Fréttablaðið - 28.09.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.09.2015, Blaðsíða 4
Nicotinell, lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Hætta skal alfarið reykingum meðan á meðferð með Nicotinell stendur. Upphafsskammtur skal ákvarðaður út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Verði vart við aukaverkanir þegar hærri styrkleiki er notaður skal íhuga að skipta yfir í lægri styrkleika. Meðferðarlengd er einstaklingsbundinn. Samtímis neysla á súrum drykkjum, eins og t.d. kaffi og sódavatni, getur minnkað frásog nikótíns í munni. Forðast skal þessa drykki í 15 mínútur fyrir notkun lyfjatyggigúmmís. Tyggja skal eitt stykki Nicotinell lyfjatyggigúmmí við reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stykki á sólarhring, þó ekki fleiri en 15 stykki af 4 mg lyfjatyggigúmmíi og 25 stykki af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Vegna eiginleika lyfjatyggigúmmís sem lyfjaforms getur nikótínþéttni í blóði verið mismunandi á milli einstaklinga. Því skal miða tíðni skammta við einstaklingsþörf, innan uppgefinna hámarksskammta. Tyggja skal eitt lyfjatyggigúmmí þar til finnst sterkt bragð. Lyfjatyggigúmmíið skal því næst hvíla á milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal byrja að tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mínútur. Í flestum tilfellum skal meðferðin standa í a.m.k. 3 mánuði. Eftir 3 mánuði skal draga smám saman úr notkun. Venjulega er ekki mælt með notkun Nicotinell lyfjatyggigúmmís lengur en í eitt ár. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Þeir sem reykja ekki og þeir sem hafa ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna eiga ekki að nota Nicotinell. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota Nicotinell ef þú: ert þunguð, með barn á brjósti, hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjarta- eða æðasjúkdóm, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi. Einstaklingar undir 18 ára aldri mega ekki nota Nicotinell nema að læknisráði. Nikótín sem er gleypt getur valdið versnun einkenna hjá sjúklingum sem eru með bólgu í vélinda, munni eða koki, magabólgu eða magasár. Einstaklingum með gervitennur, eiga við vandamál í liðamótum kjálka og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform en lyfjatyggigúmmí. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfjatyggigúmmíið. Athuga ber að lyfjatyggigúmmíið og munnsogstöflurnar innihalda natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321) sem getur valdið staðbundinni ertingu slímhúðar en sumar bragðtegundir innihalda að auki sorbitól (E420), maltitól (E965) eða aspartam (E 951) sem ekki allir mega taka. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ ® Ertu að hætta að reykja? Veistu hvaða bragðtegund hentar þér? Lyfjaauglýsing Fæst í 6 bragðtegundum! NICOTINELL LYFJATYGGIGÚMMÍ Nicotinell-6-bragdtegundir-5x10 copy.pdf 1 12/08/15 09:40 StjórnSýSla Fyrirtækið LC Ráðgjöf ehf., í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðis- flokksins, sem vann að læsisverkefni mennta- og menningarmálaráðherra fyrir tæpar tólf milljónir króna, vann á sama tíma verkefni fyrir atvinnu- vegaráðuneytið um stefnumótun í ferðaþjónustu. Hefur fyrirtækið fengið greiddar 17,2 milljónir króna fyrir að vinna að ferðamálastefnu Íslands. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að fyrirtækið hefði gert tvo aðskilda samninga við mennta- og menningarmálaráðuneytið vegna verkefnis um læsi, annars vegar í sept- ember 2014 og hins vegar í febrúar. Í þeim samningum, sem hljóða upp á samtals 11,6 milljónir, var talað um vinnu frá september til loka des ember 2014 annars vegar, og frá febrúar til júlí árið 2015 hins vegar. Sú vinna skarast við vinnu fyrir- tækisins um ferðamálastefnu fyrir atvinnuvegaráðuneytið. Þar var hlutverk fyrirtækisins að vinna að stefnumótun og greiningu á stöðu ferðamála á Íslandi. Greiddi atvinnu- vegaráðuneytið 1,7 milljónir til fyrir- tækisins í hverjum mánuði, alls átta greiðslur, en einnig fékk fyrirtækið eina milljón króna við undirritun. Greitt var fyrsta hvers mánaðar, frá september til apríl. Eins og í samn- ingum við menntamálaráðuneytið er skrifað undir samninginn löngu eftir að vinna er hafin við verkið, eða í þessu tilfelli þriðja nóvember. Því hefur fyrirtækið starfað fyrir tvö ráðuneyti síðasta árið hið minnsta og fengið greitt fyrir það 28,8 milljónir króna. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þing- manns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnvöldum sé skylt að gera kaup á þjónustu yfir 150 þúsund krónum opinber. Birgitta Jónsdóttir fagnar slíku frumvarpi sem myndi þýða að svona samningar yrðu gerðir opin- berir. „Það skiptir miklu máli að allir landsmenn sjái hvernig málum er háttað og ég tel eðlilegt að stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd fari yfir þessa samninga“. Grétar Þór Eyþórsson, prófess- or í stjórnmálafræði, segir tengsl Guðfinnu við Sjálfstæðisflokkinn óneitan lega gera þetta tortryggi- legt. „Það getur vel verið að þetta sé innan allra reglna en það er svo- lítið pólitískt svell að semja svona við fyrrverandi liðsfélaga án þess að leita tilboða. Menn ættu í ríkara mæli að leita tilboða við sem flestum verkum,“ segir Grétar Þór. Guðfinna Bjarnadóttir hefur rekið ráðgjafarfyrirtæki frá árinu 1986. Hún var rektor Háskólans í Reykja- vík þar til hún settist á þing fyrir Sjálf- stæðisflokkinn árið 2007 og sat þar í tvö ár. sveinn@frettabladid.is Skemmtiferðaskip á Ísafirði. LC Ráðgjöf ehf, sem vann verkefni vegna læsis skólabarna fyrir Illuga Gunnarsson menntamála- ráðherra, ráðlagði á sama tíma Ragnheiði Elínu Árnadóttur ferðamálaráðherra um nýja ferðamálastefnu. Eigandi fyrirtækisins og annar starfsmaður er fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Pjetur Vann fyrir tvö ráðuneyti í einu Fyrirtæki í eigu fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins vann ráðgjafarstörf fyrir tvö ráðuneyti ráðherra flokksins fyrir samtals 28,8 milljónir króna án þess að leitað væri tilboða. Tengsl við flokkinn eru sögð gera málið tortryggilegt. Þingmaður Pírata telur eðlilegt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði samningana. Flóttamenn Um miðjan ágúst var tekið í notkun á Bæjarhrauni í Hafnarfirði nýtt búsetuúrræði fyrir hælisleitendur hér á landi. Þar búa nú um 50 einstaklingar. Er þetta þriðja búsetuúrræðið sem Útlend- ingastofnun hefur úr að spila í dag. Viðræður eru hafnar milli Hafnar- fjarðarkaupstaðar og Útlendinga- stofnunar um viðlíka samning um aðstoð við hælisleitendur og stofn- unin hefur gert bæði við Reykja- nesbæ og Reykjavík. Málið var tekið fyrir á fundi fjölskylduráðs Hafnar- fjarðar á föstudag. „Útlendingastofnun mætti á fund- inn til okkar og leitaðist eftir því að Hafnarfjarðarbær myndi gera samning um þjónustu við tiltekinn fjölda fjölskyldna um félagsaðstoð og menntun,“ segir Guðlaug Krist- jánsdóttir, forseti bæjarstjórnar og Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórn- ar og formaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar Fimmtíu hælisleitendum komið fyrir á Bæjarhrauni í Hafnarfirði Það getur vel verið að þetta sé innan allra reglna en það er svolítið pólitískt svell að semja svona við fyrrverandi liðs- félaga án þess að leita tilboða. Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórn- málafræði formaður fjölskylduráðs Hafnar- fjarðar. Tekið hafi verið vel í mála- leitanina. Árið verður metár í fjölda hælis- umsókna og því hefur Útlendinga- stofnun þurft að leita að hentugu húsnæði til þess að hýsa fólk. Fjöldi staða hefur verið skoðaður í því ljósi, til dæmis St. Jósefsspítali í Hafnarfirði sem stendur auður og hefur gert í mörg ár. Skúli Á. Sigurðsson, lögfræðingur Útlendingastofnunar, segir fólk af ýmsum þjóðernum búa nú þegar í Hafnarfirði. „Eins og er búa þarna um 50 hælisleitendur. þar á meðal eru um tíu fjölskyldur með börn sem búa á hæð ásamt einstæðum konum. Á annarri hæð eru ein- hleypir karlmenn og ekki er gengt milli hæðanna,“ segir Skúli. Fólkið sé héðan og þaðan úr heiminum. - sa tyrkland Sautján flóttamenn, sem taldir eru hafa verið frá Sýrlandi, drukknuðu við strendur Tyrklands í gær, þegar bátur sem þeir voru í sökk. Tuttugu aðrir komust lífs af, en þeir voru í björgunarvestum. Fimm börn voru á meðal þeirra sem fór- ust. Einnig drukknuðu fimm konur og sjö karlar. Svo virðist sem fólkið hafi verið fast neðan þilja þegar báturinn sökk. Talið er að flóttamennirnir hafi verið að reyna að komast frá þorpinu Gumusluk yfir til Grikk- lands. Alls hafa um 300 þúsund flótta- menn komið á land í Grikklandi, það sem af er árinu. Flestir fara svo til annarra Evrópuríkja. - kak Drukknuðu við strendur Tyrklands Belgar gengu til stuðnings flóttafólki í Brussel í gær. Á borðanum stendur „enginn er ólöglegur“. Fréttablaðið/EPA Orkumál Atvinnuvegaráðuneytið áréttar að raforkutilskipun Evrópu- sambandsins hafi ekki verið brotin. Fréttablaðið greindi fyrir helgi frá áliti ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, í þá veru. Í tilkynningu segir að ESA hafi borist kvörtun í ágúst í fyrra þar sem bent var á að innleiðingu annarrar raforkutilskipunarinnar væri ekki lokið á Íslandi. Ráðuneytið hafi verið í samskiptum við ESA, sem ekkert ætli að aðhafast þar sem unnið sé að innleiðingu þeirra þátta tilskipunarinnar sem gerð hafi verið athugasemd við. - srs Segja tilskipun ekki brotna 2 8 . S e p t e m b e r 2 0 1 5 m á n u d a G u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 5 -D 1 7 0 1 6 C 5 -D 0 3 4 1 6 C 5 -C E F 8 1 6 C 5 -C D B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 7 9 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.