Fréttablaðið - 28.09.2015, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 28.09.2015, Blaðsíða 40
Fólk| matur Blómkálssúpa með Blaðlauk og stökku Beikoni Blómkálssúpa er afar góð, sérstaklega á haustin þegar grænmetið er ferskt og gott. Hægt er að gera súpuna á mis- jafnan hátt, til dæmis mauka hana. Þessi súpa er ákaflega bragðgóð en það má sleppa beikoninu, sértu grænmetisæta. Í staðinn má þá nota ristuð fræ og græn- metissoð. Uppskriftin miðast við fjóra. 750 g blómkál 1 laukur 9 dl kjúklingasoð 2,5 dl mjólk 2 msk. sýrður rjómi Hálfur blaðlaukur, fínt skorinn Beikon, smátt skorið Salt og nýmalaður pipar Steinselja Skolið blómkálið og rífið það í jafnstóra bita. Skerið einnig stilkinn í litla bita. Skiljið eftir nokkur „blóm“ til skreytinga. Sjóðið saman soð og mjólk og bætið síð- an blómkálsbitunum og lauk út í. Látið sjóða í 15 mínútur eða þar til blómkálið er orðið mjúkt. Þá er súpan maukuð með töfrasprota. Bragðbætið súpuna með sýrðum rjóma, salti og pipar. Á meðan súpan er að sjóða er beikonið steikt á pönnu þar til það verður stökkt. Setjið á eldhúspappír og kælið. Setjið rest- ina af blómkálinu á pönnuna ásamt smá- vegis smjöri og hitið í gegn. Í lok suðu- tímans er steikta blómkálið, blaðlaukur og beikon sett út í. Það má líka setja þetta út í eftir að súpan er komin í diska. Súpan er sett í skálar og skreytt með steinselju og smávegis af góðri ólífuolíu. góð osta- og skinkuhorn með súpunni Þetta eru mjög góð ostahorn sem passa vel með súpu. Þau er hægt að frysta og nota sem nesti í vinnu eða skóla. Upp- skriftin miðast við 18 horn. 18 sneiðar skinka 36 sneiðar brauðostur 2 egg til að pensla 2 dl sesamfræ (Má sleppa) Gerdeig 1 kg hveiti 1 poki þurrger 2 msk. salt 65 g smjör 1 tsk. salt 2½ dl mjólk 3 dl vatn Setjið öll þurrefni í hrærivélaskál. Bræðið smjörið. Bætið vatni og smjöri í þurrefnið og hnoðið vel saman. Látið deigið hefast í eina klukkustund. Sláið það niður og látið það hefast aftur í eina klukkustund. Skiptið deiginu í þrjá hluta og fletjið hvern part eins og pitsu. Skerið niður í sex þríhyrn- inga. Setjið skinku og ost á hvern part og rúllið upp í horn. Leggið á bökunarpapp- ír og látið hefast í 20 mínútur. Penslið með hrærðu eggi og stráið sesamfræjum yfir. Hitið ofninn í 200°C og bakið hornið í 15-20 mínútur. Kælið á rist. hollt að hausti hollusta Þegar kólnar í veðri er gott að fá sér heita súpu. Blómkálssúpa er alltaf góð og hana er einfalt að gera. Ekki er verra að bera hana fram með nýbökuðu brauði. gómsæt horn Það er auðvelt að út- búa horn og þau eru góð með súpunni. hlýjar að innan Blómkálssúpa er holl og góð. Nordicphotos/getty Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Active Liver Eykur niðurbrot fitu í lifrinni og styrkir starfsemi hennar „Finn mikinn mun á mér, eftir að ég byrjaði að nota Active Liver. Hef minni löngun í óhallan mat, sætindi, kaffi og áfengi. Ég hef líka lést og er mjög ánægð með árangurinn“. -Kirsten 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 7 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 5 -F D E 0 1 6 C 5 -F C A 4 1 6 C 5 -F B 6 8 1 6 C 5 -F A 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 7 9 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.