Fréttablaðið - 25.07.2015, Blaðsíða 52
25. júlí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24
Það er svo mikil skömm í kringum þetta. Þú ert á einhvern hátt öðruvísi. Þú þarft að ferðast um með nesti og vigt og fara eftir öllum reglunum.
Vigtin mín er eins og gler augun
hjá öðrum,“ segir Elín Guðný
Hlöðversdóttir, matarfíkill í frá-
haldi.
Elín lifir eftir ströngum reglum
12 spora samtaka, sem taka á
matar fíkn. „Ég borða þrjár vigt-
aðar og mældar máltíðir á dag. Ég
borða ekkert á milli mála nema
svart kaffi, sykurlaust gos og
sykurlaust tyggjó. Ég borða ekki
sykur, hveiti, sterkju eða rjóma,
ekki kartöflur eða pasta. Ég borða
eiginlega allt grænmeti, flesta
ávexti og svo kjöt, egg, mjólk
og fisk. Ég má til dæmis alveg
borða smjör, majónes og beikon.
Að halda sig innan þessa ramma
heitir fráhald, en ef fólki í sam-
tökunum tekst ekki að halda sig
innan rammans er talað um það
sem fall.“
Alin upp á Hlöllabátum
Elín Guðný er alin upp á Hlöllabát-
um, en segir það engin áhrif hafa
haft á þróun matarfíknar. „Mér
fannst auðveldara að halda mig í
fráhaldi meðan ég var að vinna á
Hlöllabátum. Það er engin orsök
eða afleiðing að ég sé dóttir Hlölla.
Mér fannst ekki hvetjandi að borða
þegar ég var inni á Hlöllabátum.
Allt sem var í boði þar var leyfi-
legt fyrir utan brauðið, ofátið hófst
frekar þegar ég kom heim.“
Pabbi Elínar stofnaði Hlöllabáta
fyrir 29 árum. „Þar unnum við öll
fjölskyldan. Þau seldu svo fyrir-
tækið árið 2012, þegar mamma
veiktist. Ég fór í það að eignast
börn og svona, en þegar ég var að
vinna þar þá var ég byrjuð í þessu
sem við köllum að vigta og mæla
– en það er að mæla allt nákvæm-
lega sem maður setur ofan í sig
samkvæmt reglum 12 spora sam-
taka.“
Vigta og mæla
„Fyrst voru þetta bara nokkrir
matarfíklar sem ég þekkti sem
komu og fengu sér að borða hjá
mér. En mig langaði alltaf að gera
meira úr þessu, stofna veitingastað
þar sem það er ekkert feimnis-
mál að fá matinn sinn vigtaðan og
mældan.“
Elín Guðný og fjölskylda hennar
létu drauminn rætast á dögunum,
og stofnuðu veitingastaðinn Junior-
inn í Kópavogi.
„Við lögðum mikið upp úr því að
veitingastaðurinn væri fyrir alla,
ekki bara þá sem vigta og mæla.
Þannig að það sé hægt að koma
með fjölskylduna eða vini án þess
að allir séu endilega í svoleiðis pró-
grammi.“
Fór á fund fyrir matarfíkla 16 ára
Elín kynntist 12 spora samtök-
um fyrir ofætur 16 ára gömul, en
hafði þá glímt við matarfíkn síðan
hún mundi eftir sér. Hún var 120
kíló. „Ég var lítil og feimin þegar
ég gekk inn á fyrsta fundinn. Ég
hef alltaf verið feit og alltaf fund-
ist gott að borða. Ég var ein af
þeim sem voru alltaf á leiðinni í
megrun. Ég var ekkert rúllandi
feitt barn, en ég var alltaf aðeins
of þung. Svo var ég alltaf að pæla
í þessu, alltaf í hausnum á mér: Af
hverju borðaði ég þetta? Er ég of
feit? Er ég grönn? Hvað á ég að
borða? Hvað á ég ekki að borða?“
Upplifði sig í fangelsi
Hún segir rammann sem hún setur
sér sem mælt er með af 12 spora
samtökunum aflétta þessari þrá-
hyggju. „Ég ákveð á eftir hvað
ég ætla að borða á morgun og þá
þarf ég ekkert að pæla meira í því.
Þetta hefur hjálpað mér helling og
fullt af fólki sem ég þekki. Þegar
þú labbar inn á svona fund þá taka
þér langflestir opnum örmum.
Þetta er á einhvern hátt opið sam-
félag. Þarna finnur þú samhljóm.
Einhvern sem skilur þig.“
Ganga Elínar innan samtak-
anna hefur ekki alltaf verið jafn
auðveld. „Þegar ég kom inn sextán
ára gömul var ég auðvitað bara
ung og langaði að gera eitthvað
annað. Ég upplifði þetta sem hálf-
gert fangelsi. Ég hef síðan þá verið
svona inn og út úr samtökunum,
og hef inn á milli náð mjög góðum
árangri. En núna er ég inni. Þetta
er það sem ég vil, það sem mig
langar. Mér líður vel.“
Feitir eru annars flokks
Elín hefur rokkað mikið í þyngd
síðan hún man eftir sér. „Já, tutt-
ugu eða þrjátíu kíló, upp og niður.
Ég hef tvisvar náð mér almenni-
lega niður, verið grönn. Þannig
að ég hef upplifað að vera feit og
að vera grönn og það er tvennt
ólíkt. Samfélagið horfir öðruvísi á
feitt fólk en á grannt fólk. Ég fer
kannski inn í búð, ætla að kaupa
mér pils – labba inn og er sagt að
það sé ekkert til á fólk eins og mig.
Eins og ég sé annars flokks. Maður
labbar inn á veitingastað og ætlar
að fá sér að borða og það er horft á
mann. Ég upplifi það allavega, en
ég veit svo sem ekkert hvað fólk er
að hugsa. En þetta er öll þjónust-
an. Maður fer kannski til læknis
sem segir manni að grenna sig, en
rannsakar ekkert annað. Ég er feit
og þá er ég annars flokks.“
Aumingjaskapur að vera feitur
Elín hefur prófað alla megrunar-
kúra í bókinni. „Já. Danska kúr-
inn, Herbalife, ekkert virkar. Eða
jú, það virkar, en í takmarkaðan
tíma. Það er alltaf þetta sem er
bak við. Mig vantar róna. Eitthvað
sem virkar fyrir mig. Þegar ég var
á þessum kúrum var ég alltaf að
bíða eftir einhverju, að missa tíu,
fimmtán kíló og þá gæti ég leyft
mér að fá mér eitthvað sem ég var
að neita mér um. Þetta finn ég ekki
þegar ég er að vigta og mæla.“
Hún segir matarfíkn vera eina
tegund átröskunar. „Og það er svo
mikil skömm í kringum þetta. Það
er aumingjaskapur að vera feit-
ur. Þú átt bara að borða minna og
hreyfa þig meira. Ég hef hreyft
mig heilan helling, en greinilega
bara borðað það mikið að ég næ
þessu ekki, að borða og brenna
jafnóðum.“
Sjálfsöryggið lítið sem ekki neitt
Hún segir ýmisleg vandamál
fylgja matarfíkn. „Þegar maður er
á vondum stað kemst maður ekki
í fötin sín, manni líður illa með
sjálfan sig. Sjálfsöryggið er lítið
sem ekki neitt. Þú vilt ekki fara
út á meðal fólks því þú ert tutt-
ugu kílóum þyngri en síðast þegar
það sá þig. Það finnst mér vont. Ég
leyfi þessu ekki að loka mig inni,
en þetta er rosalega hamlandi.“
Vill ekki vera með hauspoka
Elín hefur einnig leitað á náðir
Miðstöðvar fyrir matarfíkla.
„Þar eru auðvitað fagaðilar sem
er gott að hafa með. En sam tökin
hafa breytt mér og mínu lífi. Alveg
klárlega. Það er alltaf eitthvað
nýtt, nýi kúrinn. Það verður niður-
rif í því að lofa sér einhverju og
standa ekki við það. Í stað þess að
vera ánægður með sig í deginum í
dag, sama hvað þú ert að gera. Það
er dálítið það sem ég hef tekið út
úr minni 12 spora vinnu. Og maður
á ekki að þurfa að mæta með haus-
poka til að ræða matarfíkn eða
glíma við hana. Það er bara fárán-
legt. Ég vil opna á þetta og ræða
þetta opinskátt.“
Hæ, ég heiti Elín og er matarfíkill
Elín Guðný Hlöðversdóttir er matarfíkill í fráhaldi. Hún leitaði á náðir 12 spora samtaka fyrir matarfíkn sextán ára gömul,
þá 120 kíló. Hún segir marga telja það aumingjaskap að vera feitur. Elín hefur upplifað að vera bæði feit og grönn og segir
fordómana gríðarlega. Hún segir að maður eigi ekki að þurfa að mæta með hauspoka til að glíma við eða ræða matarfíkn.
HLÖÐVERSDÆTUR Kolfinna Hagalín, Elín Guðný og María Peta. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ólöf
Skaftadóttir
olof@365.is
Maður fer kannski til
læknis sem segir manni að
grenna sig, en rannsakar
ekkert annað. Ég er feit og
þá er ég annars flokks.
Þú vilt ekki fara út á
meðal fólks því þú ert
tuttugu kílóum þyngri en
síðast þegar það sá þig.
Það finnst mér vont.
2
4
-0
7
-2
0
1
5
2
1
:5
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
8
F
-8
2
0
0
1
5
8
F
-8
0
C
4
1
5
8
F
-7
F
8
8
1
5
8
F
-7
E
4
C
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K