Fréttablaðið - 06.10.2015, Blaðsíða 12
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Óli Kr.
Ármannsson
olikr@frettabladid.is
Framúrskarandi tónlistarlíf á Íslandi byggir ekki síst á öflugu starfi tónlistarskólanna. Því er mikið áhyggjuefni að rekstur nokkurra rótgróinna tón-
listarskóla í borginni er afar tvísýnn og hefur nú einn
skóli þegar sagt upp öllum sínum starfsmönnum. Í
mínum huga er eina raunhæfa lausnin sú að ríki og
Reykjavíkurborg með atbeina Sambands íslenskra
sveitarfélaga taki höndum saman um að leysa bráða-
vanda tónlistarskólanna og setjist svo niður með þeim
og móti sjálfbært skipulag tónlistarnáms til framtíðar.
Slíkt samkomulag um bráðavandann var í burðar-
liðnum í vor og fól í sér tillögu í tólf liðum þar sem
Reykjavíkurborg var tilbúin að leggja fram 90 milljónir,
30 milljónir áttu að koma úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
með lagabreytingu sem Alþingi samþykkti 30. júní sl.
og svo átti ríkið að leggja fram 60 milljónir. Fulltrúar
mennta- og menningarmálaráðherra og fjármálaráð-
herra áttu aðild að þeirri vinnu sem fæddi af sér sam-
komulagsdrögin. Borgaryfirvöld unnu minnisblað um
málið um miðjan júní sem átti að leggja fyrir ríkisstjórn
í sumar.
Því miður hefur ríkisstjórnin ekki staðið við sinn
hluta, án þess að skýringar hafi verið gefnar og málið
er því í uppnámi. Stjórnir Sambands íslenskra sveitar-
félaga og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
hafa ályktað að gerður verði nýr samningur milli ríkis
og sveitarfélaga á sama grunni og lagður var 2011 þar
sem ríkið fjármagnaði framhaldsnám í hljóðfæraleik og
mið- og framhaldsnám í söng.
Reykjavíkurborg er tilbúin að leggja fram sinn hluta
strax ef ríkið kemur á móti og það má engan tíma missa
ef ekki á illa að fara fyrir þeim tónlistarskólum sem verst
standa. Nú er mikilvægt að leggja til hliðar í bili áralanga
deilu um ábyrgðarskil ríkis og sveitarfélaga enda er sú
deila nú til meðferðar í dómskerfinu. Ríkið verður hins
vegar að taka þátt í því með sveitarfélögunum að leysa
bráðavandann svo tryggja megi áframhaldandi öflugt
tónlistarnám í borginni til framtíðar. Stjórnvöld verða
að sýna ábyrgð gagnvart þeim nemendum, foreldrum og
kennurum sem treysta á farsæla lausn málsins.
Leysum bráðavandann
Skúli Helgason
formaður skóla-
og frístundaráðs
Stjórnvöld
verða að sýna
ábyrgð gagn-
vart þeim
nemendum,
foreldrum og
kennurum
sem treysta á
farsæla lausn
málsins.
40.000
fréttaþyrstir
notendur
Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu
blaðið hvar sem er og hvenær sem er.
Nálgastu appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum:
Nýlegar
fregnir af
framgöngu
Útlendinga-
stofnunar í
málefnum
hælisleitenda
[…] eru ekki
til þess fallnar
að vekja
traust á því
að stofnunin
valdi hlut-
verki sínu.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók í óundirbúnum fyrirspurna-tíma á Alþingi í gær upp málefni hælisleitenda og innti Ólöfu Nordal innanríkisráðherra svara um beitingu Dyflinnarreglugerðarinnar hér á landi.
Hún gengur út á að senda má hælisleitendur sem hingað
koma aftur til þess Schengen-lands sem þeir komu frá,
því þar beri þeim að leita úrlausnar mála sinna.
Vísaði Helgi Hrafn til nýlegs úrskurðar Hæstaréttar
um að senda skuli tvo menn til Ítalíu í stað þess að mál
þeirra verði tekið upp hér. Þá rifjaði hann upp fyrri
umræður um málið á Alþingi í síðasta mánuði þar sem
innanríkisráðherra sagðist ekki telja að Ítalía, Grikkland
og Ungverjaland væru örugg lönd fyrir hælisleitendur.
Úrskurður Hæstaréttar endurspeglaði hins vegar
brotalöm í kerfinu.
Svör ráðherrans eru fagnaðarefni, en hún upplýsti að
hún hefði beint því til Útlendingastofnunar að bíða með
að vísa umræddum hælisleitendum á brott til Ítalíu þar
til búið væri að leggja „almennilegt mat“ á það hvernig
málum er háttað varðandi meðferð þeirra þar og hvort
mögulega væri verið að steypa fólki í óöruggt umhverfi.
Um leið áréttaði Ólöf að sá möguleiki væri einnig
fyrir hendi að taka mál aftur til meðferðar. „Útlendinga-
stofnun gerir það,“ sagði hún.
Miðað við þau ósköp sem ganga á vegna flótta-
mannastraums frá Sýrlandi til Evrópulanda og fregna af
framkomu Ítala, Grikkja og Ungverja við flóttafólk, þá
má vel taka undir með Helga Hrafni þegar hann hvetur
stjórnvöld hér til að taka upp það verklag að hér verði
fleiri mál hælisleitenda tekin til efnismeðferðar, fremur
en að senda þá aftur út í óvissuna.
Um leið verður að segjast að nýlegar fregnir af fram-
göngu Útlendingastofnunar í málefnum hælisleitenda,
svo sem gagnvart börnum hælisleitenda sem hafa ekki
fengið inni í grunnskólum hér á landi nema með harm-
kvælum og tilstuðlan fjölmiðla, eru ekki til þess fallnar
að vekja traust á því að stofnunin valdi hlutverki sínu.
Þannig er frá því greint í Fréttablaðinu í dag að
Útlendingastofnun hafi ekki fyrr en í síðustu viku óskað
eftir þjónustu frá Hafnarfjarðarbæ vegna hælisleitenda
í nýrri móttökustöð sem sett hefur verið upp í Bæjar-
hrauni. „Enn bíða tólf börn sem hafa stöðu hælisleitenda
þess að hefja skólavist í Hafnarfirði,“ segir í fréttinni.
Lappadráttur stofnunarinnar í þessum málum er
mannréttindabrot.
Eftir höfðinu dansa limirnir og ljóst að breyting þarf
að verða á þeim skilaboðum og þeim stuðningi sem
Útlendingastofnun þarf til þess að geta sinnt verkefnum
sínum sómasamlega. Orð innanríkisráðherra á Alþingi
í gær um að hraða þurfi málsmeðferð og leggja sjálf-
stætt mat innanlands á mál fólks sem hingað kemur frá
umræddum Evrópulöndum vekur vonir um breytingar
til batnaðar.
Vonarglæta
um breytingar
Misskilinn enn á ný
Sigmundur Davíð sagði á Alþingi í
gær að „menn hafi séð sér tækifæri í
því að gera sér upp misskilning hér
heima en það virðist reyndar vera
orðinn fastur liður“, þegar hann var
spurður um aðferðir til að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda.
Það er rétt hjá ráðherranum að
hann kemur reglulega fram í fjöl-
miðlum og segir þennan og hinn,
almenning allan jafnvel, misskilja
sig. En flísin í auga þjóðarinnar
hlýtur að vera bjálkinn í auga Sig-
mundar. Er ekki líklegra að ræður
í véfréttastíl – eða fullyrðingar út í
bláinn – séu til þess fallnar að fólk
misskilji ráðherrann? Hann verður
að tala skýrt og segja það sem hann
meinar.
Mögulegur sigur, þrátt fyrir tap
Það fór eins og marga grunaði
að Ólöf Nordal gaf kost á sér til
embættis varaformanns Sjálf-
stæðisflokksins, en kosið verður 25.
október. Nú bíða menn og sjá hvort
hún fái mótframboð, en Unnur Brá
Konráðsdóttir þingmaður virðist
vera líkleg. Svo mikil stemning
virðist vera fyrir Ólöfu að varla má
búast við að Unnur Brá hefði erindi
sem erfiði. Unnur Brá hefur sterka
stöðu innan síns kjördæmis. En
almennt séð hefur hún ekki notið
mikillar athygli. Varaformannskjör
gæti breytt því, jafnvel þótt ekki séu
möguleikar á sigri, og þannig verið
ákjósanlegur kostur.
snaeros@frettabladid.is
jonhakon@frettabladid.is
6 . o k t ó b e r 2 0 1 5 Þ r I Ð J U D A G U r12 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
C
1
-F
5
F
0
1
6
C
1
-F
4
B
4
1
6
C
1
-F
3
7
8
1
6
C
1
-F
2
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
5
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K