Fréttablaðið - 25.07.2015, Page 48

Fréttablaðið - 25.07.2015, Page 48
KYNNING − AUGLÝSINGMatur í ferðina LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 20156 Matur skipar stóran sess hjá mörgum á ferðalög-um, hvort sem um er að ræða styttri eða lengri ferð- ir. Ferðamenn sem kjósa nesti að heiman geta valið úr óendan- leg um mög u- leikum en þeir sem kjósa að gera vel við sig í mat og drykk án mikillar f yrir- hafnar geta valið úr fjölda góðra veitingastaða um allt land. Þegar Kristján Erling Þórðar- son, fyrrverandi vélstjóri, hóf að ferðast um landið árið 1951, þá fjórtán ára gamall, var nesti hans talsvert frábrugðið því sem fólk á að venjast í dag. „Ég fór hins vegar í fyrsta alvöru ferðalag mitt, ásamt tveimur vinum mínum, um hvíta- sunnuhelgina árið 1956. Þá hjól- uðum við saman frá vesturbæ Reykjavíkur að Esju og gengum upp á hana.“ Sama ár fóru vinirnir í Land- mannalaugar og dvöldu þar í tvær vikur og gengu mikið um svæðið. Fyrri vikuna voru þeir einir þar að sögn Kristjáns en seinni vikuna var eitthvað um fólk enda versl- unarmannahelgi. „Nesti okkar í þeirri ferð samanstóð að mestu leyti af hangikjötslæri sem búið var að sjóða, soðnu saltkjöti, svið- um og bjúgum. Þar sem kjötmeti var í miklum meirihluta tókum við einnig með ORA fiskibúðing í dósum og óútvatnaðan saltfisk. Með í för var svo steinolíuprímus og tveggja lítra steinolíubrúsi.“ Tveimur árum síðar voru þeir félagar á svipuðum slóðum og eyddu fyrri vikunni í Landmanna- laugum en gengu síðari vikuna að Skaftártungu. „Maturinn í þeirri ferð var svipaður og tveimur árum áður og samanstóð helst af hangikjöti, saltfiski, flatkökum en einnig normalbrauði, sem er mjög saðsamt en um leið frekar þungt í bakpoka.“ Þurrmatur breytti miklu Kristján hóf að ganga með Ferða- félagi Íslands árið 1954 og gekk í Flugbjörgunarsveitina árið 1955. Árið 1964 fór hann á sjói n n og starfaði sem vélstjóri til ársins 1970. Á s i g l - ingum sínum á sjöunda áratug síðustu aldar komst hann í kynni við þurrmat sem var þá aðallega frostþurrk- að kjöt og oft vel kryddað. „Upp úr 1964-1965 kom ég til Svíþjóð- ar og kaupi þar fyrsta gasprímus- inn minn. Það var toppurinn, að losna við steinolíuna. Í kjölfarið fór ég að elda þurrmat á ferðalögum sem minnkaði fyrir vikið þyngd bakpokans töluvert mikið.“ Seinna meir stofnaði Kristján fjölskyldu en þegar börnin voru vaxin úr grasi byrjaði hann aftur að ganga á fullu. „Margt hafði breyst á þessum árum og þægind- in orðin meiri, bæði hvað varðar eldamennsku og annan aðbúnað. Þegar ég geng Laugaveginn árið 1994 erum við til dæmis að borða plokkfisk, bjúgu, sem voru alltaf vinsæl enda bragðmikil, kjötbúð- ing og brauð. Bakpok- inn gat orðið yfir 20 kg með slík- an mat en með til- komu þurrmat- ar varð pok- inn töluvert léttari, eða um 15-18 kg.“ Spurður hver uppáhaldsmat- ur hans hefði verið á ferðalög- um fyrstu áratugina segir hann að hrossabjúgu hafi verið besti maturinn. „Þau geymdust vel og voru bragðmikil. Við leyfð- um okkur að hafa kartöflur með fyrsta kvöldið en gátum að öðru leyti ekki borið mörg kíló af kart- öflum á bakinu. Í eftirrétt vorum við líka oft með gamla góða mjólkurkexið frá Frón sem var alltaf jafn vinsælt.“ Kristján er orðinn 78 ára gam- all og segist vera hættur að mestu leyti lengri gönguferðum en láti frekar jeppaferðir duga. „Nú er öllu meiri lúxus í boði þegar kemur að mat og meðlæti. Rauðvínsbeljan er með í för og við grillum góðar steikur á grillinu og höfum gott meðlæti með matnum.“ Hrossabjúgu voru besta nestið Nestismenning Íslendinga á ferðalögum innanlands hefur breyst mikið undanfarna áratugi. Um miðja síðustu öld voru bjúgu, saltkjöt og saltfiskur algengur matur á lengri ferðalögum. Seinna bættust fiskbúðingur í dós og mjólkurkex í hópinn. Félagarnir Ormar Skeggjason, Gunnar Benediktsson, sem er látinn, og Kristján Þórðarson á leið í veiðitúr inn í Kýlingar úr Landmannalaugum árið 1956. MYND/ÚR EINKASAFNI Kristján Erling Þórðarson Sigurður Helgason Yfirmatreiðslumaður á Grillinu Hótel Sögu og fulltrúi Íslands í keppninni Bocuse d´Or árið 2015 Innihald: Aðferðir: 1000 gr. lambakóróna Marenering: 1 dl mild repjuolía 20 gr. einiber Börkur af 2 sítrónum 10 gr. saxað dill Salt / Pipar Vorlaukur: 16 stk. vorlaukur Mild repjuolía Salt Ólífuolía / Sítrónusafi Bygg: 160 gr. bankabygg 640 ml vatn 300 gr. jógúrt 100 gr. 36% sýrður rjómi 3 gr. graslaukur 1 gr. dill 5 gr. steinselja 1 gr. mynta 2 gr. fáfnisgras Börkur af ½ sítrónu Sjávarsalt Marenering: Maukið saman einiberin og olíuna í blandara. Hellið yfir lambakórónuna. Skrælið börkinn af 2 sítrónum og stráið yfir. Kryddið með pipar og látið kórónuna marenerast á kæli yfir nótt. Bygg: Sjóðið bankabyggið í vatni með ögn af sjávarsalti í um það bil 40 mín. Kælið byggið þegar það er soðið. Þegar byggið er kalt, blandið þið því við jógúrt og sýrða rjómann. Bætið söxuðum kryddjurtum útí ásamt rifnum berki af hálfri sítrónu og smakkið til með sjávarsalti. Grilluð lambakóróna: Takið lambakórónuna úr mareneringunni og kryddið vel með salti. Brúnið á vel heitu grilli þangað til að kórónan hefur fengið fallegan brúnan lit. Slökkvið þá öðrum megin á grillinu og færið kórónuna á þann hluta sem slökkt er á. Lokið grillinu og eldið kórónuna áfram þar til hún hefur náð 58°C í kjarnhita. Takið kórónuna af grillinu og látið hvíla á bakka í 10 mín. Saxið dillið og sáldrið yfir kórónuna áður en þið berið fram. Grillaður vorlaukur: Veltið vorlauknum upp úr olíu og salti. Grillið þar til hvíti hlutinn af vorlauknum er orðinn mjúkur. Gott er að blanda saman góðri ólífuolíu og sítrónusafa til að velta vorlauknum upp úr eftir að hann kemur af grillinu. Verði ykkur að góðu Einiberja & sítrónu mareneruð LAMBAKÓRÓNA með jógúrt byggsalati og grilluðum vorlauk Tilboð á lambakórónu frá KS í verslunum Krónunnar 24.-31. júlí. 2 4 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 6 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 8 F -A 9 8 0 1 5 8 F -A 8 4 4 1 5 8 F -A 7 0 8 1 5 8 F -A 5 C C 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.