Fréttablaðið - 25.07.2015, Síða 32
| ATVINNA |
Spennandi störf hjá Sveitarfélaginu Hornafirði
Hornafjörður er blómstrandi 2200 manna samfélag sem byggir á sjávarútvegi og ferðaþjónustu.
Öflugt menningar- og félagslíf er í sveitarfélaginu. Fjölbreytt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni.
Nýheimar þekkingarsetur er mennta- og fræðastofnun þar koma saman Rannsóknasetur Háskóla Íslands, Náttúrustofa Suðausturlands,
Framhaldskóli, Hornafjarðarsöfn, Matís og Fræðslunet Suðurlands. Stuðningur við frumkvöðla t.d. FAB LAB smiðja er í Vöruhúsi.
Öll almenn þjónusta er til staðar í sveitarfélaginu og má þar nefna tónskóla, líkamsrækt, knatthús, sundlaug og heilbrigðisstofnun.
Samgöngur til Hafnar eru greiðar, beint flug og strætó.
Sveitarfélagið leitar að öflugu starfsfólki sem vill starfa á skemmtilegum og fjölskylduvænum vinnustað
Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is
Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir starfsfólki
í mötuneyti og þingvörslu.
Sjá nánar á starfatorg.is.
ICELANDIC
TOURIST
STOFA
BOARD
P
O
R
T
h
ön
n
u
n
UMHVERFISSTJÓRI FERÐAMÁLASTOFU
Ferðamálastofa óskar eftir að ráða umhverfisstjóra í 100% starf. Umhverfisstjóri heyrir
undir stjórnsýslu- og umhverfissvið, en starfstöð getur verið í Reykjavík eða á Akureyri.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Starfssvið m.a.:
• Mat á umsóknum og önnur fagleg þjónusta
Ferðamálastofu vegna Framkvæmdasjóðs
ferðamannastaða.
• Umsagnir um þingmál, skipulagsmál og önnur
erindi er varða starfssvið umhverfisstjóra.
• Verkefni sem tengjast ferðamannaleiðum,
t.d. göngu- og hjólaleiðum.
• Umsjón með útgáfu- og fræðslumálum
Ferðamálastofu er snerta umhverfis- og
skipulagsmál á sviði ferðaþjónustu.
• Ábyrgð á umhverfisstefnu Ferðamálastofu
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði skipulagsmála,
byggingaframkvæmda eða hönnunar áfangastaða.
• Framhaldsmenntun á sviði umhverfismála
er æskileg.
• Reynsla af ferðaþjónustu- eða
útivistarframkvæmdum er æskileg.
• Reynsla af styrkúthlutunum og eftirfylgni við
styrkúthlutanir æskileg.
Leitað er að hæfum einstaklingi, karli eða konu,
sem hefur til að bera frumkvæði, sjálfstæði, hæfni í
mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum
og forystu- og skipulagshæfileika.
Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti og hæfni
í framsetningu upplýsinga er skilyrði. Góð kunnátta
í ensku og a.m.k. einu norðurlandamáli er æskileg,
sem og góð tölvuþekking, bæði til öflunar og
úrvinnslu upplýsinga.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Helena
Þ. Karlsdóttir, forstöðumaður stjórnsýslu- og
umhverfissviðs (helena@ferdamalastofa.is), en
upplýsingar um starfsemi Ferðamálastofu er að finna
á samskiptavef stofnunarinnar, www.ferdamalastofa.is.
Umsóknarfrestur er til 8. ágúst 2015 og er óskað
eftir því að viðkomandi einstaklingur geti hafið störf
í september. Umsóknir með upplýsingum um
menntun og starfsferil skulu berast með tölvupósti á
upplysingar@ferdamalastofa.is eða á skrifstofu
Ferðamálastofu, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík og
vera merktar “Umhverfisstjóri“. Ekki er um sérstök
umsóknareyðublöð að ræða, en öllum umsóknum verður
svarað þegar ákvörðun um starfið hefur verið tekin.
Geirsgata 9 | 101 Reykjavík | Sími 535 5500
Hafnarstræti 91 | 600 Akureyri | Sími 535-5510
kaffitar.is
Kaffitár framleiðir og selur einungis úrvalskaffi. Við leggjum áherslu á gæði
og ferskleika. Við erum skemmtileg, alúðleg, umhverfisvæn, litaglöð
og líka röff og töff. Við setjum fólk í fyrirrúm og opnum hjarta okkar til að
koma boðskap Kaffitárs til skila og tengjast viðskiptavinum okkar traustum
böndum. Við kaupum beint frá býli til að stuðla að þvi að við fáum besta
kaffi sem völ er á og að bændurnir fái sanngjarnt verð fyrir vöru sína.
Elskar þú kaffi?
Viltu verða kaffibarþjónn hjá Kaffitári?
Okkur vantar kröftuga og
lífsglaða einstaklinga til starfa á
kaffihúsum Kaffitárs í Reykjavík.
Störfin:
Kaffibarþjónar í fullt starf og helgarstörf.
Starfssvið:
Störfin felast í framreiðslu á kaffidrykkjum,
veitingum og sölu á úrvalskaffi og kaffivörum.
Hæfniskröfur:
Við leitum að brosandi og kraftmiklum
einstaklingum með áhuga á sölu og þjónustu
og brennandi ástríðu fyrir kaffi. Starfsmenn
munu fá starfsþjálfun og kennslu í fagi
kaffibarþjónsins.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um
starfið á heimasíðu Kaffitárs, www.kaffitar.is.
Umsóknarfrestur er til 6. ágúst.
Frekari upplýsingar veitir Lilja Pétursdóttir
í síma 420 2722
25. júlí 2015 LAUGARDAGUR2
2
4
-0
7
-2
0
1
5
2
1
:5
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
8
F
-A
9
8
0
1
5
8
F
-A
8
4
4
1
5
8
F
-A
7
0
8
1
5
8
F
-A
5
C
C
2
8
0
X
4
0
0
8
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K