Fréttablaðið - 28.09.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.09.2015, Blaðsíða 18
Fólk| heimili eftir fimmtán ára búsetu á Reykjavíkursvæðinu og í Svíþjóð ákváðu hjónin Helga Björg Jón-asardóttir og Jóhannes Már Jóhannesson að láta gamlan draum rætast; að búa í sveit. Þau festu kaup á Hesjuvöllum, sem er lögbýli í Hlíðarfjalli fyrir ofan Akureyri, og eru frístundabændur þar með landnámshænur, endur, hesta, hunda og ketti. Næsta verkefni þeirra hjóna er að breyta gamalli skemmu í gróðurhús en vinnan hófst í fyrrahaust. „Flestum þótti skynsamlegast að rífa þessa litlu skemmu en ég var ekki sammála því. Með því að taka bárujárnið af þakinu og setja báruplast í staðinn sá ég möguleika á því að nýta hana sem gróðurhús. Ég hef mikinn áhuga á matjurtarækt og sjálfbærum lífsstíl. Planið er að nota gróðurhúsið í forræktun á matjurtum og til að rækta tómata, jarðarber og fleira gott.“ Síðan hjónin fluttu á býlið fyrir tveimur árum hafa þau hægt og rólega verið að byggja upp og finna leiðir til að nýta þær byggingar sem eru á býlinu. „Fyrsta verkið var að breyta nautgripahúsi í hesthús og svo notum við gamlan skúr fyrir hænur og endur. Gróðurhúsið er næst á dagskrá og planið er svo að taka fjósið í gegn næsta sumar og breyta því í vinnustofu,“ segir Helga Björg en hún er vöru- hönnuður, myndlistarmaður og kennari við List- námsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri. Allir njótA ávAxtAnnA „Nýlega löguðum við þakið með góðri hjálp fjöl- skyldumeðlima. Við létum leggja hitaveiturör í sumar frá íbúðarhúsinu í skemmuna og stefnum að því að nýta affallið af ofnunum til að halda hita í gróðurhúsinu í mestu kuldunum. Næsta skref var að endurbyggja stafnana, við erum langt komin með neðri stafninn og líklega látum við fram- kvæmdir við efri stafninn bíða næsta vors. Það hindrar samt ekki að gróðurhúsið nýtist til að for- rækta plöntur í vor fyrir matjurtagarðinn næsta sumar.“ Endurhönnun smiðjunnar er samstarfsverkefni Helgu Bjargar og föður hennar, Jónasar Sigurjóns- sonar húsgagnasmíðameistara. „Við höfum reynt að nýta efni sem við eigum, meðal annars glugga sem voru smíðaðir í röngum stærðum í viðbygg- ingu við gamla húsið okkar fyrir sunnan. Hönnunin fer eiginlega fram jafnóðum í góðu samstarfi okkar feðgina. Það hentar vel þegar smiður og hönnuður vinna saman.“ Þótt gróðurhúsið verði formlega tilbúið næsta sumar er ræktunin á bænum hafin. „Ég ræktaði jarðarber, kryddjurtir, salat og gulrætur inni í gróðurhúsinu í sumar þótt það héldi hvorki vatni né vindum. Ræktunin hjá okkur er í smáum stíl, til eigin nota og fyrir fjölskylduna. Þar sem upp- byggingin er samvinnuverkefni fjölskyldunnar er sanngjarnt að allir njóti ávaxtanna af ræktuninni saman. Næsta vor verður gróðurhúsið notað til að forrækta matjurtir í garðinn og vonandi náum við heilsársræktun í gróðurhúsinu í framtíðinni.“  n starri@365.is frjótt sAmstArf smiðs og hönnuðAr endurbætur Norðan heiða er verið að breyta gamalli skemmu í gróður- hús. Stefnt er á heilsársræktun til eigin nota. gróðurhús í fæðingu „Flestum þótti skynsamlegast að rífa þessa litlu skemmu en ég var ekki sammála því,“ segir Helga Björg, sem hér er fyrir miðri mynd ásamt hluta vinnuhópsins sem telur m.a. eiginmann, föður, dóttur og tengdason. Myndir/Jón Einar Jóhannsson vinnA frAm undAn Í upphafi minnti skemman á flest annað en gróðurhús. Allt Að komA Gróðurhúsið fær smátt og smátt á sig endanlega mynd. Inniheldur aðeins náttúrulegar jurtir td. Sítrónu Melissu og Chamomillu ásamt blöndu B vítamína og magnesíum. SOFÐU RÓTT Í ALLA NÓTT BESTA TÓNLISTIN FRÁ 1960 1985 ÞESSI GÖMLU GÓÐU Á EINUM STAÐ 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 6 -2 A 5 0 1 6 C 6 -2 9 1 4 1 6 C 6 -2 7 D 8 1 6 C 6 -2 6 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 7 9 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.