gengi sjóðsins getur bæði hækkað og lækkað og fjárfestar kunna að fá minna til baka en upphaflega var fjárfest fyrir. Ávöxtunartölur eru fengnar hjá Landsbankanum sem er vörsluaðili sjóðsins. Landsbankinn er söluaðili sjóða Landsbréfa. Komdu við í næsta útibúi eða hafðu samband við Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf í síma 410 4040. Landsbréf – Úrvalsbréf eru árfestingarsjóður, starfræktur í samræmi við lög nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, árfestingar sjóði og fag ár festa sjóði og lúta eirliti Fjármálaeirlitsins. Rekstrarfélag sjóðsins eru Landsbréf hf. og vörslufélag er Landsbankinn hf. Fjárfesting í árfestingarsjóði telst almennt áhættumeiri en árfesting í verðbréfasjóði vegna rýmri ár festinga heimilda. Innlausnarvirði hlutdeildarskírteina sjóðsins er virði samanlagðra eigna að frádregnum skuldum sjóðsins, s.s. ógreiddri umsýslu, þóknunum og öðrum gjöldum. Nánari upplýsingar um sjóðinn, skattlagningu hlutdeildarskírteina og áhættu þætti við ár festingu í sjóðnum má sjá í útboðslýsingu sjóðsins og lykilupplýsingum sem finna má á vefsvæði Landsbréfa, landsbref.is. Meðaltal nafnávöxtunar Úrvalsbréfa á ársgrundvelli miðað við 30.06. 2015 4 ár 17,8% 5 ár 18,8% 3 ár2 ár1 ár 21,7%22,4% 34,5% Góð ávöxtun Úrvalsbréfa Landsbréf – Úrvalsbréf hafa skilað góðri ávöxtun síðastliðin ár. Sjóðurinn er hlutabréfasjóður. Að baki Úrvalsbréfum er teymi fólks með mikla reynslu, víðtæk tengsl við markaðinn og þekkingu á íslensku viðskiptalífi. Fjárfesting í hlutabréfasjóðum felur ætíð í sér áhættu. Fjárfesting í hlutdeildarskírteinum árfestingarsjóða er þó að jafnaði öruggari en þegar keyptir eru einstakir ármálagerningar, þar sem hver sjóður dreifir áhættu árfesta með kaupum í fleiri en einum flokki ármálagerninga. Hlutabréf eru í eðli sínu áhættusöm árfesting og afkoma þeirra félaga sem sjóðurinn á hlutabréf í hefur bein áhrif á gengi sjóðsins. Nauðsynlegt er að árfestar kynni sér vel þá áhættu sem fólgin er í því að árfesta í hlutabréfasjóðum með því að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins áður en ákvörðun er tekin um árfestingu. LÖGREGLUMÁL „Ef það er löglegt þá er helber skepnuskapur að gera þetta. Rífa fólk frá vinum sínum án þess að leyfa þeim að kveðja eða gera nokkrar ráðstafanir áður en það er flutt úr landi. Þú myndir ekki flytja fyrirvaralaust á milli húsa,“ segir Haukur Hilmarsson aðgerðasinni, sem hefur meðal annars barist fyrir réttindum hælisleitenda og gegn brottvísun- um með samtökunum No borders. Sjö albönskum hælisleitendum var fyrirvara- laust vikið úr landi á miðviku- dag. Að minnsta kosti einn þeirra var boðaður til lögreglu til þess að birta honum úrskurð en hann var handtekinn þegar þangað var komið. Um kvöldið var flogið með hann og sex aðra með leiguflugi á vegum FRONTEX, landamæra- stofnunar Evrópusambandsins, úr landi. Flogið var með hópinn, ásamt þrettán lögreglumönnum, til Vilníus í Litháen, þaðan til Düssel- dorf í Þýskalandi og loks til höfuð- borgar Albaníu, Tírana. Í hópnum var meðal annars þriggja manna fjölskylda. Heimild- ir Fréttablaðsins herma að um for- eldra og barn hafi verið að ræða. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að ráðuneytið hafi ekki haft neinar athugasemdir við fram- kvæmd brottflutningsins. „Það er tekin ákvörðun um að þessir aðilar fái ekki hæli í land- inu, eins og alltaf er gert. Þetta fer fyrst fyrir Útlendingastofnun og svo kærunefnd útlendingamála. Þetta var í samræmi við þær regl- ur sem í gildi eru.“ „Þarna er um að ræða aðila sem eru ekki að fá hæli hér á landi og þá er bara næsta skref að þeir fari úr landinu,“ segir Ólöf. Aðspurð hvort brottflutninginn hafi ekki borið fullbrátt að segir Ólöf: „Auðvitað er fólk þarna undir, manneskjur. Við þurfum að gæta okkar hvernig við göngum fram og við reynum að gera það eins vel og hægt er.“ Hún segir að lögreglan reyni að ganga frá sambærilegum málum með sama hætti í hvert sinn. „Það er alveg vitað að stundum gengur birtingin og aðgerðin frekar hratt fyrir sig. Það er bara hluti af þess- um málum að það er þannig.“ Ólöf segir að vegna synjunar Útlendingastofnunar hafi fólkið vitað að brottflutningur væri yfir- vofandi. „Ég legg mikla áherslu á að það eru manneskjur þarna á bak við. Það verður að fara var- færnislega að þessu fólki. Ég geri ekkert lítið úr því að þetta er ekk- ert auðvelt. En við reynum að fara eftir þeim reglum sem gilda.“ snaeros@frettabladid.is MÓTMÆLI Samtökin No Borders hafa ítrekað mótmælt brottflutningi hælisleit- enda. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Engar athuga- semdir við brottflutning Aðgerðasinni segir skyndilegan brottflutning sjö hælis- leitenda frá landinu hafa verið skepnuskap. Innanríkis- ráðherra segir að öllum reglum hafi verið fylgt. Mála- flokkurinn sé erfiður en öllum málum sé sinnt eins. HAUKUR HILMARSSON Auðvitað er fólk þarna undir, manneskjur. Við þurfum að gæta okkar hvernig við göngum fram og við reynum að gera það eins vel og hægt er. Ólöf Nordal, innanríkisráðherra. NEYTENDAMÁL Mjólkur- samsalan ber af sér ásak- anir Félags atvinnurekenda (FA) þess efnis að hafa leynt gögnum fyrir Sam- keppniseftirlitinu. Á fimmtudaginn birti Félag atvinnurekenda áskorun félagsins til Sam- keppniseftirlitsins um að hraða ætti máli Mjólkurbúsins Kú sem hefur kvartað yfir verðlagn- ingu MS á hrámjólk. „Það er óþolandi að markaðsráð- andi fyrirtæki komist upp með að draga málsmeðferð á langinn með því að leyna gögnum fyrir Samkeppnis- eftirlitinu eins og MS gerði í þessu máli,“ segir í erindi Ólafs Stephensen, fram- kvæmdastjóra FA, til Sam- keppniseftirlitsins. Ari Edwald, forstjóri MS, segir ummæli Ólafs „vítaverð“ í til- kynningu í gær og að þau gætu ekki staðið óleiðrétt. - srs / skh Segir engum gögnum hafa verið haldið leyndum: „Vítaverð“ ummæli ARI EDWALD 2 4 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 6 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 F -A 4 9 0 1 5 8 F -A 3 5 4 1 5 8 F -A 2 1 8 1 5 8 F -A 0 D C 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.