Fréttablaðið - 28.09.2015, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 28.09.2015, Blaðsíða 44
Okkar ástkæra Sonja Georgsdóttir myndlistarkona, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 21. september sl. Útförin verður gerð frá Háteigskirkju miðvikudaginn 30. september kl. 13.00. Hólmfríður Gunnarsdóttir Guðmundur B. Sigurgeirsson Georg Ahrens Hauksson Ingibjörg Sveina Þórisdóttir Ingi Haukur Georgsson Sigrún Guðný Pétursdóttir Ágústa R. A. Georgsdóttir Þorsteinn Þórsson Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, Jóna Kristín Engilbertsdóttir Selvogsbraut 25, Þorlákshöfn, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. september. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju miðvikudaginn 30. september kl. 14.00. Guðfinnur Karlsson Helga Frímannsdóttir Reynir Guðfinnsson Rebekka Ómarsdóttir Harpa Guðfinnsdóttir Arnar Sch. Thorsteinsson Hrönn Guðfinnsdóttir Garðar Geirfinnsson og barnabörn. „Ég var himinlifandi að ná kjöri og hlakka til að vinna fyrir SÍF [Samband íslenskra framhaldsskólanema],“ segir Steinunn Ólína Hafliðadóttir sem var kjörin for maður Sam- bands íslenskra framhalds- skólanema á aðalþingi sam- bandsins á dögunum. Aðspurð um hvers vegna hún hafi boðið sig fram segist hún ekki alveg viss. „Ég vissi að ég hefði drifkraftinn og mig langar til þess að breyta heiminum, eins klisjukennt og það hljómar,“ segir Stein- unn en hún sótti þingið fyrir hönd Nemendafélags Menntaskólans við Hamra- hlíð ásamt öðrum fulltrúum þaðan. Steinunn segir skóla- systkini sín hafa stungið upp á því við hana á þinginu að hún byði sig fram. „Ég tek með mér femíníska vinkilinn inn í starfið. Ég er enn formaður femínistafélags MH og sit í stjórn Landssam- bands femínistafélaga fram- haldsskóla  Íslands,“ segir Steinunn. „Ég legg áherslu á hvernig kynin speglast í nem- endafélagsstarfi skólanna. Mér finnst til dæmis fárán- legt að nemendafélögin ráði miklu fleiri karlmenn til að koma fram og vera kynnar á viðburðum vegna hræðslu við það að færri kaupi sér miða ef kona er ráðin.“ „Mig langar að breyta því. Það vantar femínískari nem- endafélög,“ segir Steinunn. Hún segir nýkjörna stjórn SÍF enn vera að mynda stefnu komandi vetrar. „Eitt af því sem við munum berjast fyrir er ókeypis sál- fræðiaðstoð fyrir framhalds- skólanema. Það er rosalega stór hópur sem fellur brott úr námi vegna andlegra veik- inda og sá hópur fær ekki þá aðstoð sem hann þarf,“ segir Steinunn. Eitt brýnasta verkefni SÍF, að sögn Steinunnar, er að stækka SÍF og færa það upp á hærra plan. „Í útlöndum eru sambærileg félög miklu stærri, til að mynda sænska félagið. Aðalþingi þess er sjónvarpað og ef tekið er við- tal við menntamálaráðherra landsins um mál sem tengist framhaldsskólanemum er formaður félagsins með til að veita andsvar,“ segir Steinunn og bætir við: „Ég vil koma SÍF á þennan stall.“ Þá segir Steinunn SÍF alltaf hafa verið fylgjandi lækkun kosningaaldurs í sextán ár, en formenn Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram frumvarp þess efnis í annað sinn í vikunni. „Mér finnst þó persónulega ekki hægt að lækka kosningaaldurinn samstundis. Fyrst þarf að byrja að fræða í grunnskól- um til að auka áhuga þessa aldurshóps á stjórnmálum. Þegar það er komið í gang er fyrst hægt að lækka kosn- ingaaldur,“ segir Steinunn Ólína Hafliðadóttir. thorgnyr@frettabladid.is Kallar eftir femínískari nemendafélögum framhaldsskóla Steinunn Ólína Hafliðadóttir er nýkjörinn formaður Sambands íslenskra framhalds- skólanema. Hún segist taka með sér femínískan vinkil inn í starfið. Steinunn vill færa SÍF upp á hærra plan og koma rödd sambandsins á framfæri.  Steinunn Ólína Hafliðadóttir, nýr formaður SÍF, Sambands íslenskra framhaldsskólanema, er líka formaður femínistafélags MH og situr í stjórn Landssambands femínistafélaga framhaldsskóla Íslands. FréttabLaðið/GVa Ég vissi að ég hefði drif­ kraftinn og mig langar til þess að breyta heiminum, eins klisju­ kennt og það hljómar. Fimm ár eru síðan Alþingi tók þá örlagaríku ákvörðun að kjósa um að kalla saman Landsdóm til að taka fyrir mál ráð- herra sem taldir voru bera ábyrgð á efnahagshruninu. Þingheimur greiddi atkvæði um hvort draga ætti Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson fyrir Landsdóm. Eftir atkvæða- greiðslu Alþingis var ljóst að einungis Geir yrði ákærður. Fjölmiðlar greindu frá því á þessum degi að klofningur hefði komið upp í Samfylkingunni í atkvæðagreiðslunni. „Samfylkingin passar greinilega upp á sitt fólk, eins og kom fram í þinginu, og menn skáskjóta sér á milli manna við atkvæðagreiðslur til þess að koma tilteknum aðilum í skjól,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið eftir atkvæðagreiðsluna. Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, gaf ekki mikið fyrir gagnrýni Geirs. „Ég hef alla tíð gagnrýnt Landsdóm fyrir að hann gæti boðið upp á slíkt,“ sagði Jó- hanna. „En í okkar þingflokki var það þannig að hver og einn tók ákvörðun fyrir sig. Niðurstaðan var ekki í samræmi við það sem ég lagði til.“ Jóhanna kaus gegn því að ákæra ætti ráðherrana. Dómurinn var svo felldur í apríl 2012 en Geir var sýknaður af þremur ákæruliðum af fjórum. Hann var sakfelldur fyrir að hafa ekki haldið ráðherra fundi um mik il væg stjórn ar mál efni. Honum var ekki gerð nein refsing í málinu. -srs Þ EttA g E r ð i St 2 8 . S E p t E M b E r 2 0 1 0 Alþingi dregur Geir fyrir Landsdóm 2 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 m Á N U D A G U r16 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 5 -D 1 7 0 1 6 C 5 -D 0 3 4 1 6 C 5 -C E F 8 1 6 C 5 -C D B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 7 9 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.