Fréttablaðið - 25.07.2015, Page 35

Fréttablaðið - 25.07.2015, Page 35
| ATVINNA | VERKSTJÓRI Í VÉLSMIÐJU,VÉLVIRKI. Skipasmíðastöð Njarðvíkur h.f. óskar að ráða verk- stjóra í vélsmiðju sína. Hæfniskröfur eru iðnfræð- ingur eða meistararéttindi í vélvirkjun og reynsla af skipaviðgerðum. Einnig vantar okkur vélvirkja vanan skipaviðgerðum. Áhugasamir hafi samband við Þráinn Jónsson í síma 420 4801 eða thrainn@skn.is . VINNA í „The Viking“ 22 ára+sölufólk óskast í minjagripaverslunina „The Viking“ Góð tungumálakunnátta nauðsynleg. Framtíðarstörf. Vaktavinna. Kvöld og helgarvaktir, önnur hver helgi. Hlutastörf möguleg. Laghentur lagermaður með bílpróf óskast. Þarf að tala íslensku. Áhugasamir hafi samband. Sendið umsókn og ferilskrá á netfangið: gummi1945@gmail.com „TheViking“ Minjagripaverslun Laugavegi 1 og Hafnarstræti 1-3 Flóaskóli leitar af þroskaþjálfa í 100% starfshlutfall Starf í Flóaskóla grundvallast af því lífsviðhorfi að mæta hverjum einstaklingi þar sem hann er svo hann fái tækifæri til þess að vaxa og dafna og vera besta útgáfan af sjálfum sér. Skólinn styðst við uppbyggingarstefnuna og vinnur eftir Olweus áætlun gegn einelti. Í skólanum er góður starfsandi og starfsfólk vinnur markvisst að skólaþróun og er því Flóaskóli góður staður fyrir einstaklinga með áhuga á að vinna áhugavert starf með börnum í góðum skóla. Í Flóaskóla eru 93 nemendur í 1.-10. bekk. Flóaskóli er stað- settur á Villingaholti í Flóahreppi, (í u.þ.b. 15 mín. akstursf- jarlægð frá Selfossi). Helstu verkefni og ábyrgð • Veitir fræðslu og ráðgjöf til starfsfólks skólans og forráðamanna eins og þurfa þykir. • Vinnur með og aðstoðar nemanda/nemendur við að ná markmiðum sínum. • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs innan skólans. • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra, kennarar og annað starfsfólk skólans er viðkemur nemanda/nemenda. • Hefur umsjón með skipulagningu og framkvæmd á sérhæfðum verkefnum og sérhæfðri þjálfun nemanda/ nemenda Hæfniskröfur • Réttindi sem þroskaþjálfi (önnur menntun sem nýtist í starfi ef ekki fæst einstaklingur með réttindi sem þroskaþjálfi) • Reynsla af starfi með einhverfum börnum kostur • Færni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði í starfi • Jákvæðni og áhugi Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands. Umsóknarfrestur 10.08.2015 Hæfniskröfur • Reynsla af starfi í mötuneyti eða sambærilegu starfi er skilyrði • Menntun á sviði matreiðslu er kostur • Lipurð í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Snyrtimennska og stundvísi • Jákvæðni og vilji til að takast á við fjölbreytt verkefni Starfssvið • Undirbúningur og umsjón með veitingum á Kaffislipp • Umsjón með mötuneyti starfsmanna • Frágangur og þrif • Önnur tilfallandi verkefni ICELANDAIR HÓTEL REYKJAVÍK MARINA LEITAR AÐ REYNDUM STARFSMANNI Í ELDHÚS Viðkomandi þarf að geta hafið störf í ágúst. Sótt er um rafrænt á heimasíðu félagsins, www.icelandairhotels.is. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí 2015. Nánari upplýsingar um starfið veita: Jóhannes Steinn Jóhannesson, yfirmatreiðslumaður: johannesj@icehotels.is Björk Baldvinsdóttir, starfsmannastjóri: bjorkbal@icehotels.is Flugleiðahótel reka tvær hótelkeðjur; Icelandair Hotels og Hótel Eddu, samtals 21 hótel ásamt því að reka Hilton Reykjavík Nordica og Canopy by Hilton. Hjá Icelandair hótelum starfar úrvalshópur með sameiginleg markmið þar sem borin er virðing fyrir gestum og samstarfsmönnum. Icelandair hótelin leggja áherslu á samvinnu, ábyrgð og frumkvæði í starfi ásamt vilja til að takast á við krefjandi verkefni. Nýir starfsmenn fá vandaða kynningu á fyrirtækinu og fara í gegnum markvissa þjálfun til þess að geta tekist á við störf sín af öryggi. Unnið er að stöðugri framþróun og starfsmönnum veitt tækifæri til vaxtar og þroska í starfi. Landspítali er lifandi og fjölmennur vinnustaður með um 5.100 starfsmenn. Hann er aðalsjúkrahús landsins og miðstöð menntunar og rannsókna í heil- brigðisvísindum. Á Landspítala er lögð áhersla á öryggi, jafnrétti, skilvirka verkferla, ábyrgan rekstur, góðan starfsanda og bættan húsakost. GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR Samskiptadeild Helstu verkefni • Útlitshönnun prent-, skjá- og vefefnis fyrir Landspítala, m.a. fræðslubæklinga, leiðbeininga og vef- og starfsauglýsinga • Þátttaka í mótun hönnunarstaðals og ábyrgð á innleiðingu hans • Framsetning upplýsinga á myndrænu formi • Glærugerð og aðstoð við glærugerð tilboða og gæðaeftirlit • Ársskýrslur Landspítala og ýmissa starfseininga • Auglýsingar fyrir starfsmanna- félag Landspítala • Sæti í samstarfshópi um upp- byggingu og þróun vefmála Við leitum eftir drífandi liðsmanni sem hefur næmt auga fyrir útliti og hönnun til að ganga upplýsingamiðlun um stefnu og starfsemi spítalans. Hæfnikröfur • Frumkvæði, skipulögð vinnu- brögð og faglegur metnaður • Góð hæfni í samskiptum og geta til að starfa í teymi • Reynsla í grafískri hönnun og frágangi verkefna í prent • Góð þekking á InDesign, Photoshop, Illustrator, Edge Animate, Acrobat Pro, Power Point og Word • Háskólapróf í grafískri hönnun úr Listaháskóla Íslands eða sambærilegt nám Umsóknarfrestur er til og með 3. ágúst 2015. Starfshlutfall er 100% og laun skv. kjarasamningi fjármálaráðherra rafrænt á landspitali.is, undir „Laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Nánar upplýsingar veitir Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri, (gudnyh@landspitali.is, 825 3838). LAUGARDAGUR 25. júlí 2015 5 2 4 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 6 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 8 F -8 6 F 0 1 5 8 F -8 5 B 4 1 5 8 F -8 4 7 8 1 5 8 F -8 3 3 C 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.