Fréttablaðið - 25.07.2015, Blaðsíða 27
Hjóla 100 kílómetra
Íslenskar hjólreiðakonur taka þátt í
heimsviðburði á morgun og hjóla
100 kílómetra. Björk Kristjánsdóttir er í for-
svari fyrir íslenska hópinn.
Síða 4
Landsmenn muna eftir Grétu eftir að hún tók þátt í Eurovision-keppn-inni í Bakú árið 2012. Síðan hefur
margt ævintýralegt gerst í lífi hennar.
Sýning Grétu um borð í Disney Magic er
glæsileg að allri umgjörð og hún hefur
hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína.
Gréta segir að sér líki mjög vel um borð.
„Skipið er svakalega stórt og hafnirnar
fjölbreyttar svo það er ekki hægt að láta
sér leiðast,“ segir hún.
Gréta var stödd í Kaupmannahöfn á
leið til Rússlands þegar við náðum tali
af henni. „Þetta er búið að vera mjög
skemmtilegt og ekki síður lærdóms-
ríkt. Ég hef starfað með frábæru, hæfi-
leikaríku fólki og hef lært helling af því.
Disney er stærsta fyrirtæki í heimi á
sviði skemmtikrafta og það er stór-
kostlegt tækifæri fyrir mig að starfa
fyrir það,“ segir hún. Skipið er núna á
siglingu um N-Evrópu en yfirleitt fer fólk
í sjö daga ferð.
DAGUR Í REYKJAVÍK
Gréta segir að ferðamenn um borð séu
á öllum aldri. „Það hefur komið mér á
óvart hversu fjölbreytt mannflóran er,
allt frá ungum pörum og fjölskyldufólki
upp í elstu kynslóðina. Það er margt
gert fyrir börn sem þá eldri um borð,
enda stórt skip með margvíslegri af-
þreyingu.“
Gréta er alltaf með sömu sýninguna
þar sem hún flytur eigin lög í bland við
Disney-lög og síðan nokkur lög sem hún
samdi sérstaklega fyrir þetta verkefni.
Fiðlan leikur að sjálfsögðu stórt hlut-
verk.
Þegar Gréta er spurð hvað hafi komið
henni mest á óvart, svarar hún. „Eigin-
lega hvað þetta ferðalag hefur farið
fram úr mínum bjartsýnustu vænting-
um. Að auki hef ég fengið að sjá marga
eftirminnilega staði, eins og til dæmis
St. Pétursborg sem er mögnuð. Þá var
sömuleiðis mögnuð tilfinning að koma
til Reykjavíkur í einn dag, eiginlega lang-
best. Það var ótrúlega skemmtilegt að
sigla inn í Reykjavíkurhöfn. Mér finnst
EINS OG AÐ BÚA Á
5 STJÖRNU HÓTELI
ÆVINTÝRALÍF Gréta Salóme Stefánsdóttir, söngkona, tónskáld og fiðluleik-
ari, hefur starfað sem skemmtikraftur um borð í Disney Magic-skemmtiferða-
skipinu í eitt ár. Gréta hefur siglt um heimsins höf í tæpt ár en hún kemur
heim eftir tvær vikur og þá kemur út nýtt lag með henni.
MIKIL LÍFSREYNSLA
Gréta Salóme hefur nú
siglt um heimsins höf
í tæpt ár og upplifað
margt skemmtilegt og
nýtt. MYND/ANTON
Perspi
Guard
Bakteríusápa
og svitastoppari
Dreifing: Ýmus ehf
Fæst í apótekum
Til meðhöndlunar
á vandamálum
vegna ofsvitnunar
2
4
-0
7
-2
0
1
5
2
1
:5
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
8
F
-B
D
4
0
1
5
8
F
-B
C
0
4
1
5
8
F
-B
A
C
8
1
5
8
F
-B
9
8
C
2
8
0
X
4
0
0
1
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K