Fréttablaðið - 06.10.2015, Page 6

Fréttablaðið - 06.10.2015, Page 6
Bíða í röð eftir gististað í Berlín félagsmál „Forræðishyggja og skert sjálfræði er því miður daglegur veruleiki hjá allt of mörgum einstak- lingum með þroskahömlun og við höfum barist fyrir því um árabil að við því verði brugðist með viðeigandi hætti og mögulegum úrræðum,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, spurð um nýja rannsókn sem sýnir hversu mjög sjálfræði fólks með þroskahömlun er skert og Frétta- blaðið sagði frá á föstudag. Rannsóknin sýnir svart á hvítu að skerðing sjálfræðis nær til allra dag- legra athafna, fjármála, búsetu og persónulegra sambanda við aðra. Bryndís bendir á baráttumál Þroskahjálpar sem er að húsnæði og þjónusta verði aðskilin og að fólk hafi val um með hverjum það býr, en sé ekki skikkað til að búa í þar til gerðu húsnæði „með fólki sem það kærir sig jafnvel alls ekki um að búa með“. Í desember 2010 var samþykkt á Alþingi reglugerð 1054/2010 um þjónustu við fatlað fólk á heimili. Samkvæmt reglugerðinni á fólk að hafa val um hvar það býr og með hverjum. „En því miður eru allt of mörg dæmi um að svo sé alls ekki. Okkur finnst því mjög brýnt að skoðað verði hver er framfylgd þessarar mikilvægu reglugerðar og að ríki og sveitarfélög tryggi að fatlað fólk njóti í raun þeirra lagalegu réttinda sem þar er mælt fyrir um,“ segir Bryndís og bætir við að í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sé jafnframt kveðið á um þennan rétt á mjög afgerandi hátt. „Leiðarstefið í samningnum er réttur fatlaðs fólks til að lifa sjálf- stæðu lífi og fá að taka ákvarðanir um eigið líf. Við eigum enn mjög langt í land með að uppfylla þessi ákvæði. Það er alveg ljóst að það þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting í samfé- laginu til að þessi markmið samn- ingsins verði uppfyllt,“ segir Bryndís. „Ráðamenn þjóðarinnar þurfa að viðurkenna þennan rétt og jafnhliða því að tryggja nægilegt fjármagn til þjónustu við fatlað fólk. Fyrr verður ekki hægt að uppfylla þessi sjálfsögðu mannréttindi. Fyrr er alls ekki hægt að líta svo á að manngildi fólks með þroskahömlun njóti viðurkenningar og virðingar í samfélaginu. Þetta þurfa stjórnvöld að horfast í augu við og grípa til nauðsynlegra aðgerða með lögum og reglum, fjárveitingum, stjórnsýsluframkvæmd og skilvirku eftirliti með framkvæmdinni.“ svavar@frettabladid.is Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða strax Samtökunum Þroskahjálp koma niðurstöður rannsóknar um verulega skert sjálfræði fólks með þroskahömlun ekkert á óvart. Stjórnvöld verði að grípa til nauðsynlegra aðgerða með lögum og reglum, fjárveitingum og skilvirku eftirliti. Höfum ekki fullgilt samninginn • Ísland undirritaði samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (CRPD)  30. mars 2007. Markmið samningsins er að efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra. • Af þeim 155 aðilum sem undir- rituðu samninginn hafa 132 aðilar fullgilt hann. Í þeim hópi eru Dan- mörk, Svíþjóð og  Noregur ásamt flestum öðrum Evrópuþjóðum. • Alþingi samþykkti hinn 11. júní 2012 framkvæmdaáætlun um málefni fatlaðs fólks. Á grundvelli hennar hefur innanríkisráðuneytið leitt vinnu samstarfsnefndar ráðu- neyta við að undirbúa fullgildingu samningsins. Leiðarstefið í samningnum er réttur fatlaðs fólks til að lifa sjálfstæðu lífi og fá að taka ákvarðanir um eigið líf. Við eigum enn mjög langt í land með að uppfylla þessi ákvæði. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar Göngugreining Pantaðu tíma í síma 5173900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Vandamál sem göngugreining Flexor getur hjálpað til við að leysa eru til dæmis: • þreytuverkir og pirringur í fótum • verkir í hnjám • sársauki eða eymsli í hælum (hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.) • beinhimnubólga • óþægindi eða verkir í baki og/eða mjöðmum • verkir í tábergi og/eða iljum • hásinavandamál • óþægindi í ökklum • þreytu- og álagsverkir hjá börnum og unglingum lögreglumál Fólksbíll sem lög- reglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkni- efni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hefði lagt hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bílnum. Fjórir einstaklingar sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna máls- ins. Tveir þeirra eru Íslendingar og tveir Hollendingar. Þeir eru á þrítugs- og fertugsaldri. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru efnin sem um ræðir kókaín og amfetamín og hleypur götuverð efnanna á hundruðum milljóna. Tveir Hollendingar komu með bifreiðina hingað til lands með Norrænu þann  22. september síðastliðinn. Tollverðir á Seyðisfirði leituðu í bifreiðinni eftir að fíkniefna- hundur tollgæslunnar sýndi bíln- um athygli. Engin efni fundust þó í bílnum við leitina og hélt fólkið sína leið. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins gerði tollgæslan lögreglu þó viðvart um að grunur léki á að fíkniefni væru í bifreiðinni. Í kjöl- farið vaktaði lögregla bílinn. Hollendingarnir yfirgáfu bíl- inn í nokkra daga og stóð hann óhreyfður á bílaplani. Einstaklingarnir fjórir voru handteknir eftir að Hollending- arnir fóru af stað á bílnum og hittu annan móttakanda efnanna. Við leit lögreglu í bílnum fund- ust fíkniefnin. Það má því gefa sér að efnin hafi verið vel falin þar sem efnin fundust ekki við fyrstu leit. Lögreglan vill ekki veita upp- lýsingar um málið að svo stöddu vegna rannsóknarhagsmuna. Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlög- regluþjónn á höfuðborgarsvæð- inu, sagði í samtali við Fréttablað- ið í gær að um væri að ræða mjög stórt mál á íslenskan mælikvarða. Þetta er þriðja stóra fíkniefna- málið sem komið hefur upp á Íslandi á stuttum tíma. Tollverðir á Seyðisfirði fundu 80 kílógrömm af MDMA í húsbíl sem kom einn- ig með Norrænu til Seyðisfjarðar í byrjun september síðastliðins. Hollenskt par situr nú í gæslu- varðhaldi vegna málsins. Bæði málin eru með stærstu fíkniefna- málum sem komið hafa upp hér á landi. Þá voru hollenskar mæðgur stöðvaðar með tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í Leifsstöð um páskana. „Skjólstæðingur minn lýsir yfir sakleysi sínu. Hann hefur aldrei komist í kast við lögin og veit ekk- ert hverjir hinir einstaklingarnir eru,“ segir Hólmgeir Elías Flosa- son, verjandi eins þeirra grunuðu sem ekki var á staðnum við mót- töku efnanna. nadine@frettabladid.is Fylgst var með hollenska bílnum í nokkra daga Tveir Hollendingar komu með bifreiðina hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. FréTTablaðið/gva Bíða skráningar Hundruð flóttamanna biðu skráningar fyrir utan skrifstofu útlendingamála í Berlín í gær. Yfirvöld í Þýskalandi reikna með að allt að ein og hálf milljón flóttamanna komi til landsins á þessu ári. FréTTablaðið/epa 6 . o k t ó b e r 2 0 1 5 Þ r I Ð J u D a g u r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a Ð I Ð 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 3 -5 9 7 0 1 6 C 3 -5 8 3 4 1 6 C 3 -5 6 F 8 1 6 C 3 -5 5 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 5 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.