Fréttablaðið - 06.10.2015, Page 16

Fréttablaðið - 06.10.2015, Page 16
Fólk| heilsa að mörgu að huga „Ekki sofa á dýnu á gólfinu. Þar getur myndast raki sem getur endað í myglu. Dýnur eru hafðar í rúmum með fótum til að slíkur raki myndist ekki í dýnunum og undir þeim.“ Fólk er kynningarblað sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir hið snyrtilega vel umbúna rúm er því miður gróðrarstía fyrir ryk­maura,“ segir í greininni. „Í heitu og röku rúminu líður nefnilega rykmaur­ unum best. Það er meira að segja enn verri hugmynd að vera með þykka rúm­ ábreiðu yfir sænginni. Þegar þú stendur upp úr rúminu á morgnana er lak, sæng og koddi enn heitt og rakt eftir nóttina. Með því að breiða yfir rakann skapast góð skilyrði fyrir rykmaura. Þessir ör­ smáu áttfætlumaurar þrífast best í 17­32 gráðu hita og raka. Í rauninni eru ryk­ maurar skaðlausir nema fyrir þá sem hafa ofnæmi fyrir ensímum sem frá þeim koma. Hins vegar vill enginn sofa innan um rykmaura. Á Íslandi hafa rykmaurar ekki verið mikið vandamál, en tvær tegundir ryk­ maura eru þekktar hér á landi. Ofnæmi af þeirra völdum er sömuleiðis þekkt. Engin ástæða er til að búa til aðstæður fyrir þá. Rykmaurar eru algengari á Grænlandi og í Norður­Noregi en hér á landi, eftir því sem fram kemur á Vísindavefnum. Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hús­ stjórnarskólans, segir að vel sé hægt að ganga frá rúminu snyrtilega án þess að búa um það. „Í gamla daga voru rúmfötin látin kólna og loftað vel um rúmið áður en breitt var yfir það. Þykk rúmteppi eru ansi þreytandi, allt of þung og fyrirferðar­ mikil. Hvar á svo að hafa þau á nóttinni? Á gólfinu eða ofan á tveimur stólum?“ spyr hún. Fólk sefur í sjö til átta tíma. Á meðan við sofum myndast ákveðinn raki í her­ berginu því hver líkami gefur frá sér tölu­ verðan svita á hverri nóttu. Það er þess vegna betra að þurrka sængina á daginn fremur en að halda rakanum í henni. Í grein Jyllands­Posten segir að nauðsyn­ legt sé að að hrista sæng og kodda vel á morgnana til að lofta um rúmið. Einnig ætti að hafa glugga opna. Best væri að viðra sængurfötin utandyra á hverjum morgni, en það er ekki margir sem hafa tíma til þess auk þess sem veðrið er ekki endilega ákjósanlegt. Ef sængurfötin eru viðruð utandyra lifa ekki rykmaurar í þeim,“ segir í greininni. Margrét segir að fólk ætti að reyna að viðra rúmföt utandyra og hrista vel þegar skipt er á rúminu. „Ef frost er úti og þurrt er ekkert betra en að láta rúm­ fötin vera úti og viðrast í sem lengstan tíma,“ segir hún. „Ekki sofa á dýnu á gólf­ inu. Þar getur myndast raki sem getur endað í myglu. Dýnur eru hafðir í rúmum með fótum til að slíkur raki myndist ekki í dýnunum og undir þeim,“ segir Margrét ennfremur. Þeir sem eru með ofnæmi eða astma ættu að þvo sængurfötin við 60°C og þurrka í þurrkara að minnsta kosti tvisv­ ar í mánuði. Margrét segir að ákjósanlegt sé að þvo rúmföt við 90°C. „Best er að þurrka rúmfötin úti á snúru og láta blása vel um þvottinn,“ segir hún en flestir kannast við hversu notalegt það er að skríða upp í rúm sem angar af útilykt. Dýnur þarf að ryksuga vel að minnsta kosti fjórum sinnum á ári.  n elin@365.is hættið að búa um rúmið umhugsunarVert Flestir eru aldir upp við þá reglu að búa eigi um rúm áður en haldið er út í daginn. Maður á að yfirgefa heimilið snyrtilegt, enda er þá skemmtilegra að koma heim. Í grein sem birtist í netútgáfu danska Jyl- lands-Posten er fullyrt að heit og rök sængurföt séu gróðrarstía fyrir rykmaura. ÞarFt að Viðra úti Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri segir að gott sé að viðra sængur og kodda úti þegar skipt er á rúmum. MYND/ERNIR gOtt Og hreint rúm Hvað er betra en að sofa við hrein rúmföt, jafnvel sem hafa verið þurrkuð úti? MYND/GETTY rykmaurar Rykmaurar hafa fundist á Grænlandi og upp með ströndum Noregs, töluvert norðar en Reykjavík. Rykmaurar geta þrifist í rúmdýnum, koddum, sængum, teppum og tauklæddum húsgögnum. Þeir lifa á húðflygsum af mönnum og dýrum og öðru lífrænu ryki sem til fellur. Saur mauranna mynda rykagnir, sem eru á stærð við frjókorn, og í honum eru prótínsameindir sem reynst öflugir ofnæmisvaldar. Dauðir rykmaurar, sem brotna niður og blandast öðru húsryki, eru einnig ofnæmisvaldar, þótt í minna mæli sé. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að ofnæmi fyrir rykmaurum er algengt og meðal sjúklinga með ofnæmi er það mjög algengt. Í enskri rannsókn fannst að 10% af öllu fólki og 90% af sjúklingum með ofnæmisastma höfðu rykmauraofnæmi. Bandarísk rannsókn sýndi að að minnsta kosti 45% af ungu fólki með astma voru ofnæm fyrir ryk- maurum. (Heimild Vísindavefurinn) 40.000 fréttaþyrstir notendur Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið hvar sem er og hvenær sem er. Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjallsímann með Fréttablaðsappinu. Nálgastu appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum: 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 3 -0 A 7 0 1 6 C 3 -0 9 3 4 1 6 C 3 -0 7 F 8 1 6 C 3 -0 6 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 5 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.