Fréttablaðið - 25.07.2015, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 25.07.2015, Blaðsíða 40
| ATVINNA | EFTIRLITSMAÐUR Í LOFTHÆFI- OG SKRÁSETNINGAR- DEILD Samgöngustofa óskar eftir að ráða eftirlitsmann í lofthæfi- og skrásetningardeild. Starfið felst í skrásetningu loftfara, lofthæfi þeirra og flugtæknilegra framleiðsluvara, vottun og eftirliti með fyrirtækjum sem annast viðhald og viðhaldsstýringu sem og þeim er annast kennslu flugvéltækna. Í starfinu getur einnig falist mat á umsóknum og afgreiðsla skírteina og tegundaáritana til flugvéltækna. Menntunar- og hæfniskröfur • Krafist er menntunar flugvéltæknis með Part 66 skírteini eða tæknilegs náms á háskólastigi sem tengist lofthæfi loftfara. • A.m.k. fimm ára reynsla af viðhaldi eða viðhaldsstjórnun loftfara hjá fyrirtæki skv. kröfum EASA, þekking á hönnun loftfara og á EASA reglugerðum. • Umsækjandi þarf að tileinka sér mjög öguð vinnubrögð, þ.m.t. alþjóðlegar kröfur sem gilda í flugi. • Mjög góð tök á íslensku og ensku er skilyrði sem og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga. Leitað er að einstaklingi með góða samskiptahæfileika, örugga og þægilega framkomu og mikinn áhuga á flug- starfsemi. Viðkomandi þarf að sýna frumkvæði, sjálfstæði og fagmennsku í starfi, vera skipulagður og agaður í verkum sínum og geta unnið undir miklu álagi. Í boði er áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi umhverfi sem reynir á faglega hæfni og frumkvæði einstaklings. Umsóknarfrestur er til 3. ágúst 2015 Hægt er að sækja um starfið rafrænt á www.samgongustofa.is/storf Samgöngustofa hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um þessa stöðu. Nánari upplýsingar veitir Ómar Þór Edvardsson, deildarstjóri lofthæfi- og skrásetningardeildar, í síma 480 6000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Samgöngustofa áskilur sér rétt til þess að hafna öllum umsóknum. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Starfskjör eru í samræmi við kjara- samning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Samgöngustofa er stjórnsýslustofnun samgöngumála með um 140 starfsmenn. Stofnuninni er ætlað að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum samgöngum. Samgöngustofa annast eftirlit er varðar flug, siglingar, umferð og öryggis- eftirlit með samgöngumannvirkjum og leiðsögu. Upplýsingar um Samgöngustofu má finna á www.samgongustofa.is. Samgöngustofa Ármúli 2 108 Reykjavík Sími: 480 6000 App fyrir leigubíla taxiserviceiceland.com +354 5885500 Leyfishafar óskast Vegna mikilla vaxandi verkefna og samninga óskar leigubílastöðin Taxi Service ehf eftir leyfishöfum til samstarfs í leigubíla- og akstursþjónustu á vegum fyrirtækisins. Fyrirtækið leitar leyfishafa sem áhuga hafa á að starfa með metnaðarfullu fyrirtæki í upp- byggingu akstursþjónustu í hvívetna og að tileinka sér nýjustu tækni í leigubílaakstri, þjónustu og siðareglum sem fyrirtækið hefur sett sér. Taxi Service ehf hefur hafið samstarf með danska hugbúnaðarfyrirtækinu drivr í þróun og uppsetningu hugbúnaðar og stýrikerfis fyrir Taxa Service ehf til að tryggja hámarks þjón- ustuhraða, einföldun og hagkvæmni fyrir notendur leigubílaþjón- ustu í formi app þjónustu, hugbúnaðar og bókunarkerfis fyrir smáa sem og stóra notendur akstursþjónustu. Áhugasamir sendi fyrirspurn á taxiservice@taxiservice.is eða á Daða Hreinsson framkvæmdastjóra fyrirtækisins í síma 660-4566 frá mánudeginum 27. júlí næstkomandi. Hækkun stöðubrotsgjalda Þann 1. ágúst tekur gildi hækkun stöðubrotsgjalda Stöðvunarbrotagjald vegna j-liðar 1. mgr. 28. gr. , sbr. b-lið 1. mgr. 108. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, lagningar bifreiðar í stæði fyrir hreyfihamlaða án heimildar, verður 20.000 kr. Stöðvunarbrotagjald vegna annarra stöðubrota, sbr. a-e-lið 1. mgr. 108. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, að undanskildum j-lið 1. mgr. 28. gr., sbr. b-lið 1. mgr. 108. gr. verður 10.000 kr. Þetta eru stöðubrotsgjöld t.d. vegna lagningar bifreiðar á gangstétt, gangbraut, vegamótum, í stæði fyrir hópbifreiðar eða þar sem umferðarmerki gefur til kynna bann við lagningu/stöðvun bifreiðar. Veittur er 1.100 kr. afsláttur ef greitt er í bankastofnun eða heimabanka innan þriggja virkra daga frá álagningu gjaldsins. Gjald sem er ógreitt 14 dögum frá álagningu gjaldsins tekur 50% hækkunum og sé það ógreitt 28 dögum eftir álagningu tekur það 100% hækkun. Breytingin tók gildi með auglýsingu nr. 568/2015 um breytingu á auglýsingu um gjaldskrá vegna stöðvunar- brota í Reykjavíkurborg, nr. 798/2012. Bílastæðasjóður Reykjavíkur Vonarstræti 4 101 Reykjavík ÚTBOÐ Útboð nr. 20136 VÍ Kælikerfi tölvubúnaðar Ríkiskaup fyrir hönd Veðurstofu Íslands (VÍ) óskar eftir áhu- gasömum aðilum til að taka þátt í opnu útboði. VÍ óskar eftir að kaupa kælikerfi tölvubúnaðar í samræmi við útboðsgögn. Afhending miðast við 20.10.2015. Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum, sem verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa (www.rikiskaup.is), laugardaginn 25. júlí nk. Tilboðum skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík þar sem þau verða opnuð 11. ágúst 2015, kl. 13:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. GOTT TÆKIFÆRI Til sölu er framleiðsla á frábærum síldarvörum og steiktum fiskibollum. Þekkt vörumerki síðan árið 1988 og er í vöruvali í flestum verslunum landsins. Áhugasamir sendi nafn og símanúmer á netfangið budeitt@gmail.com og verður þá haft samband Innkaupadeild Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg: • Opin svæði - Framkvæmd. Gullengi, Krosshamrar, Smárarimi , Útboð nr. 13514. Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod Innkaupadeild Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg: • Rammasamningur um hópbifreiða- þjónustu, EES útboð nr. 13565. Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod - með þér alla leið - 569 7000 Nánari upplýsingar veitir: Jórunn Skúladóttir Lögg. fasteignasali Sími: 845 8958 jorunn@miklaborg.is 25. júlí 2015 LAUGARDAGUR10 2 4 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 6 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 8 F -9 A B 0 1 5 8 F -9 9 7 4 1 5 8 F -9 8 3 8 1 5 8 F -9 6 F C 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.