Fréttablaðið - 06.10.2015, Síða 22

Fréttablaðið - 06.10.2015, Síða 22
Sögulegir bílar Bugatti Type 35 – Líklega fræg- asti Bugatti-inn í sínum „Bleu de France“ lit (franski kappaksturs- liturinn). Sigursælasti bíll Bu- gatti sem vann yfir þúsund keppn- ir á sínum tíma. Hann kom fram á sjónarsviðið árið 1924, kom alls í fimm útgáfum og er áætlað að um 400 stykki hafi verið framleidd. Áætlað verð á nokkrum týpum af Type 35 er í kringum 3,5 milljónir Bandaríkjadala í dag. Bugatti EB110 – Árið 1987 eign- aðist Ítalinn Romano Artioli Bug- atti-merkið og lét reisa verksmiðju í Modena á Ítalíu. Árið 1991 kom svo út frumburður þeirrar verk- smiðju sem bar nafnið EB110 og átti sá bíll algjörlega að feta í fót- spor forvera sinna. Bíllinn var byggður úr kol trefjaefnum, var fjórhjóladrifinn og í miðjum bíln- um lá 3,5 lítra V12 vél með fjór- um forþjöppum sem gáfu samtals 560-612 hestöfl, sem þótti gríðar- lega mikið á þeim tíma. Mörg út- litsleg einkenni voru fengin beint frá eldri bílum Bugatti. Ástæðan fyrir því að EB110 náði ekki þeim vinsældum sem hann átti skilið er að aðeins ári eftir að hann kom út sendi lítið breskt kappakstursfyr- irtæki frá sér sinn fyrsta bíl fyrir almenning. Sá bíll hét McLaren F1 og var hraðskreiðasti framleiðslu- bíll veraldar um nokkurt skeið og er enn í dag einn frægasti bíll sög- unnar. EB110 tók þátt í Le Mans kappakstrinum og náði fimmta sæti í sínum flokki þrátt fyrir að hafa ekki náð að ljúka keppni. Bugatti Veyron – Árið 1998, 45 árum eftir að Bugatti var í eigu Frakka, keypti Volkswagen Group merkið. Þess vegna er frekar hæpið að Bugatti Veyron, sem kom út árið 2005, sé í raun tal- inn franskur bíll. Ég ákvað samt að nefna hann hér því hann fylgir áfram meginreglum Ettore Bug- atti auk þess að vera byltingar- kenndur bíll. Þegar hann kom út var hann langhraðskreiðasti bíll heims sem þú gast keyrt á götun- um. Hann kom með 8 lítra vél sem var með fremur sérstöku sniði, en tvær V8 vélar voru splæstar saman til að mynda W16 vél sem skilaði rúmum þúsund hestöfl- um með hjálp fjögurra forþjappna. Síðan Veyron kom út hefur hann líklega verið umtalaðasti bíllinn en hann er í dag kominn til ára sinna og hlýtur að fara að stytt- ast í næsta Bugatti frá Volks wagen Group. Citroën Traction Avant (1934- 1957) – Fyrsti fjöldaframleiddi framhjóladrifni bíllinn ásamt því að vera einn af fyrstu bílunum með sjálfstæða fjöðrun á öllum hornum. Einnig var hann einn af fyrstu bílunum sem ekki voru byggðir á grind, heldur var styrk- urinn í yfirbyggingunni sjálfri. Citroën Rosalie – Í ljósi þess hversu vinsælar dísilvélar eru í dag þá varð ég að nefna þennan bíl. Þrátt fyrir að Þjóðverjinn Ru- dolf Diesel hafi fengið einkaleyfi á dísilvélinni árið 1892 þá var fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn sem fáan- legur var með dísilvél Citroën Ro- salie sem kom fram á sjónarsvið- ið árið 1936. Citroën 2CV – Fyrir seinni heims- styrjöld hafði Citroën prófað lítinn hugmyndabíl en þegar stríðið hófst hætti þróunarvinna við hann. Loks árið 1948 kom Citroën 2CV út. Hann var ódýr, lítill og sniðug- ur bíll hugsaður fyrir bæði bænd- ur og borgarbúa. Hann reyndist vera algjör smellur og seldust á árunum 1948-1990 tæpar 9 millj- ónir eintaka. 2CV var einstak- lega vel hannaður. Hann var hugs- aður til að vera bæði ódýr í kaup- um og rekstri, eyddi litlu eldsneyti og auðvelt var að gera við hann sjálfur. Einnig var hann með mjög góða fjöðrun með mikilli slaglengd sem nýttist bændum mjög vel. Citroën DS – Þegar DS kom út árið 1955 leit hann allt öðruvísi út en allir aðrir bílar á þeim tíma. Í dag er auðvelt að sjá að það er vegna þess að allir bílar sem á eftir honum komu voru hannað- ir með DS í huga. DS breytti út- liti bíla til frambúðar. Yfirbygging og útlit bílsins var engin tilviljun – hún skilaði hagstæðu loftflæði um bílinn og minni loftmótstöðu. Einnig var hann fyrsti fjöldafram- leiddi bíllinn með diskabremsur sem allir bílar hafa sem staðalbún- að eftir það. Hann var með hálf- sjálfskiptan gírkassa með engri kúplingu og vökva- og gasfjöðr- un sem hækkaði og lækkaði eftir kröfum ökumanns og fjaðraði eins og töfrateppi – eða þannig hefur honum oft verð lýst. Bíllinn getur meira að segja ekið á þremur hjól- um því að fjöðrunin stillir sig sjálf eftir aðstæðum og ekki þarf að tjakka bílinn upp til þess að skipta um dekk. Norður- Ameríku útaf breyttum lögum um hönnun bíla. Allt þetta auk lélegrar stjórnunar Ítalanna hjá FIAT orsakaði annað gjaldþrot 1974 þegar Peugeot PSA tók yfir. Síðan þá hafa Peugeot og Citroën sent frá sér bíla sem deila ýmsum íhlutum og eru jafnvel nauðalík- ir. Seinustu áratugi hafa þeir talist frekar óáreiðanlegir og óvinsælir bílar en þeir virðast vera að ná sér upp úr því kviksyndi. Bugatti vildi bara kappakstursbíla Ettore Arco Isidoro Bugatti fædd- ist á Ítalíu árið 1881 en flutti til annarra landa sem ungur maður í leit að vinnu. Hann var nýbúinn með menntun sína í listum þegar hann fékk vinnu hjá reiðhjólafram- leiðanda í Frakklandi. Þar prófaði hann sig áfram með því að setja vélar í reiðhjól og þríhjól og keppti síðan á þeim. Árið 1901 hannaði Bugatti sinn fyrsta bíl sem vann til verðlauna á alþjóðlegri bílasýn- ingu í Mílanó. Hann var ráðinn sem hönnuður til bílaframleiðand- ans de Dietrich en á þeim tíma var hann í sífellu að þróa kappaksturs- bíla sem yfirmönnum hans fannst hvimleitt svo að Bugatti var lát- inn taka poka sinn. Á meðan hann vann hjá de Dietrich á milli 1902 og 1904 hafði hann hannað bílana Type 3, 4, 6 og 7 en þeir voru gefn- ir út undir nafni Bugatti og de Dietrich. Þaðan fór hann til Deutz í Þýskalandi en aldrei þreifst hann lengi á hverjum stað og vann best sjálfur í kjallaranum heima hjá sér. Árið 1910 stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki. Bugatti hannaði fjóra kappakstursbíla á árunum 1910-1914, þangað til fyrri heim- styrjöldin gekk í garð. Hann gerði sér grein fyrir hvað væri að fara að gerast í stríðinu svo að hann bar feiti á vélarnar sínar, gróf þær í garðinum og flúði til Ítalíu. Eftir stríð flæddu verkefnin inn á borð Bug atti og verksmiðja hans hafði lifað styrjöldina af. Bugatti vann flestar keppnir Á milli 1922 og 1940 hannaði Bug- atti fjórtán mismunandi kappakst- ursbíla og svipað magn af farþega- bílum til almenningseignar. Kapp- akstursbílar hans vöktu mikla athygli í fjölmiðlum enda litu þeir öðruvísi út en aðrir kappaksturs- bílar og skáru sig úr á mörgum sviðum. Eitthvað virtist Ettore vera að gera rétt því að bílar hans unnu kappakstra um alla Evrópu, svo sem Le Mans, Monte Carlo o.fl. Hann stofnaði fyrsta eiginlega kappakstursliðið sem fól í sér að hann var með sína eigin ökuþóra, tjald yfir þá og aðra starfsmenn, rennandi vatn og allt sem þurfti til að öllum liði vel. Bugatti hannaði einnig bát, flugvél og lest og náði meira að segja hraðameti með lest sinni og bát. Árið 1939 dó sonur Bugatti og hafði það mikil áhrif á hann og á sama tíma reið seinni heimsstyrjöldin yfir og Þjóðverj- arnir notuðu verksmiðju hans til að framleiða hernaðarfarartæki, meðal annars Schwimm wagen. Undir lokin keypti Ettore sér báta- höfn undir risastóru snekkjuna sína þrátt fyrir að vera nánast kominn á hausinn. Snekkjan fékk alla hans athygli og náði hann sér í lungnabólgu á snekkjunni og lést árið 1947. Eftir andlát hans reyndi sonur hans að halda fyrirtækinu á lífi en á endanum þurfti fjölskyld- an að selja fyrirtækið og var það á flakki þangað til árið 1998 þegar Volkswagen Group keypti það og endurlífgaði með tilkomu Bugatti Veyron. Citroën DS bjargaði Charles de Gaulle Charles de Gaulle Frakklandsfor- seti lenti eitt sinn í árás hryðju- verkamanna er hann var í Citro- ën DS bíl sínum og höfðu árásar- mennirnir náð að sprengja öll dekk bílsins en sökum góðrar fjöðrunar keyrði bíllinn áfram og náði að koma forsetanum í skjól. Eftir þetta atvik vildi de Gaulle ekki láta keyra sig í neinu öðru en Citroën DS og var sérstök forseta- útfærsla framleidd sérstaklega fyrir hann. Upptalningin er þó ekki búin: Framljósin voru tengd við stýrisbúnað bílsins svo að hann lýsti alltaf inn í beygjurnar. Sumir partar yfirbyggingarinn- ar voru úr áli eða jafnvel plasti til að draga úr þyngd. Öryggisbúnað- urinn var líka nýstárlegur. Í yfir- byggingunni voru krumpusvæði fyrir árekstra, styrktur toppur þýddi að bíllinn féll ekki saman þótt hann ylti og vélin var hönnuð til að færast undir bílinn í árekstri í stað þess að enda inni í bílnum og kremja lappir ökumanns og farþega. Á fyrsta deginum voru 12.000 bílar seldir og var hann í sölu í 20 ár. Þess má til gamans geta að DS er borið fram á frönsku eins og Déesse sem þýðir gyðja. Peugeot 205 – Þrátt fyrir að til- tölulega fáir Peugeot bílar hafi verið byltingarkenndir miðað við Renault og Citroën þá má ég til með að nefna einn þeirra. Peugeot 205 kannist þið eflaust við. Hann fór í framleiðslu árið 1983 og var í framleiðslu til 1998, en þegar hann kom út var Peugeot komið á heljarþröm. Þessi litli framhjóla- drifni hlaðbakur bjargaði Peu- geot frá gjaldþroti þegar hann sló í gegn. Hann var þekktastur fyrir stórkostlega fjöðrun eins og marg- ir aðrir franskir bílar en þessi var svo lítill og sportlegur í akstri og þó á viðráðanlegu verði. 205 kom út í alls konar út- færslum og seldust alls 5,3 millj- ónir eintaka. Þekktasta útfærslan er þó GTi sem var sportútfærslan. Sá bíll náði að keppa við sportbíla sem kostuðu margfalt meira ein- mitt vegna þess að hann var svo lítill, léttur og með góða fjöðrun. Þessir bílar komu Peugeot aftur á kortið í kappakstri því að 205 var gríðarlega sigursæll í heimsrallinu á sínum tíma. Bíllinn sem kom á eftir, Peugeot 206, var byggður á svipaðri hug- mynd og varð enn vinsælli. Renault 4 – Einn mikilvæg- asti Renault-bíllinn kom út árið 1961 sem svar við 2CV frá Citro- ën. Yfirmaður Renault á þeim tíma, Pierre Dreyfus, vildi fá bíl með flötu gólfi og lóðréttri skott- hurð en gerði sér ekki grein fyrir því að eina leiðin til að ná þessu markmiði var að framleiða fram- hjóladrifinn bíl. Renault 4 var fyrsti framdrifsbíllinn frá Ren- ault og jafnframt fyrsti hlaðbak- urinn (e. Hatchback) í heiminum. Hann seldist í yfir átta milljónum eintaka. Nánast allir Renault-bílar hafa verið framhjóladrifnir síðan. Renault Espace – Renault voru ekki bara fyrstir að hanna hlað- bakinn. Þeir fundu einnig upp annan flokk af bílum sem eru nokkuð vinsælir í dag: Strumpa- strætóinn sem oft er kallaður fjöl- notabíll (e. Multi Purpose Vehicle). Það voru nokkrir aðrir bílar sem höfðu komið út áratugum áður sem byggðust á svipaðri grunnhugsun en Renault Espace var fyrsti fjöl- notabíllinn eins og við þekkjum í dag. Espace kom út árið 1984 og seldist afar illa fyrstu mánuðina, en svo uppgötvaði fólk hvað það var sniðugt hve hann líktist sendi- bíl ásamt því að hafa fleiri sæti. Kappakstur í Frakklandi 24 heures du Mans eða Le Mans 24 klukkustunda kappaksturinn er með frægari þolraunum bíla og ökuþóra. Þar keppa yfirleitt þrír ökuþórar á hverjum bíl og keyra allt að 4 klukkustundir í einu. Mjög margar uppfinningar og mikil þróun hefur orðið í Le Mans kapp- akstrinum líkt og í Formúlu 1. Paris-Dakar kappaksturinn varð til uppúr hugmynd Thierry Sabine sem hafði villst í Tén- éré-eyðimörkinni á bíl og fannst landslagið kjörið fyrir kappakstur. Fyrstu árin var alltaf keppt á milli Parísar í Frakklandi og Dakar í Senegal en síðar þurfti að breyta leiðinni út af stríðsástandi sem ríkir í Afríku. Þess vegna hefur kappaksturinn verið haldinn í Suð- ur-Ameríku frá árinu 2009. Eins og sést í þessari grein hefur franski bílaiðnaðurinn gefið okkur alls kyns nýjungar ásamt framúr- stefnulegri hönnun. Frakkarnir eru kannski þekktir fyrir skrítna bíla og það má jafnvel ásaka þá fyrir að hafa framleitt frekar óspenn- andi bíla undanfarna tvo áratugi. Við megum þó ekki gleyma því að oftar en einu sinni hafa þeir um- breytt bílaiðnaðinum gjörsamlega og er ég handviss um að þeir séu ekki hættir því. Við skulum bara vona að Renault fari aftur að fram- leiða Alpine-sportbílana sem ég náði ekki að tala um í þessari grein, að Peugeot haldi áfram að gera góða hluti með 208, arftaka 205, og að Citroën framleiði aftur bylting- arkenndan lúxusbíl í sérflokki líkt og þeir gerðu með DS á sínum tíma. Þegar þú hugsar um bíla núna, er Frakkland þá fyrsta landið sem kemur upp í hugann? Bugatti Type 35 Bugatti Veyron Citroën Rosalie Citroën 2CV Peugeot 205 GTI www.visir.is/bilar Bílar Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius finnurth@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Auglýsingar Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbirgir@365.is Sími 5125432 Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Bílar Fréttablaðið 4 6. október 2015 ÞRIÐJUDAGUR 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 2 -E 2 F 0 1 6 C 2 -E 1 B 4 1 6 C 2 -E 0 7 8 1 6 C 2 -D F 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 5 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.