Fréttablaðið - 06.10.2015, Síða 2

Fréttablaðið - 06.10.2015, Síða 2
Skál á spítalanumVeður Suðaustan 5-10 m/s og lítils háttar rigning eða skúrir víðast hvar, en rofar til á norðanverðu landinu síðdegis. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast norðaustanlands. Sjá Síðu 18 NÁM Í TÖLVUVIÐGERÐUM Næstu námskeið byrja 12. og 13. október Þetta vinsæla námskeið er fyrir þá sem vilja starfa við tölvuviðgerðir, uppfærslur og endurbætur. Námskeiðið er verklegur undirbúningur fyrir A+ gráðurnar frá CompTIA. Frábært skref inn í tækniheiminn. DómSmál Íslensk kona sem er ákærð fyrir morðtilraun í Ungverjalandi segir að málið hafi haft áhrif á hana á allan mögulegan hátt. Hún eigi erfitt með vinnu og að sinna fjölskyldu sinni. Konan er á fertugsaldri og er starf- andi læknir hér á landi. Hún var í læknisnámi í Debrecen, næststærstu borg Ungverjalands, árið 2012 þegar atvikið átti sér stað sem síðar leiddi til ákæru á hendur henni. Samkvæmt ungverskum fjölmiðlum er henni gefið að sök að hafa byrlað nígerískri vinkonu sinni svefnlyf og barið hana í höfuðið með hamri. Konan vísar þessu alfarið á bug. „Hún í rauninni telur að þarna hafi verið sviðsettur glæpur. Það er ekki um að ræða höfuðkúpubrot í þessu máli. Þarna er um að ræða, að mér skilst, nokkur spor í höfuðið og það eru áverkar sem umbjóðandi minn telur að fórnarlambið svokallaða hafi valdið sér sjálft,“ segir Ingibjörg Ólöf Vilhjálms- dóttir, verjandi konunnar. „Þetta er hið hræðilegasta mál í raun og veru. Hún er ásökuð um mjög alvar- legan glæp sem hún segir sjálf að hún hafi ekki framið. Þannig að eðlilega er hún í miklu uppnámi, þetta er mjög alvarlegt mál.“ Ingibjörg segir að rannsókn málsins ytra sé ábótavant. Konunni hafi hingað til gengið illa að koma sinni hlið máls- ins á framfæri við stjórnvöld. Þá hafi sönnunargögnum sem hún hafi reynt að koma á framfæri ekki verið gefinn gaumur og sýni, sem hefðu verið tekin í sambærilegu máli hér á landi, ekki verið tekin. „Það átti að dæma í málinu í síðasta mánuði en eftir að ungversk yfirvöld komust á snoðir um það að íslensk yfir- Mjólkursamsalan stefnir að því að safna 15 milljónum króna til tækjakaupa fyrir Landspítalann með sérstöku átaki þar sem 30 krónur af hverjum seldum lítra af D-vítamínbættri mjólk renna til málefnisins. Ætlunin er að bæta tækjabúnað og starfsaðstöðu á bæklunarskurðdeild Landspítalans. Full- trúar MS og Landspítalans skáluðu í mjólk við upphaf söfnunarinnar í gær. FréttabLaðið/anton brink FerðaþjónuSta Flugfélag Íslands er ekki byrjað að selja Fokker-flugvél- arnar sínar fimm en stefnt er að því að skipta þeim út fyrir Bombard ier Q400 vélar innan tíðar. „Þær eru enn í notkun hjá okkur og verða þar til hinar vélarnar koma. Þannig að þær verða hjá okkur að minnsta kosti fram á vor,“ segir Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Framleiðandi Fokker-véla varð gjaldþrota árið 1996. Flugvélunum, sem eru 25 ára, hefur þó verið sinnt með varahluti og viðhald. „Það var kominn tími á það að skipta um týpu og þá ákváðum við að fara í Bombard ier. Við höfum undan- farin tíu ár verið með minni útgáfu af þeirri vél og höfðum haft góða reynslu af þeim. Það lá því beint við að taka stærri útgáfuna sem er rúmlega sjötíu sæta vél,“ segir Árni. Markaðsverðið fyrir Fokker er ekki hátt en Árni segir FÍ geta losað sig við þær þegar þar að komi. Félagið seldi eina Fokker-vél á síðasta ári en Árni vill ekki gefa upp hvað fékkst fyrir hana. „Mark- aðsverð á svona vélum er kannski í kringum eina til tvær milljónir dollara. Ef við orðum það þannig.“ Í fréttatilkynningu frá flugfélag- inu í júlí sagði: „Heildarfjárfesting- in mun hækka heildareignir Ice- landair Group samstæðunnar um 25 milljónir dollara, að teknu tilliti til söluverðs allra fimm Fokker 50 flugvéla Flugfélags Íslands.“ – snæ Fokker-vélar ódýrar en á leið úr landi Þarna er um að ræða, að mér skilst, nokkur spor í höfuðið og það eru áverkar sem umbjóð- andi minn telur að fórnarlambið svokallaða hafi valdið sér sjálft. Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, lögmaður eFnahagSmál InDefence-hópurinn vill að sýnt verði fram á að greiðsla 334 milljarða stöðugleikaframlags sem slita stjórnir föllnu bankanna hafa lagt til sé jafn hagstætt fyrir íslenskt þjóðarbú og greiðsla stöðugleikaskatts sem skila átti 690 til 850 milljörðum króna sam- kvæmt kynningu stjórnvalda síð- asta sumar. Í bréfi sem InDefence hefur sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis er bent á að samkvæmt stöðugleikaskilyrðum fái kröfu- hafar að taka a.m.k. 500 milljarða króna úr landi á næstu árum en ekki sé kveðið á um slíkt samhliða greiðslu stöðugleikaskatts. „Það er því rangt að fullyrða að stöðugleikaskatturinn og stöðug- leikaframlagið séu jafngildar leiðir út frá hagsmunum heimila,“ segir í bréfinu. – ih Framlag ekki jafngilt skatti Ekki framseld þótt hún yrði sakfelld í Debrecen Íslenskur læknir, grunaður um morðtilraun í Ungverjalandi, segir að um svið- settan glæp sé að ræða. Konan starfar hér á landi. Verjandi segir rannsókninni vera ábótavant. Íslenskir ríkisborgarar eru ekki framseldir til annarra landa. Háskólinn í Debrecen þar sem íslenskur læknir stundaði nám. NorDicpHotoS/Getty völd vissu af málinu þá var því frestað,“ segir Ingibjörg. Aðspurð hvers vegna hún telji að svo sé segir hún: „Það er góð spurning. Ég held að það sé svona spurning um að leggja saman ein- hverjar tölur þarna. Það styður það sem hún segir að þarna er einhver undarleg málsmeðferð í gangi.“ Konan er starfsmaður Heilbrigðis- stofnunar Suðurlands (HSU). Henni hefur nú verið veitt leyfi frá störfum.  Samkvæmt 2. gr laga um framsal saka- manna má ekki undir neinum kring- umstæðum framselja íslenska ríkis- borgara. Fari svo að konan verði dæmd í Ungverjalandi á hún því ekki á hættu að vera send þangað til að afplána dóminn. Vafi ríkir um hvort hún myndi yfirhöfuð afplána neinn dóm. Fyrirtaka í málinu fer fram í nóvem- ber á undirdómstigi sem svipar til hér- aðsdóms hér á landi. snaeros@frettabladid.is 6 . o k t ó b e r 2 0 1 5 þ r I ð j u D a g u r2 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a ð I ð 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 2 -2 7 5 0 1 6 C 2 -2 6 1 4 1 6 C 2 -2 4 D 8 1 6 C 2 -2 3 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 5 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.