Fréttablaðið - 25.07.2015, Page 47
KYNNING − AUGLÝSING Matur í ferðina25. JÚLÍ 2015 LAUGARDAGUR 5
AFSLÖPPUN Í ÚTILEGU
Þó að farsímasamband sé nokkuð
gott á flestum stöðum eru enn til
„dauðir punktar“. Ef fólk vill fara í
virkilega afslappandi tjaldútilegu
ætti það að velja sér slíkan stað.
Farsíminn getur aukið á streitu
og jafnvel skapað heilsufarsleg
vandamál. Þess vegna er það
mjög slakandi að vera laus við
hann í smá tíma. Það verður þó að
vera meðvituð ákvörðun ella getur
stressið orðið enn verra en ella.
Sumir eru mjög háðir snjallsíma-
num og samskiptamiðlum. Próf-
aðu að fara í útilegu án símans.
Rannsóknir hafa sýnt að fólk
sefur vel í tjaldi. Ef þú ákveður að
fara í slökunarferð og sofa í tjaldi
ætti líkaminn að vakna úthvíldur.
Þar fyrir utan hefur útiveran
mjög góð áhrif á andlega líðan.
Skapið batnar til muna þegar fólk
kemur út í kyrrðina í sveitinni.
Þá má nefna að andrúmsloftið
í náttúrunni hefur góð áhrif á
skilningarvitin því hljóðin eru
tærari sem heyrast og þú ert
næmari fyrir þeim, til dæmis
lækjar- eða fossniði, fuglakvaki og
dýrahljóðum.
MÚFFUR Í NESTI
Múffur er bæði hægt að búa til
sem sætabrauð en einnig sem
morgunverðarsprengju. Hægt er
að búa til múffur og taka með
sér í ferðalag en þær eru fínasta
nesti, sérstaklega þessi uppskrift
sem er með fetaosti og sólþurrk-
uðum tómötum. Það má nota
glútenlaust hveiti og haframjöl í
þessa uppskrift.
Uppskriftin gefur 20 múffur.
Það sem þarf:
5 dl hveiti
2 dl hafragrjón
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
1 tsk. pipar
Örlítill cayenne-pipar
1 dl ólífuolía
3 dl mjólk
2 egg
100 g fetaostur
200 g sólþurrkaðir tómatar
200 g steinlausar ólífur
1 búnt basilíka
Byrjið á að blanda öllum þurr-
efnum í skál. Léttþeytið egg,
mjólk og ólífuolíu í annarri skál.
Hrærið síðan þurrefnum og
eggjablöndunni saman. Loks er
fetaosti, sólþurrkuðum tómötum
í litlum bitum, ólífum og smátt
skorinni basilíku bætt við.
Setjið deigið í múffuform og
síðan í 240°C heitan ofn. Bakið í
15-20 mínútur. Má geyma í frysti.
Það er upplagt að taka með sér míní-pitsur í
ferðalagið. Þær má vel borða kaldar.
Það sem þarf:
3 dl vatn
25 g ger
2 msk. olía
½ tsk. salt
8 dl hveiti
350 g salamí
1,5 dl pitsusósa
2 msk. óreganó
3 dl rifinn ostur
½ tsk. pipar
Hrærið gerið út í volgt vatn. Hnoðið olíu, salti og
hveiti saman við þar til deigið verður jafnt og fínt.
Breiðið plastfilmu yfir skálina og látið deigið hefast
þar til það hefur stækkað um helming.
Það má bæði búa til litlar pitsur og svo rúlla þeim
upp í snúða. Þá fletur maður deigið út, smyr sós-
unni yfir og raðar salamí á deigið og kryddar. Loks
er osturinn settur ofan á. Rúllið deigið upp í pylsu
sem skorin er í 1,5 cm sneiðar. Leggið snúðana á
bökunarplötu sem klædd hefur verið með bökun-
arpappír. Dreifið meira af osti yfir. Látið hefast í 10
mínútur aftur áður en sett er í 225°C heitan ofn.
Bakið í 10-15 mínútur. Ef gerð er venjuleg pitsa er
deiginu skipt niður í litlar pitsur og áleggið sett á.
MÍNÍPITSUR Í FERÐALAGIÐ
2
4
-0
7
-2
0
1
5
2
1
:5
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
8
F
-A
E
7
0
1
5
8
F
-A
D
3
4
1
5
8
F
-A
B
F
8
1
5
8
F
-A
A
B
C
2
8
0
X
4
0
0
8
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K