Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2015, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 06.10.2015, Qupperneq 18
Fólk| 40.000 fréttaþyrstir notendur Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið hvar sem er og hvenær sem er. Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjallsímann með Fréttablaðsappinu. Nálgastu appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum: Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is heilsa Fréttir af háu arsen-innihaldi í hrísgrjónum hafa vakið ugg í brjósti margra foreldra enda er grjóna- grautur algengur hversdagsmatur hér á landi og margir hafa hrísgrjón með mat nokkrum sinnum í viku. Þá nýtur sushi sívaxandi vinsælda og margir kannast við að leyfa börnum sínum að naga hrís- kökur á milli mála, en þær komu einna verst út úr prófunum. Að mati sérfræðinga er þó óhætt að borða hrísgrjón allt að fjórum sinnum í viku. Hins vegar er fólk hvatt til að huga að fjölbreytni í fæðu- vali til að forðast að óæskileg efni sem kunna að vera í tilteknum fæðutegundum hlaðist upp í líkam- anum. Sömuleiðis að kaupa vörur frá ólíkum fram- leiðendum. Það getur þó verið hægara sagt en gert að fá ung börn til að prófa ólíkan mat enda er þeim eðlislægt að taka nýjum fæðutegundum með fyrir- vara og getur tekið allt að 10-15 skipti að venja þau á nýja fæðu. Eftirfarandi ráð hafa gefist vel. stattu á þínu án þess að pína Börnum er eðlislægt að taka nýjum fæðuteg- undum með fyrirvara. Þau þurfa tíma til að kynnast nýju bragði og áferð. Þó að þau fúlsi við einhverju í upphafi er ekki þar með sagt að þau muni aldrei borða þá fæðutegund aftur. Það getur þurft að venja þau við í nokkrum skrefum. Það er gott að hafa það fyrir reglu að þau verði að smakka einn bita en mega svo láta fæðuna eiga sig þar til næst. Ekki reyna að troða eða pína matinn ofan í barnið. Það getur haft öfug áhrif. Hins vegar ætti ekki að hætta að bjóða sama mat síðar. Þá getur verið gott að kynna nýjan mat í félagi við mat sem barnið þekkir vel. Að leyfa því til dæmis að dýfa gulrót eða rófu ofan í tómatsósu eða annað sem því þykir gott. ekki nota mat sem umbun eða refs- ingu Það er ekki talið æskilegt að umbuna barni fyrir að borða vel með ís eða nammi. Það getur átt þátt í því að það myndi óheilbrigt samband við mat. Ekki ætti heldur að refsa því með því að taka af því ís eða nammi sem búið er að lofa ef það borðar ekki sem skyldi. Notaðu frekar annars kon- ar umbunarkerfi eins og límmiða eða leyfðu barn- inu að leika með uppáhaldsdótið ef það borðar vel. Ekki tengja það við annars konar mat. Sætindi ættu hvort eð er aðeins að vera í boði á tyllidögum og ekki til umræðu við önnur tilefni. leiktu þér með form og liti Ung börn eru upptekin af litum og formum. Próf- aðu að bjóða eingöngu upp á appelsínugulan mat svo dæmi sé nefnt. Til dæmis stappaðar sætar kartöflur, gulrætur, appelsínugula papriku og app- elsínu. Næsta dag getur þemað verið grænt og þar fram eftir götunum. Þú getur líka prófað að skera grófa samloku með góðu áleggi með ólíkum pipar- kökuformum eða raðað ostbitum, grænmeti og ávöxtum upp á litla pinna. Það vekur yfirleitt lukku. laumaðu hollustunni með Flest börn eiga sér uppáhaldsmat. Oft er hægt að lauma í hann meiri hollustu án þess að þau taki eftir. Prófaðu að tæta bragðlítið kál í matvinnsluvél og bæta við pitsabotninn. Það sama má gera við heimagerðu tómatsósuna. Eins má skella soðnu og maukuðu grænmeti á borð við gulrætur, brokk- ólí, kúrbít eða sætar kartöflur í pönnuköku – eða möffinsdeigið svo lítið beri á. Sömuleiðis banana, hreinni jógúrt og berjum. leyfðu barninu að taka þátt Ekki halda barninu utan við eldhússtörfin. Leyfðu því að hjálpa til við eldamennskuna endrum og sinnum. Þannig kynnist það ólíkum hráefnum og þau hætta að vera eins framandi. Vertu góð fyrirmynd Ekki örvænta þó barnið sé lengi að taka við sér. Ef þú sem foreldri borðar hollan og fjölbreyttan mat eru allar líkur á því að barnið muni að endingu gera það líka. fjölbreytni sVarið nokkur heilræði Margir foreldrar eru uggandi vegna frétta af háu arsen- innihaldi í hrísgrjónavörum sem sænska matvælastofnunin greindi frá í síð- ustu viku, en í miklu magni getur það verið krabbameinsvaldandi. Hrísgrjón eru enda nær daglegt brauð hjá mörgum. Að mati sérfræðinga er fjölbreytni svarið. Það getur hins vegar verið snúið að venja ung börn á fjölbreytt fæði. lystauk- andi Settu matinn í skemmti- legan búning. Það vekur yfirleitt lukku. litaþema Ung börn eru ekki hrifin af því að blanda saman grænmeti og öðrum mat. Hafðu það einfalt og þess vegna litaskipt. Þau kunna yfirleitt að meta það. maturinn hættir að Vera framandi leyfðu barninu að hjálpa til við eldamennskuna endrum og sinnum. Þannig kynnist það ólíkum hráefnum og þau hætta að vera eins framandi. 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 3 -A 3 8 0 1 6 C 3 -A 2 4 4 1 6 C 3 -A 1 0 8 1 6 C 3 -9 F C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 5 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.